Forsvarsmenn Reykjavíkurleikanna hafa áhyggjur af hertum aðgerðum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2022 18:20 Reykjavíkurleikarnir fara meðal annars fram í Laugardalshöllinni. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurleikarnir eru á næsta leiti en íþróttahátíðin hefst þann 29. janúar næstkomandi. Undirbúningur er nú í fullum gangi en framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur hefur áhyggjur af mögulega hertum sóttvarnareglum. Í versta falli gæti þurft að fella leikana niður. Sóttvarnalæknir tilkynnti í dag að mögulega kæmi til greina að herða sóttvarnaaðgerðir fyrir helgi. Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur, segir að staðan verði að ráðast á næstu dögum Allt velti það á mögulegum reglum Þórólfs en Frímann er nokkuð vongóður í samtali við fréttastofu. „Miðað við eins og þær [sóttvarnareglurnar] eru núna þá er gerlegt að halda þessi mót. En það er vissulega smá höfuðverkur að skipuleggja það og halda utan um það, til að fylgja reglunum,“ segir Frímann Ari og bætir við að sóttvarnareglur verði í hávegum hafðar. Sem dæmi er leyfilegt að hafa áhorfendur eins og staðan er nú, en engir áhorfendur voru á leikunum í fyrra. „Þetta er nógu erfitt eins og þetta er núna“ Frímann segir einnig hjálpa til að langflestar greinar sem keppt er í eru einstaklingsgreinar. Þar sé eðli málsins samkvæmt snerting í lágmarki og þar að auki hópamyndun lítil. Þá gæti verið til skoðunar að halda viðburði í einstökum greinum, en fella aðra niður ef allt fer á versta veg. Nokkur hundruð íþróttamenn eru á leið til landsins hvaðanæva að úr heiminum til að keppa á mótinu. Einhverjir hafa hætt við vegna faraldursins en um tvö hundruð badmintonleikarar afboðuðu komu sína fyrir stuttu. Frímann segir sóttkví íslenskra íþróttamanna líklega einnig koma til með að setja strik í reikninginn. „Það er þessi fimmtíu manna takmörkun á íþróttaviðburði sem er til staðar og það er búið að plana viðburðina miðað við það - að halda sig innan þeirra marka. Ef að það fer eitthvað niður, þá er það svona mín tilfinning, að það gæti orðið mjög erfitt að gera þetta. Þetta er nógu erfitt eins og þetta er núna,“ segir Frímann Ari. Reykjavík Íþróttir barna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Sóttvarnalæknir tilkynnti í dag að mögulega kæmi til greina að herða sóttvarnaaðgerðir fyrir helgi. Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur, segir að staðan verði að ráðast á næstu dögum Allt velti það á mögulegum reglum Þórólfs en Frímann er nokkuð vongóður í samtali við fréttastofu. „Miðað við eins og þær [sóttvarnareglurnar] eru núna þá er gerlegt að halda þessi mót. En það er vissulega smá höfuðverkur að skipuleggja það og halda utan um það, til að fylgja reglunum,“ segir Frímann Ari og bætir við að sóttvarnareglur verði í hávegum hafðar. Sem dæmi er leyfilegt að hafa áhorfendur eins og staðan er nú, en engir áhorfendur voru á leikunum í fyrra. „Þetta er nógu erfitt eins og þetta er núna“ Frímann segir einnig hjálpa til að langflestar greinar sem keppt er í eru einstaklingsgreinar. Þar sé eðli málsins samkvæmt snerting í lágmarki og þar að auki hópamyndun lítil. Þá gæti verið til skoðunar að halda viðburði í einstökum greinum, en fella aðra niður ef allt fer á versta veg. Nokkur hundruð íþróttamenn eru á leið til landsins hvaðanæva að úr heiminum til að keppa á mótinu. Einhverjir hafa hætt við vegna faraldursins en um tvö hundruð badmintonleikarar afboðuðu komu sína fyrir stuttu. Frímann segir sóttkví íslenskra íþróttamanna líklega einnig koma til með að setja strik í reikninginn. „Það er þessi fimmtíu manna takmörkun á íþróttaviðburði sem er til staðar og það er búið að plana viðburðina miðað við það - að halda sig innan þeirra marka. Ef að það fer eitthvað niður, þá er það svona mín tilfinning, að það gæti orðið mjög erfitt að gera þetta. Þetta er nógu erfitt eins og þetta er núna,“ segir Frímann Ari.
Reykjavík Íþróttir barna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira