Sigursteinn telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna mála Hreggviðs Jakob Bjarnar skrifar 10. janúar 2022 12:38 Sigursteinn Másson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem að í yfirlýsingum fyrirtækis Hreggviðs hafi nafn síns félags verið notað en ekki fullt nafn viðkomandi félags sem sé villandi og og skaðlegt. Sigursteinn Másson kvikmyndagerðarmaður með meiru telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna mála sem snúa að Hreggviði Jónssyni. Þetta er vegna sama nafns á tveimur óskildum fyrirtækjum: Veritas ehf og Veritas Capital en hér er um tvennt ólíkt að ræða. Sigursteinn sendi frá sér yfirlýsingu í nafni Veritas ehf nú um hádegisbil þar sem segir að allir helstu fjölmiðlar landsins hafi fjallað um það, föstudaginn 6. janúar og dagana á eftir; „að Hreggviður Jónsson stjórnarformaður Veritas hefði ákveðið að segja af sér stjórnarformennsku og segja sig sömuleiðis úr stjórnum fyrirtækja tengdum Veritas. Ástæðan var sögð ásökun um kynferðisbrot sem kom fram í hlaðvarpsþætti og áður á samfélagsmiðlum. Í tilkynningu hans sagðist hann stíga til hliðar úr stjórn Veritas og tengdra fyrirtækja til að raska ekki þeirra mikilvægu starfsemi,“ segir í yfirlýsingu Sigursteins. Sigursteinn kominn með lögmann í málið En hér stendur hnífur í kúnni því fyrirtæki sem nefnt er Veritas í yfirlýsingunni, og síðan margsinnis í fjölmiðlum, var stofnað árið 2002 og heitir réttu nafni Veritas Capital. „Veritas ehf var stofnað snemma árs 1996, sex árum áður en Veritas Capital, og var fyrsta verkefni Veritas að framleiða heimildaþættina Aðför að lögum, um hin svokölluðu Guðmundar- og Geirfinnsmál sem frumsýndir voru í Ríkissjónvarpinu vorið 1997. Bæði í fréttaflutningi sem og í yfirlýsingum aðila hefur nafn míns félags verið notað en ekki fullt nafn viðkomandi félags sem er villandi og er það tilefni þessarar yfirlýsingar,“ segir í yfirlýsingunni. Sævar Þór Jónsson lögmaður segir þetta vissulega einstakt mál, hann man ekki eftir sambærilegum málum í svipinn en nú sé verið að meta það tjón sem Sigursteinn telur sig hafa orðið fyrir vegna þessa nafnabrengls.Vísir/Vilhelm Sigursteinn hefur fengið lögmann til að reka þetta mál en það er Sævar Þór Jónsson lögmann. Hann segir þetta skrítna stöðu fyrir Sigurstein að vera í. „Þetta snýr að því að hann er í samningaviðræðum um ákveðin verkefni en í þær hafa komið babb í bát eftir þennan fréttaflutning. Það er ekki nægjanleg aðgreining á þessum fyrirtækjum,“ segir Sævar. Verið að meta tjónið Fyrir jól hófust samingaviðræður milli þessara fyrirtækja að Veritas Capital myndi leysa nafnið til sín en vegna þessarar tengingar hefur komið upp ruglingur milli þessara fyrirtækja, því oftast er bara talað um Veritas, að sögn Sævars. „Sem er allt annað félag. Og sérstaklega í tengslum við þennan fréttaflutning varðandi þetta mál þá hefur það valdið slíkum ruglingi varðandi samningaviðræður varðandi frekari verkefni. Skiljanlegt að hann vilji losna frá nafninu og um það snúast þessar samingaviðræður. Hann telur sig hafa orðið fyrir tjóni og það er verið að meta það,“ segir Sævar Þór. Höfundarréttur Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Sigursteinn sendi frá sér yfirlýsingu í nafni Veritas ehf nú um hádegisbil þar sem segir að allir helstu fjölmiðlar landsins hafi fjallað um það, föstudaginn 6. janúar og dagana á eftir; „að Hreggviður Jónsson stjórnarformaður Veritas hefði ákveðið að segja af sér stjórnarformennsku og segja sig sömuleiðis úr stjórnum fyrirtækja tengdum Veritas. Ástæðan var sögð ásökun um kynferðisbrot sem kom fram í hlaðvarpsþætti og áður á samfélagsmiðlum. Í tilkynningu hans sagðist hann stíga til hliðar úr stjórn Veritas og tengdra fyrirtækja til að raska ekki þeirra mikilvægu starfsemi,“ segir í yfirlýsingu Sigursteins. Sigursteinn kominn með lögmann í málið En hér stendur hnífur í kúnni því fyrirtæki sem nefnt er Veritas í yfirlýsingunni, og síðan margsinnis í fjölmiðlum, var stofnað árið 2002 og heitir réttu nafni Veritas Capital. „Veritas ehf var stofnað snemma árs 1996, sex árum áður en Veritas Capital, og var fyrsta verkefni Veritas að framleiða heimildaþættina Aðför að lögum, um hin svokölluðu Guðmundar- og Geirfinnsmál sem frumsýndir voru í Ríkissjónvarpinu vorið 1997. Bæði í fréttaflutningi sem og í yfirlýsingum aðila hefur nafn míns félags verið notað en ekki fullt nafn viðkomandi félags sem er villandi og er það tilefni þessarar yfirlýsingar,“ segir í yfirlýsingunni. Sævar Þór Jónsson lögmaður segir þetta vissulega einstakt mál, hann man ekki eftir sambærilegum málum í svipinn en nú sé verið að meta það tjón sem Sigursteinn telur sig hafa orðið fyrir vegna þessa nafnabrengls.Vísir/Vilhelm Sigursteinn hefur fengið lögmann til að reka þetta mál en það er Sævar Þór Jónsson lögmann. Hann segir þetta skrítna stöðu fyrir Sigurstein að vera í. „Þetta snýr að því að hann er í samningaviðræðum um ákveðin verkefni en í þær hafa komið babb í bát eftir þennan fréttaflutning. Það er ekki nægjanleg aðgreining á þessum fyrirtækjum,“ segir Sævar. Verið að meta tjónið Fyrir jól hófust samingaviðræður milli þessara fyrirtækja að Veritas Capital myndi leysa nafnið til sín en vegna þessarar tengingar hefur komið upp ruglingur milli þessara fyrirtækja, því oftast er bara talað um Veritas, að sögn Sævars. „Sem er allt annað félag. Og sérstaklega í tengslum við þennan fréttaflutning varðandi þetta mál þá hefur það valdið slíkum ruglingi varðandi samningaviðræður varðandi frekari verkefni. Skiljanlegt að hann vilji losna frá nafninu og um það snúast þessar samingaviðræður. Hann telur sig hafa orðið fyrir tjóni og það er verið að meta það,“ segir Sævar Þór.
Höfundarréttur Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira