Nær allir hlutar vindmyllunar endurunnir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. janúar 2022 20:01 Alexander G. Eðvardsson er framkvæmdastjóri Hringrásar. sigurjón ólason Nær allir hlutar vindmyllunar sem sem felld var í gær verður endurunnin, en næst á dagskrá er að búta hana niður og hreinsa svæðið. Fall vindmyllunar vakti mikla athygli í gær og létu landsmenn örlög myllunar sig varða. Barátta Landhelgisgæslunnar við vindmylluna í Þykkvabæ í gær vakti mikla athygli og má segja að máltækið: Allt er þegar þrennt er hafi ekki átt við verkefnið en vindmyllan fór niður eftir sex sprengjuhleðslur og átta klukkutíma. Í dag fer fram hreinsun á svæðinu en fyrirtækið Hringrás tekur allt sem féll til jarðar í gær fer með í endurvinnslu. Þegar vindmyllan fræga er komin til Reykjavíkur sjá starfsmennirnir í Hringrás um að búta hana niður eins og verið er að gera við gáminn í myndbandinu og svo verður hún að spænum eins og við sjáum í hlíðinni hér áður en hún fer í endurvinnslu. „Hún er klippt niður enn meira hér á svæðinu og fer í endurvinnslu út í heim þegar við skipum stálinu út og þar er það endurunnið,“ sagði Alexander G. Eðvardsson, framkvæmdastjóri Hringrásar. Þannig að öll myllan er endurunnin? „Já í raun og veru en spaðarnir eru úr trefjaplasti og þeir fara í urðun.“ Hér má sjá starfsmann búta niður gám.sigurjón ólason Sprengusérfræðingar Landhelgisgæslunnar sáu um verkefnið í gær og tók gæslan um 500 þúsund fyrir, en inni í því er falinn efniskostnaður og laun. Vísir var með átta klukkutíma beina útsendingu frá vettvangi í gær sem vakti mikla athygli og ef marka má Twitter höfðu allir skoðun á myllunni. „Við erum vissulega sprengjusérfræðingar en það er ekki daglegt hjá okkur að fella svona. Þetta er flókið og krefjandi og mikið af útreikningum sem þarf til að gera þetta rétt,“ sagði Ásgeir Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni á vettvangi í gær. „Efni eins og þetta sem er í myllunni er talið besta efni sem hægt er að fá og menn borga í dag mjög hátt verð fyrir svona efni til endurvinnslu,“ sagði Alexander. Vindmyllur í Þykkvabæ Landhelgisgæslan Umhverfismál Rangárþing ytra Tengdar fréttir Vinsældir vindmyllunnar komu á óvart og mögulega efni í áramótaskaupið Stjórnarformaður félagsins sem átti vindmylluna sem féll í gær segir söknuður að myllunni. Vinsældir sprengingarinnar komu honum á óvart og bíður hann nú eftir því að sjá hvort að verkefnið rati í áramótaskaupið. 5. janúar 2022 12:15 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Barátta Landhelgisgæslunnar við vindmylluna í Þykkvabæ í gær vakti mikla athygli og má segja að máltækið: Allt er þegar þrennt er hafi ekki átt við verkefnið en vindmyllan fór niður eftir sex sprengjuhleðslur og átta klukkutíma. Í dag fer fram hreinsun á svæðinu en fyrirtækið Hringrás tekur allt sem féll til jarðar í gær fer með í endurvinnslu. Þegar vindmyllan fræga er komin til Reykjavíkur sjá starfsmennirnir í Hringrás um að búta hana niður eins og verið er að gera við gáminn í myndbandinu og svo verður hún að spænum eins og við sjáum í hlíðinni hér áður en hún fer í endurvinnslu. „Hún er klippt niður enn meira hér á svæðinu og fer í endurvinnslu út í heim þegar við skipum stálinu út og þar er það endurunnið,“ sagði Alexander G. Eðvardsson, framkvæmdastjóri Hringrásar. Þannig að öll myllan er endurunnin? „Já í raun og veru en spaðarnir eru úr trefjaplasti og þeir fara í urðun.“ Hér má sjá starfsmann búta niður gám.sigurjón ólason Sprengusérfræðingar Landhelgisgæslunnar sáu um verkefnið í gær og tók gæslan um 500 þúsund fyrir, en inni í því er falinn efniskostnaður og laun. Vísir var með átta klukkutíma beina útsendingu frá vettvangi í gær sem vakti mikla athygli og ef marka má Twitter höfðu allir skoðun á myllunni. „Við erum vissulega sprengjusérfræðingar en það er ekki daglegt hjá okkur að fella svona. Þetta er flókið og krefjandi og mikið af útreikningum sem þarf til að gera þetta rétt,“ sagði Ásgeir Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni á vettvangi í gær. „Efni eins og þetta sem er í myllunni er talið besta efni sem hægt er að fá og menn borga í dag mjög hátt verð fyrir svona efni til endurvinnslu,“ sagði Alexander.
Vindmyllur í Þykkvabæ Landhelgisgæslan Umhverfismál Rangárþing ytra Tengdar fréttir Vinsældir vindmyllunnar komu á óvart og mögulega efni í áramótaskaupið Stjórnarformaður félagsins sem átti vindmylluna sem féll í gær segir söknuður að myllunni. Vinsældir sprengingarinnar komu honum á óvart og bíður hann nú eftir því að sjá hvort að verkefnið rati í áramótaskaupið. 5. janúar 2022 12:15 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Vinsældir vindmyllunnar komu á óvart og mögulega efni í áramótaskaupið Stjórnarformaður félagsins sem átti vindmylluna sem féll í gær segir söknuður að myllunni. Vinsældir sprengingarinnar komu honum á óvart og bíður hann nú eftir því að sjá hvort að verkefnið rati í áramótaskaupið. 5. janúar 2022 12:15