Jón Gunnlaugur: Ég er töluvert ósáttur með vinnubrögðin Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 17. desember 2021 20:15 Jón Gunnlaugur, þjálfari Víkings var sáttur með seinni hálfleikinn í dag Vísir:Hulda Margrét Jón Gunnlaugur Viggósson þjálfari Víkings í handbolta, var ósáttur með fyrri hálfleikinn en töluvert sáttari með þann seinni þegar að liðið tapaði á móti KA í 13. umferð Olís-deildar karla í kvöld. „Mér fannst bara eitt lið komið í jólafrí eftir fyrri hálfleik og eitt lið sem ætlaði sér að taka tvö stig. Það vantaði allt hjá okkur fyrstu 30 mínúturnar, vörn, markvörslu, sókn. Tölfræðiblaðið var bara tómt.“ Það var ekki sjón að sjá spilamennsku Víkinga í fyrri hálfleik og voru þeir 12 mörkum undir í hálfleik, 18-6. Þeir tóku hinsvegar við sér í seinni og var allt annað að sjá liðið. „Við erum búnir að vera með leikmenn sem eru tæpir og meiddir. Við erum búnir að spila leikkerfi og æfa okkur á keilur. Þegar við mætum loksins almennilegri vörn þá bökkum við og erum ragir. Við erum að skjóta illa á markið og erum ekki að klukka. Við fórum í 7 á 6 sem gekk frábærlega og seinni hálfleikurinn var frábær hjá okkur. Það vill oft verða þannig hjá liðunum í neðstu sætunum að það vill verða rússíbani. Við erum búnir að vera flottir upp á síðkastið en þetta var ákveðin skellur í dag.“ Hamza var ekki með í kvöld en hann meiddist á móti Stjörnunni. Nú er hinsvegar staða mála svoleiðis að Afturelding er búin að rifta samningnum við Hamza og hann víst á leiðinni til Katar án vitundar Víkings. „Hamza meiðist hérna eftir 14. mínútur á móti Stjörnunni og er ekki með í seinasta leik og ekki núna. Ég veit ekki betur en að Afturelding sé búin að rifta við hann og þeir eru ekki búnir að hafa samband við okkur varðandi það. Mér skilst að hann sé að fara til Katar að spila þar. Ég er töluvert ósáttur með vinnubrögðin sem voru hinumegin við borðið. Þetta endurspeglar sér í mörgu.“ Nú er að koma jóla- og landsleikja hlé og ætla Víkingar að nýta tímann vel og mæta tvíelfdir til leiks í febrúar. „Það er búið að vera mikill stígandi hjá okkur. Liðið sem tók leiki 3-8 er allt annað en liðið sem er búið að spila hérna upp á síðkastið. Maður getur ekki verið annað en bjartsýnn en það er mikil vinna framundan og við þurfum að vinna í okkar málum í janúar. Mæta tvíelfdir til leiks í febrúar.“ Handbolti Íslenski handboltinn Víkingur Reykjavík Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - KA 22-31 | KA-menn unnu þriðja leikinn í röð KA-menn unnu öruggan níu marka sigur er liðið heimsótti Víkinga í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 22-31, en þetta var þriðji sigur KA-manna í röð. 17. desember 2021 20:57 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
„Mér fannst bara eitt lið komið í jólafrí eftir fyrri hálfleik og eitt lið sem ætlaði sér að taka tvö stig. Það vantaði allt hjá okkur fyrstu 30 mínúturnar, vörn, markvörslu, sókn. Tölfræðiblaðið var bara tómt.“ Það var ekki sjón að sjá spilamennsku Víkinga í fyrri hálfleik og voru þeir 12 mörkum undir í hálfleik, 18-6. Þeir tóku hinsvegar við sér í seinni og var allt annað að sjá liðið. „Við erum búnir að vera með leikmenn sem eru tæpir og meiddir. Við erum búnir að spila leikkerfi og æfa okkur á keilur. Þegar við mætum loksins almennilegri vörn þá bökkum við og erum ragir. Við erum að skjóta illa á markið og erum ekki að klukka. Við fórum í 7 á 6 sem gekk frábærlega og seinni hálfleikurinn var frábær hjá okkur. Það vill oft verða þannig hjá liðunum í neðstu sætunum að það vill verða rússíbani. Við erum búnir að vera flottir upp á síðkastið en þetta var ákveðin skellur í dag.“ Hamza var ekki með í kvöld en hann meiddist á móti Stjörnunni. Nú er hinsvegar staða mála svoleiðis að Afturelding er búin að rifta samningnum við Hamza og hann víst á leiðinni til Katar án vitundar Víkings. „Hamza meiðist hérna eftir 14. mínútur á móti Stjörnunni og er ekki með í seinasta leik og ekki núna. Ég veit ekki betur en að Afturelding sé búin að rifta við hann og þeir eru ekki búnir að hafa samband við okkur varðandi það. Mér skilst að hann sé að fara til Katar að spila þar. Ég er töluvert ósáttur með vinnubrögðin sem voru hinumegin við borðið. Þetta endurspeglar sér í mörgu.“ Nú er að koma jóla- og landsleikja hlé og ætla Víkingar að nýta tímann vel og mæta tvíelfdir til leiks í febrúar. „Það er búið að vera mikill stígandi hjá okkur. Liðið sem tók leiki 3-8 er allt annað en liðið sem er búið að spila hérna upp á síðkastið. Maður getur ekki verið annað en bjartsýnn en það er mikil vinna framundan og við þurfum að vinna í okkar málum í janúar. Mæta tvíelfdir til leiks í febrúar.“
Handbolti Íslenski handboltinn Víkingur Reykjavík Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - KA 22-31 | KA-menn unnu þriðja leikinn í röð KA-menn unnu öruggan níu marka sigur er liðið heimsótti Víkinga í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 22-31, en þetta var þriðji sigur KA-manna í röð. 17. desember 2021 20:57 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - KA 22-31 | KA-menn unnu þriðja leikinn í röð KA-menn unnu öruggan níu marka sigur er liðið heimsótti Víkinga í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 22-31, en þetta var þriðji sigur KA-manna í röð. 17. desember 2021 20:57