„Þetta hefði getað farið mjög illa ef þetta hefði fengið að krauma lengur“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 18. desember 2021 13:00 Finnur Hilmarsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, er feginn að ekki hafi farið verr. Vísir/Viktor Eldur kom upp í bakhúsi á Frakkastíg í miðbæ Reykjavíkur rétt fyrir klukkan níu í morgun. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var að störfum fram eftir morgni en vel gekk að slökkva eldinn. Enginn var inni í húsinu þegar slökkviliðið kom á vettvang. Húsið er klætt með bárujárni en eldurinn kom upp í klæðningu í útvegg hússins. Illa hefði getað farið en slökkviliðið segir í samtali við fréttastofu að eldri hús séu reglulega einangruð með lélegu efni, og eldurinn geti því breiðst fljótt út. Reykskynjarar spili lykilhlutverk og mikilvægt sé að vera meðvituð um flóttaleiðir. Klippa: Slökkviliðið að störfum Eldsupptök eru enn ókunn en slökkviliðið segir ólíklegt að kviknað hafi í út frá kertum. Erfitt sé að festa fingur á eldsupptök enda sé rannsókn skammt á veg komin, en lögregla mun koma til með að fylgjast með húsinu og rannsaka vettvang í dag. Fólk er þó enn sem áður hvatt til að fara með gát, sérstaklega um hátíðirnar. Íbúi í næsta húsi segist hafa vaknað við læti þegar verið var að vekja fólkið sem var inni í bakhúsinu. Hún fann þá brunalykt og áttaði sig fljótt á því hvað væri í gangi. Að sögn íbúans er verið að gera bakhúsið upp en það er í skammtímaleigu á vefsíðunni AirBnb. Slökkviliðið bar blessunarlega fljótt að garði og þeir sem inni voru komust óhult út úr húsinu. Fréttastofa náði tali af Finni Hilmarssyni, varðstjóra hjá slökkviliðinu, á vettvangi í morgun. „Þetta er bara eldur í viðbyggingu á húsi hérna á Frakkastíg 13. Þetta var bara staðbundið hérna í horninu og við erum að klára að rjúfa klæðninguna, bæði á þakinu og á hliðinni hérna, til þess að fullvissa okkur um að við séum komnir fyrir [eldinn]. Það er bara smá glóð enn þá í timbri hérna á bakvið klæðninguna.“ Fór ekki betur en á horfðist? „Þetta hefði getað farið mjög illa ef þetta hefði fengið að krauma lengur,“ segir Finnur Hilmarsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu. Aðrir slökkviliðsmenn tóku í sama streng og þökkuðu fyrir góðar aðstæður á vettvangi. Veður var með besta móti, logn og dálítil rigning, og eldurinn kom upp í vegg sem ekki lá að næsta húsi. Fréttamaður tók myndir á vettvangi í morgun. Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Búið að slökkva í eldi í bakhúsi á Frakkastíg Eldur kom upp í viðbyggingu við hús á Frakkastíg 13 í miðbæ Reykjavíkur. Slökkvilið hefur nú lokið störfum og er að fara af vettvangi. 18. desember 2021 08:51 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira
Húsið er klætt með bárujárni en eldurinn kom upp í klæðningu í útvegg hússins. Illa hefði getað farið en slökkviliðið segir í samtali við fréttastofu að eldri hús séu reglulega einangruð með lélegu efni, og eldurinn geti því breiðst fljótt út. Reykskynjarar spili lykilhlutverk og mikilvægt sé að vera meðvituð um flóttaleiðir. Klippa: Slökkviliðið að störfum Eldsupptök eru enn ókunn en slökkviliðið segir ólíklegt að kviknað hafi í út frá kertum. Erfitt sé að festa fingur á eldsupptök enda sé rannsókn skammt á veg komin, en lögregla mun koma til með að fylgjast með húsinu og rannsaka vettvang í dag. Fólk er þó enn sem áður hvatt til að fara með gát, sérstaklega um hátíðirnar. Íbúi í næsta húsi segist hafa vaknað við læti þegar verið var að vekja fólkið sem var inni í bakhúsinu. Hún fann þá brunalykt og áttaði sig fljótt á því hvað væri í gangi. Að sögn íbúans er verið að gera bakhúsið upp en það er í skammtímaleigu á vefsíðunni AirBnb. Slökkviliðið bar blessunarlega fljótt að garði og þeir sem inni voru komust óhult út úr húsinu. Fréttastofa náði tali af Finni Hilmarssyni, varðstjóra hjá slökkviliðinu, á vettvangi í morgun. „Þetta er bara eldur í viðbyggingu á húsi hérna á Frakkastíg 13. Þetta var bara staðbundið hérna í horninu og við erum að klára að rjúfa klæðninguna, bæði á þakinu og á hliðinni hérna, til þess að fullvissa okkur um að við séum komnir fyrir [eldinn]. Það er bara smá glóð enn þá í timbri hérna á bakvið klæðninguna.“ Fór ekki betur en á horfðist? „Þetta hefði getað farið mjög illa ef þetta hefði fengið að krauma lengur,“ segir Finnur Hilmarsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu. Aðrir slökkviliðsmenn tóku í sama streng og þökkuðu fyrir góðar aðstæður á vettvangi. Veður var með besta móti, logn og dálítil rigning, og eldurinn kom upp í vegg sem ekki lá að næsta húsi. Fréttamaður tók myndir á vettvangi í morgun.
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Búið að slökkva í eldi í bakhúsi á Frakkastíg Eldur kom upp í viðbyggingu við hús á Frakkastíg 13 í miðbæ Reykjavíkur. Slökkvilið hefur nú lokið störfum og er að fara af vettvangi. 18. desember 2021 08:51 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira
Búið að slökkva í eldi í bakhúsi á Frakkastíg Eldur kom upp í viðbyggingu við hús á Frakkastíg 13 í miðbæ Reykjavíkur. Slökkvilið hefur nú lokið störfum og er að fara af vettvangi. 18. desember 2021 08:51