Keppandi Suður-Afríku í Ungfrú alheimi fær líflátshótanir Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 20. desember 2021 08:00 Samkeppnin Ungfrú alheimur var haldin í ísraelsku hafnarborginni Eilat þann 12. desember síðastliðinn. Lalela Mswane, fulltrúi Suður-Afríku, lenti í þriðja sæti og var hún skiljanlega hæstánægð með árangurinn. En þátttaka hennar í keppninni var ekki óumdeild í Suður-Afríku. Ríkisstjórn landsins hafði dregið til baka stuðning sinn við keppnina og Nathi Mthethwa, lista- og menningarmálaráðherra Suður-Afríku, sagði meðal annars að þátttaka Mswane „myndi hafa stórskaðlegar afleiðingar fyrir framtíð hennar“.[1] Þegar Mswane snéri aftur til Suður-Afríku þann 15. desember mætti hún ekki aðeins stuðningsfólki sínu heldur einnig hópi mótmælenda sem berjast fyrir sniðgöngu gegn Ísraelsríki. Í viðtali við fjölmiðla lýsti hún upplifun sinni af harkalegum viðbrögðum fólks sem var andsnúið þátttöku hennar. Mswane sagði að viðbrögðin hefðu verið mun verri en hún hafði gert ráð fyrir. Meðal annars fékk hún líflátshótanir sem urðu til þess að hún lá andvaka og lömuð af ótta um öryggi fjölskyldu sinnar.[2] Andstæðingar Ísraels hafa undanfarin ár notfært sér reynslu Suður-Afríkubúa af aðskilnaðarstefnunni í tilraun til að snúa þeim gegn Ísraelsríki. Þeir láta í veðri vaka að sambærileg aðskilnaðarstefna sé rekin í Ísrael. Hins vegar er auðvelt að hrekja þá staðhæfingu.[3] Það er því sérstaklega kaldhæðnislegt að suður-afrískir stjórnmálamenn sem hafa margir upplifað raunverulega aðskilnaðarstefnu skuli ekki sjá í gegn um þessa orðræðu. Stuðningfólk Mswane hefur krafist þess að Nathi Mthethwa biðjist afsökunar á framgöngu sinni. Þeirra á meðal eru samtökin SAFI (e. South African Friends of Israel) sem sögðu í yfirlýsingu sinni: „Lalela Mswane er raunverulegur málsvari þeirra milljóna Suður-Afríkubúa sem styðja hana og fagna árangri hennar. Við tökum ofan hattinn fyrir Ungfrú Suður-Afríku og þriðja efsta keppanda Miss Universe fyrir að standa sterk og þrautseig frammi fyrir hatrinu.“ Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir [1] https://www.africaninsider.com/arts-and-leisure/south-africa-pulls-plug-on-miss-universe-contender-over-palestine/ [2] https://www.thesouthafrican.com/news/breaking-miss-south-africa-lalela-mswane-death-threats/ [3] https://thjodmal.is/2021/10/05/er-adskilnadarstefna-vid-lydi-i-israel/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Samkeppnin Ungfrú alheimur var haldin í ísraelsku hafnarborginni Eilat þann 12. desember síðastliðinn. Lalela Mswane, fulltrúi Suður-Afríku, lenti í þriðja sæti og var hún skiljanlega hæstánægð með árangurinn. En þátttaka hennar í keppninni var ekki óumdeild í Suður-Afríku. Ríkisstjórn landsins hafði dregið til baka stuðning sinn við keppnina og Nathi Mthethwa, lista- og menningarmálaráðherra Suður-Afríku, sagði meðal annars að þátttaka Mswane „myndi hafa stórskaðlegar afleiðingar fyrir framtíð hennar“.[1] Þegar Mswane snéri aftur til Suður-Afríku þann 15. desember mætti hún ekki aðeins stuðningsfólki sínu heldur einnig hópi mótmælenda sem berjast fyrir sniðgöngu gegn Ísraelsríki. Í viðtali við fjölmiðla lýsti hún upplifun sinni af harkalegum viðbrögðum fólks sem var andsnúið þátttöku hennar. Mswane sagði að viðbrögðin hefðu verið mun verri en hún hafði gert ráð fyrir. Meðal annars fékk hún líflátshótanir sem urðu til þess að hún lá andvaka og lömuð af ótta um öryggi fjölskyldu sinnar.[2] Andstæðingar Ísraels hafa undanfarin ár notfært sér reynslu Suður-Afríkubúa af aðskilnaðarstefnunni í tilraun til að snúa þeim gegn Ísraelsríki. Þeir láta í veðri vaka að sambærileg aðskilnaðarstefna sé rekin í Ísrael. Hins vegar er auðvelt að hrekja þá staðhæfingu.[3] Það er því sérstaklega kaldhæðnislegt að suður-afrískir stjórnmálamenn sem hafa margir upplifað raunverulega aðskilnaðarstefnu skuli ekki sjá í gegn um þessa orðræðu. Stuðningfólk Mswane hefur krafist þess að Nathi Mthethwa biðjist afsökunar á framgöngu sinni. Þeirra á meðal eru samtökin SAFI (e. South African Friends of Israel) sem sögðu í yfirlýsingu sinni: „Lalela Mswane er raunverulegur málsvari þeirra milljóna Suður-Afríkubúa sem styðja hana og fagna árangri hennar. Við tökum ofan hattinn fyrir Ungfrú Suður-Afríku og þriðja efsta keppanda Miss Universe fyrir að standa sterk og þrautseig frammi fyrir hatrinu.“ Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir [1] https://www.africaninsider.com/arts-and-leisure/south-africa-pulls-plug-on-miss-universe-contender-over-palestine/ [2] https://www.thesouthafrican.com/news/breaking-miss-south-africa-lalela-mswane-death-threats/ [3] https://thjodmal.is/2021/10/05/er-adskilnadarstefna-vid-lydi-i-israel/
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun