Héraðsdómur staðfesti ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. desember 2021 09:34 Arnar Þór Jónsson er lögmaður fólksins. Í tilfelli einhverra er of seint að skjóta málinu til æðra dómstigs, en hann segir að það verði skoðað í tilfellum hinna sem enn eiga þess kost. Vísir/ÞÞ Héraðsdómari hefur staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis um tíu daga einangrun í tilfelli fimm einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Lögmaður fólksins segir það verða skoðað hvort farið verði með málið lengra. Um er að ræða fimm einstaklinga í sömu fjölskyldu sem létu reyna á ákvörðun sóttvarnalæknis um tíu daga einangrun fyrir dómi, líkt og heimild er fyrir í sóttvarnalögum. Fólkið var allt einkennalaust. Arnar Þór Jónsson lögmaður fór með málið fyrir hönd allra fimm. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. „Úrskurðirnir komu seint í gærkvöldi og þar er staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis í öllum þessum fimm málum,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi. Hann bætir því við að dómarinn í málunum hafi gert athugasemd við upplýsingagjöf stjórnvalda til borgaranna, en það hafi ekki verið talið duga til að ógilda einangrunarferlið. Einangrun flestra sem áttu hlut að máli rann út nú á miðnætti, og koma þeir því ekki til með að geta skotið málinu til Landsréttar, vegna skorts á lögvörðum hagsmunum. Arnar Þór segir að ræða þurfi hvort farið verði með mál hinna til Landsréttar. Arnar Þór sagðist ekki geta gefið kost á nánari viðbrögðum að svo stöddu, hann ætti eftir að skoða málið betur. Ákvarðanir um einangrun alltaf verið staðfestar Héraðsdómstólar hafa áður tekið til umfjöllunar mál sem varða einangrun einstaklinga sem greinst hafa með Covid-19. Fyrst í október árið 2020 og sömuleiðis í apríl á þessu ári. Alls hafa tíu slík mál farið fyrir héraðsdómara, og alltaf hefur ákvörðun sóttvarnalæknis verið staðfest. Þremur málanna var svo skotið til Landsréttar, sem staðfesti í öllum þremur tilvikum ákvarðanir héraðsdóms. Síðasta vor voru hins vegar kveðnir upp úrskurðir þar sem ekki var talin lagastoð fyrir reglugerðarákvæði í reglugerð heilbrigðisráðherra sem skikkaði einstaklinga til að taka út sóttkví á farsóttarhúsi við komuna til landsins. Þar var þó ekki deilt um skyldu fólks til að taka út sóttkví, heldur aðeins hvort skylt væri að gera það á þar til gerðu hóteli. Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ómíkron kalli á breytingar á einangrun Fimm hafa kært ákvörðun sóttvarnalæknis um að skikka þá í einangrun vegna Covid-19. Aðalmeðferð í málum þeirra fer fram í dag en niðurstaðan gæti orðið til þess að endurskoða þyrfti alla nálgun á sóttvarnatakmarkanir á Íslandi. 27. desember 2021 12:08 Vilja ákvarðanir um einangrun felldar úr gildi: „Það er nauðsynlegt að það sé látið á þetta reyna“ Fimm einstaklingar hafa kært ákvörðun sóttvarnarlæknis til að láta reyna á lögmæti þess að fólk sem smitað er af kórónuveirunni sé skikkað í einangrun. Aðalmeðferð í málunum fimm fer fram á morgun. 26. desember 2021 18:38 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Um er að ræða fimm einstaklinga í sömu fjölskyldu sem létu reyna á ákvörðun sóttvarnalæknis um tíu daga einangrun fyrir dómi, líkt og heimild er fyrir í sóttvarnalögum. Fólkið var allt einkennalaust. Arnar Þór Jónsson lögmaður fór með málið fyrir hönd allra fimm. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. „Úrskurðirnir komu seint í gærkvöldi og þar er staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis í öllum þessum fimm málum,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi. Hann bætir því við að dómarinn í málunum hafi gert athugasemd við upplýsingagjöf stjórnvalda til borgaranna, en það hafi ekki verið talið duga til að ógilda einangrunarferlið. Einangrun flestra sem áttu hlut að máli rann út nú á miðnætti, og koma þeir því ekki til með að geta skotið málinu til Landsréttar, vegna skorts á lögvörðum hagsmunum. Arnar Þór segir að ræða þurfi hvort farið verði með mál hinna til Landsréttar. Arnar Þór sagðist ekki geta gefið kost á nánari viðbrögðum að svo stöddu, hann ætti eftir að skoða málið betur. Ákvarðanir um einangrun alltaf verið staðfestar Héraðsdómstólar hafa áður tekið til umfjöllunar mál sem varða einangrun einstaklinga sem greinst hafa með Covid-19. Fyrst í október árið 2020 og sömuleiðis í apríl á þessu ári. Alls hafa tíu slík mál farið fyrir héraðsdómara, og alltaf hefur ákvörðun sóttvarnalæknis verið staðfest. Þremur málanna var svo skotið til Landsréttar, sem staðfesti í öllum þremur tilvikum ákvarðanir héraðsdóms. Síðasta vor voru hins vegar kveðnir upp úrskurðir þar sem ekki var talin lagastoð fyrir reglugerðarákvæði í reglugerð heilbrigðisráðherra sem skikkaði einstaklinga til að taka út sóttkví á farsóttarhúsi við komuna til landsins. Þar var þó ekki deilt um skyldu fólks til að taka út sóttkví, heldur aðeins hvort skylt væri að gera það á þar til gerðu hóteli.
Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ómíkron kalli á breytingar á einangrun Fimm hafa kært ákvörðun sóttvarnalæknis um að skikka þá í einangrun vegna Covid-19. Aðalmeðferð í málum þeirra fer fram í dag en niðurstaðan gæti orðið til þess að endurskoða þyrfti alla nálgun á sóttvarnatakmarkanir á Íslandi. 27. desember 2021 12:08 Vilja ákvarðanir um einangrun felldar úr gildi: „Það er nauðsynlegt að það sé látið á þetta reyna“ Fimm einstaklingar hafa kært ákvörðun sóttvarnarlæknis til að láta reyna á lögmæti þess að fólk sem smitað er af kórónuveirunni sé skikkað í einangrun. Aðalmeðferð í málunum fimm fer fram á morgun. 26. desember 2021 18:38 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ómíkron kalli á breytingar á einangrun Fimm hafa kært ákvörðun sóttvarnalæknis um að skikka þá í einangrun vegna Covid-19. Aðalmeðferð í málum þeirra fer fram í dag en niðurstaðan gæti orðið til þess að endurskoða þyrfti alla nálgun á sóttvarnatakmarkanir á Íslandi. 27. desember 2021 12:08
Vilja ákvarðanir um einangrun felldar úr gildi: „Það er nauðsynlegt að það sé látið á þetta reyna“ Fimm einstaklingar hafa kært ákvörðun sóttvarnarlæknis til að láta reyna á lögmæti þess að fólk sem smitað er af kórónuveirunni sé skikkað í einangrun. Aðalmeðferð í málunum fimm fer fram á morgun. 26. desember 2021 18:38