Handbolti

Alfreð Gíslason framlengir hjá þýska landsliðinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alfreð Gíslason verður þjálfari þýska landsliðsins í handbolta næstu árin.
Alfreð Gíslason verður þjálfari þýska landsliðsins í handbolta næstu árin. Sascha Klahn/picture alliance via Getty Images

Handknattleiksþjálfarinn Alfreð Gíslason hefur framlengt samningi sínum við þýska karlalandsliðið í handbolta til ársins 2024.

Frá þessu er greint á heimasíðu þýska handknattleikssambandsins, en Alfreð hefur verið við þjálfun hjá liðinu síðan í febrúar á síðasta ári.

Samningur Alfreðs átti að renna út eftir Evrópumótið sem spilað verður í janúar, en nýi samningurinn gildir þar til eftir Ólympíuleikana í París 2024.

Alfreð stýrði þýska landsliðinu á HM í janúar á þessu ári þar sem liðið endaði í 12. sæti, og á Ólympíuleikunum í sumar þar sem sjötta sæti varð niðurstaðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×