Sigursteinn telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna mála Hreggviðs Jakob Bjarnar skrifar 10. janúar 2022 12:38 Sigursteinn Másson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem að í yfirlýsingum fyrirtækis Hreggviðs hafi nafn síns félags verið notað en ekki fullt nafn viðkomandi félags sem sé villandi og og skaðlegt. Sigursteinn Másson kvikmyndagerðarmaður með meiru telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna mála sem snúa að Hreggviði Jónssyni. Þetta er vegna sama nafns á tveimur óskildum fyrirtækjum: Veritas ehf og Veritas Capital en hér er um tvennt ólíkt að ræða. Sigursteinn sendi frá sér yfirlýsingu í nafni Veritas ehf nú um hádegisbil þar sem segir að allir helstu fjölmiðlar landsins hafi fjallað um það, föstudaginn 6. janúar og dagana á eftir; „að Hreggviður Jónsson stjórnarformaður Veritas hefði ákveðið að segja af sér stjórnarformennsku og segja sig sömuleiðis úr stjórnum fyrirtækja tengdum Veritas. Ástæðan var sögð ásökun um kynferðisbrot sem kom fram í hlaðvarpsþætti og áður á samfélagsmiðlum. Í tilkynningu hans sagðist hann stíga til hliðar úr stjórn Veritas og tengdra fyrirtækja til að raska ekki þeirra mikilvægu starfsemi,“ segir í yfirlýsingu Sigursteins. Sigursteinn kominn með lögmann í málið En hér stendur hnífur í kúnni því fyrirtæki sem nefnt er Veritas í yfirlýsingunni, og síðan margsinnis í fjölmiðlum, var stofnað árið 2002 og heitir réttu nafni Veritas Capital. „Veritas ehf var stofnað snemma árs 1996, sex árum áður en Veritas Capital, og var fyrsta verkefni Veritas að framleiða heimildaþættina Aðför að lögum, um hin svokölluðu Guðmundar- og Geirfinnsmál sem frumsýndir voru í Ríkissjónvarpinu vorið 1997. Bæði í fréttaflutningi sem og í yfirlýsingum aðila hefur nafn míns félags verið notað en ekki fullt nafn viðkomandi félags sem er villandi og er það tilefni þessarar yfirlýsingar,“ segir í yfirlýsingunni. Sævar Þór Jónsson lögmaður segir þetta vissulega einstakt mál, hann man ekki eftir sambærilegum málum í svipinn en nú sé verið að meta það tjón sem Sigursteinn telur sig hafa orðið fyrir vegna þessa nafnabrengls.Vísir/Vilhelm Sigursteinn hefur fengið lögmann til að reka þetta mál en það er Sævar Þór Jónsson lögmann. Hann segir þetta skrítna stöðu fyrir Sigurstein að vera í. „Þetta snýr að því að hann er í samningaviðræðum um ákveðin verkefni en í þær hafa komið babb í bát eftir þennan fréttaflutning. Það er ekki nægjanleg aðgreining á þessum fyrirtækjum,“ segir Sævar. Verið að meta tjónið Fyrir jól hófust samingaviðræður milli þessara fyrirtækja að Veritas Capital myndi leysa nafnið til sín en vegna þessarar tengingar hefur komið upp ruglingur milli þessara fyrirtækja, því oftast er bara talað um Veritas, að sögn Sævars. „Sem er allt annað félag. Og sérstaklega í tengslum við þennan fréttaflutning varðandi þetta mál þá hefur það valdið slíkum ruglingi varðandi samningaviðræður varðandi frekari verkefni. Skiljanlegt að hann vilji losna frá nafninu og um það snúast þessar samingaviðræður. Hann telur sig hafa orðið fyrir tjóni og það er verið að meta það,“ segir Sævar Þór. Höfundarréttur Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
Sigursteinn sendi frá sér yfirlýsingu í nafni Veritas ehf nú um hádegisbil þar sem segir að allir helstu fjölmiðlar landsins hafi fjallað um það, föstudaginn 6. janúar og dagana á eftir; „að Hreggviður Jónsson stjórnarformaður Veritas hefði ákveðið að segja af sér stjórnarformennsku og segja sig sömuleiðis úr stjórnum fyrirtækja tengdum Veritas. Ástæðan var sögð ásökun um kynferðisbrot sem kom fram í hlaðvarpsþætti og áður á samfélagsmiðlum. Í tilkynningu hans sagðist hann stíga til hliðar úr stjórn Veritas og tengdra fyrirtækja til að raska ekki þeirra mikilvægu starfsemi,“ segir í yfirlýsingu Sigursteins. Sigursteinn kominn með lögmann í málið En hér stendur hnífur í kúnni því fyrirtæki sem nefnt er Veritas í yfirlýsingunni, og síðan margsinnis í fjölmiðlum, var stofnað árið 2002 og heitir réttu nafni Veritas Capital. „Veritas ehf var stofnað snemma árs 1996, sex árum áður en Veritas Capital, og var fyrsta verkefni Veritas að framleiða heimildaþættina Aðför að lögum, um hin svokölluðu Guðmundar- og Geirfinnsmál sem frumsýndir voru í Ríkissjónvarpinu vorið 1997. Bæði í fréttaflutningi sem og í yfirlýsingum aðila hefur nafn míns félags verið notað en ekki fullt nafn viðkomandi félags sem er villandi og er það tilefni þessarar yfirlýsingar,“ segir í yfirlýsingunni. Sævar Þór Jónsson lögmaður segir þetta vissulega einstakt mál, hann man ekki eftir sambærilegum málum í svipinn en nú sé verið að meta það tjón sem Sigursteinn telur sig hafa orðið fyrir vegna þessa nafnabrengls.Vísir/Vilhelm Sigursteinn hefur fengið lögmann til að reka þetta mál en það er Sævar Þór Jónsson lögmann. Hann segir þetta skrítna stöðu fyrir Sigurstein að vera í. „Þetta snýr að því að hann er í samningaviðræðum um ákveðin verkefni en í þær hafa komið babb í bát eftir þennan fréttaflutning. Það er ekki nægjanleg aðgreining á þessum fyrirtækjum,“ segir Sævar. Verið að meta tjónið Fyrir jól hófust samingaviðræður milli þessara fyrirtækja að Veritas Capital myndi leysa nafnið til sín en vegna þessarar tengingar hefur komið upp ruglingur milli þessara fyrirtækja, því oftast er bara talað um Veritas, að sögn Sævars. „Sem er allt annað félag. Og sérstaklega í tengslum við þennan fréttaflutning varðandi þetta mál þá hefur það valdið slíkum ruglingi varðandi samningaviðræður varðandi frekari verkefni. Skiljanlegt að hann vilji losna frá nafninu og um það snúast þessar samingaviðræður. Hann telur sig hafa orðið fyrir tjóni og það er verið að meta það,“ segir Sævar Þór.
Höfundarréttur Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði