Samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglu var maður handtekinn á vettvangi eldsvoðans. Í dagbókinni segir að maðurinn hafi verið í annarlegu ástandi og er grunaður um að hafa brotist inn í húsið og kveikt þar eld.
Eldurinn var minniháttar og starfsmaður slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sagði í samtali við fréttastofu í gær að eldurinn hafi ekki „náð sér á strik.“ Sökum stærðar byggingarinnar tók þó töluverðan tíma að reykræsta húsið.