Opið bréf til Sunnulækjaskóla á Selfossi Margrét Pétursdóttir skrifar 12. janúar 2022 07:00 Kæru skólastjórnendur. Það hefur borist mér til eyrna að framundan verði nýtt námsefni fyrir 12 ára börnin í íslensku sem mun standa yfir í 8 vikur. Endilega leiðréttið og vinsamlegast svarið örfáum spurningum. Er það rétt að þið ætlið að sýna þættina Brot fyrir ungmenni í 6.bekk? Er það samkvæmt ráðum sérfræðinga eins og sálfræðinga og uppeldismenntaðra sem þið gerið það? Vitið þið að þetta efni er ekki talið vera svo ungum börnum gott áhorfsefni að Netflix í Evrópu setur 16 ára aldurstakmark eða kjósið þið að líta framhjá því? Vitið þið eitthvað um ofbeldiskúltúr? Vitið þið að þó að krakkarnir eigi að vita að þetta sé leikið efni þá fara nkl sömu viðbrögð í gang í heilanum og ef það væri það ekki þessvegna virka hryllingsyndir og spennumyndir? Vitið þið að þetta er hópnauðgunarvídjó sem ungmennin horfa á með bekkjarfélögum sínum. Ekki horfa, hlusta og sjá aðra horfa á það. Það á líka að horfa á myndband af þolanda hópnauðgunarinnar af þessari sömu nauðgun lýsa nauðguninni. Börn sem eru 12 ára eiga líka að horfa á íslenskt fólk í sjónvarpinu lýsa kerfisbundnum nauðgunum á ungum drengjum og grófu líkamlegu ofbeldi gegn börnum sem framið er af fólkinu sem á að sýna þeim umhyggju? Er það rétt að sumir foreldrar í árgangnum hafa gert athugasemdir við námsefnið en það skiptir ekki máli því íslenskuteymið nýtur stuðnings deildarstjóra og skólastjóra og að kennararnir ætla að hafa auga með þessum viðkvæmu nemendum...nemendum sem eru of viðkvæmir til þess að hlusta á stúlku gráta, öskra og biðja sér vægðar á meðan henni er hópnauðgað þegar þau eru 12 ára? Hafið þið hugmynd um börn í þessum árgang sem hafa orðið fyrir trauma og gerið þið ykkur grein fyrir áhrifum þessa áhorfs á þau? Ég bið einlæglega um umfjöllun um þetta mál og önnur þau verkefni sem valin eru til að setja á borð ungmenna í skólum landsins. Allt á sinn tíma og það er vel þess virði barnanna vegna að Barnavernd komi að þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Árborg Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Sjá meira
Kæru skólastjórnendur. Það hefur borist mér til eyrna að framundan verði nýtt námsefni fyrir 12 ára börnin í íslensku sem mun standa yfir í 8 vikur. Endilega leiðréttið og vinsamlegast svarið örfáum spurningum. Er það rétt að þið ætlið að sýna þættina Brot fyrir ungmenni í 6.bekk? Er það samkvæmt ráðum sérfræðinga eins og sálfræðinga og uppeldismenntaðra sem þið gerið það? Vitið þið að þetta efni er ekki talið vera svo ungum börnum gott áhorfsefni að Netflix í Evrópu setur 16 ára aldurstakmark eða kjósið þið að líta framhjá því? Vitið þið eitthvað um ofbeldiskúltúr? Vitið þið að þó að krakkarnir eigi að vita að þetta sé leikið efni þá fara nkl sömu viðbrögð í gang í heilanum og ef það væri það ekki þessvegna virka hryllingsyndir og spennumyndir? Vitið þið að þetta er hópnauðgunarvídjó sem ungmennin horfa á með bekkjarfélögum sínum. Ekki horfa, hlusta og sjá aðra horfa á það. Það á líka að horfa á myndband af þolanda hópnauðgunarinnar af þessari sömu nauðgun lýsa nauðguninni. Börn sem eru 12 ára eiga líka að horfa á íslenskt fólk í sjónvarpinu lýsa kerfisbundnum nauðgunum á ungum drengjum og grófu líkamlegu ofbeldi gegn börnum sem framið er af fólkinu sem á að sýna þeim umhyggju? Er það rétt að sumir foreldrar í árgangnum hafa gert athugasemdir við námsefnið en það skiptir ekki máli því íslenskuteymið nýtur stuðnings deildarstjóra og skólastjóra og að kennararnir ætla að hafa auga með þessum viðkvæmu nemendum...nemendum sem eru of viðkvæmir til þess að hlusta á stúlku gráta, öskra og biðja sér vægðar á meðan henni er hópnauðgað þegar þau eru 12 ára? Hafið þið hugmynd um börn í þessum árgang sem hafa orðið fyrir trauma og gerið þið ykkur grein fyrir áhrifum þessa áhorfs á þau? Ég bið einlæglega um umfjöllun um þetta mál og önnur þau verkefni sem valin eru til að setja á borð ungmenna í skólum landsins. Allt á sinn tíma og það er vel þess virði barnanna vegna að Barnavernd komi að þessu máli.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar