Lýsti upplifun sinni af nuddtímunum í sögulegu þinghaldi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. janúar 2022 11:03 Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson við nuddbekkinn. Fjöldi vitna var kallaður til við aðalmeðferð í sakamáli á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni í dag og í gær. Jóhannes hefur verið sakfelldur fyrir fjórar nauðganir en aðalmeðferð í fimmta málinu á hendur honum hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Jóhannes neitaði sök fyrir dómi en vildi annars lítið tjá sig og vísaði til lögregluskýrslu sem tekin var af honum vegna málsins. Þinghald í málinu var opið, sem er óvenjulegt fyrir kynferðisbrotamál. Jóhannes er ákærður fyrir nauðgun, í starfi sínu sem nuddari dagana 3. og 5. janúar 2012, á meðferðarstofu sinni í Reykjavík, með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við brotaþola, án hennar samþykkis með því að káfa á kynfærum hennar, rassi og brjóstum og setja fingur inn í leggöng hennar, henni að óvörum, þar sem hún lá léttklædd á nuddbekk. Þá segir í ákæru að hann hafi hann beitt brotaþola ólögmætri nauðung með því að misnota það traust sem hún bar til hans. Eftir að stuttum framburði Jóhannesar lauk, var meintur brotaþoli kallaður fyrir fjölskipaðan héraðsdóm, sem skipaður var tveimur héraðsdómurum og einum sérfróðum meðdómsmanni, sem er sjúkranuddari. Brotaþoli, sem er kona fædd 1991, lýsti því að hún hefði leitað til Jóhannesar eftir ráðleggingum móður sinnar, þar sem hún hefði lent í árekstri árið 2010 og slasast. Hún hefði áður verið hjá sjúkraþjálfara í um eitt ár vegna eymsla í baki, en sú meðferð hefði ekki borið árangur. Jóhannes hefði reynst móður hennar vel og því hafi hún ákveðið að leita til hans. Talaði um „lokaðan persónuleika“ Konan lýsti því að hún hafi sótt fyrsta tímann hjá Jóhannesi í ágúst árið 2011. Kvaðst hún muna vel eftir deginum, enda hefði hún flutt til Danmerkur síðar sama dag. Tíminn hafi verið eðlilegur, með tilliti til þeirra aðferða sem Jóhannes hafi beitt við að hnykkja á herðablöðum hennar, en hann hafi þó haft orð á því að hún væri stressuð og spennt og að hún væri „lokaður persónuleiki.“ Það hafi henni þótt undarlegt, auk þess sem Jóhannes hefði minnst á að honum þætti eldri systir brotaþola vera sæt. Næst sagði brotaþoli frá því að annar tíminn sem hún sótti hjá Jóhannesi hefði verið í kringum mánaðamótin nóvember/desember árið 2011, þar sem hún hefið verið stödd á landinu vegna fráfalls afa síns. Í þeim tíma hefði Jóhannes eytt mestum tímanum í að nudda rassinn á brotaþola. Brotaþoli kvaðst hafa verið í stellingu sem henni hafi þótt undarleg, og með buxurnar óþægilega langt niðri meðan á nuddinu stóð. Hún hafi hins vegar hugsað með sér að Jóhannes væri fagaðili sem vissi hvað hann væri að gera, og því ákveðið að gera ekki athugasemd við nuddið. Aftur hafi Jóhannes þá haft orð á því að brotaþoli væri „lokaður persónuleiki.“ Þriðji og fjórði tíminn voru síðan 3. og 5. janúar, en það er fyrir athæfi í þeim tímum sem Jóhannes er ákærður. Brotaþoli var staddur á Íslandi yfir jól og áramót, og móðir hennar hafði pantað tvo tíma fyrir hana hjá Jóhannesi áður en brotaþoli héldi aftur til Kaupmannahafnar, hvar hún bjó. Sjá einnig: Opið þinghald í fimmta nauðgunarmáli „meðhöndlara“ Telur ekki að um sjúkranudd hafi verið að ræða Brotaþoli lýsti því fyrir dómi að í tímanum 3. janúar hafi hún fljótlega verið lögst á magann á bekknum á meðferðarstofunni, með annan fótinn boginn undir sér og Jóhannes búinn að girða alveg niður um hana. Hann hafi nuddað rass hennar og nálægt nára, og hún hafi frosið. Því næst hafi Jóhannes spurt brotaþola hvort hún hefði prófað tantra-nudd, sem brotaþoli hafi neitað. Þá hafi Jóhannes nuddað bæði innri og ytri skapabarma hennar, og sett fingur sína grunnt inn í leggöng hennar. Því næst hafi hann beint henni að snúa sér á bakið og hann sagt að losa þyrfti um eitthvað í brjóstbeininu. Jóhannes hafi því beðið hana að liggja flata á bakinu með hendur fyrir ofan höfuð. Hann hafi byrjað að nudda handarkrikana, sem brotaþoli sagði hafa verið afar sársaukafullt, en fljótlega hafi hann farið að nudda á henni brjóstin. Brotaþoli hafði sérstaklega orð á því fyrir dóminum að um væri að ræða eitthvað sem eftir hennar bestu vitund gæti ekki talist til sjúkranudds. Þegar tímanum hafi verið lokið hafi brotaþoli klætt sig og Jóhannes hvatt hana til að „njóta flæðis í mjöðminni“ og varað hana við því að nudd af þessum toga kynni að „vekja upp gamlar tilfinningar.“ Brotaþoli hafi þá bent Jóhannesi á að hún hefði komið til hans vegna bakverkja, en eftir nuddið fyndi hún ekki mikinn mun á þeim líkamshluta. Jóhannes hafi brugðist við því með því að lofa að kíkja á bakið í næsta tíma. Brotaþoli sagði fyrir dómi að henni hafi liðið eins og einhvers konar misskilningur hefði átt sér stað í tímanum 3. janúar, og vísaði meðal annars til þess að Jóhannes hefði sagt henni að nudd sem þetta gæti losað um spennu og hjálpað til með fullnægingar. Það væri nokkuð sem þau hefðu aldrei rætt sín á milli. Þegar brotaþoli hafi síðan verið farinn af meðferðarstöðinni hafi Jóhannes sent henni smáskilaboð og ítrekað við hana að „njóta flæðis í mjöðminni“ og aftur varað við því að „gamlar tilfinningar“ gætu farið að gera vart við sig. Brotaþoli hafi ekki svarað skilaboðunum en sagt vinkonu sinni frá þeim. Langaði ekki í næsta tíma Brotaþoli sagðist þá ekki hafa viljað fara í næsta tíma. Hún hefði fyrir þriðja tímann haft miklar væntingar til þess að Jóhannes gæti hjálpað. Þá lýsti hún því að hún vissi ekki hvernig hún ætti að útskýra fyrir móður sinni af hverju hún vildi sleppa næsta tíma. Hún hafi talið sig vita að móðir hennar myndi ekki taka vel í það að hún sleppti tímanum og fékk sektarkennd yfir því að hún gæti með því eyðilegt meðferð móður sinnar. Í aðdraganda tímans 5. janúar 2012 hafi brotaþola síðan borist smáskilaboð frá Jóhannesi. Þar hafi hann spurt hvort hann mætti seinka tímanum innan dagsins, sem brotaþoli játti. Jóhannes hafi þá einnig spurt hvort hann hafi verið of grófur í síðasta tíma, en þau skilaboð taldi brotaþoli til marks um að hann áttaði sig á því að hún hefði ekki veitt samþykki fyrir því sem fram hefði farið í tímanum á undan Brotaþoli hafði þá orð á því að tíminn sem hún fór í 3. janúar hefði verið um klukkutími að lengd, en almennt væru tímar hjá Jóhannesi um hálftími að lengd. Þá sagði hún Jóhannes hafa fært síðasta tímann þannig að um væri að ræða síðasta tíma dagsins. Sjá einnig: Meðhöndlarinn sem misnotaði traust þjáðra kvenna Vildi að tíminn endaði sem fyrst Því næst lýsti brotaþoli tímanum 5. janúar 2012, og sagði hlutina hafa gerst hraðar en í tímanum tveimur dögum áður. Hún hafi verið í sömu stöðu, á maganum með annan fótinn undir sér, með buxurnar niðri og Jóhannes gerst grófari. Sagði brotaþoli að hann hefið stungið fingri inn í leggöng hennar, í þetta sinn lengra en í tímanum á undan, og nudda sníp hennar. Þetta hafi, að mati brotaþola, staðið yfir í langan tíma, á meðan hún hafi legið með lokuð augun á bekknum og vonast til þess að allt hætti þetta sem fyrst. Á einhverjum tímapunkti hafi Jóhannes síðan gerst svo harðhentur að brotaþoli hafi rekið upp óp. Þá hafi Jóhannes spurt hvort „þetta væri of mikið,“ sem brotaþoli hafi svarað játandi. Hann hafi þá snúið henni á bakið, en brotaþoli sagði að sig minnti að á þessum tímapunkti hafi hún enn verið frosin. Jóhannes hafi þá tekið af henni brjóstahaldarann sem hún klæddist og byrjað að nudda á henni brjóstin. Að tímanum loknum kvaðst brotaþoli hafa klætt sig og sagði að hún og Jóhannes hefðu áður rætt um það að hann kæmi oft til Danmerkur, þar sem brotaþoli bjó. Hann hafi minnst á það og stungið upp á því að hann myndi nudda hana einhvern tímann þegar hann væri staddur þar, en brotaþoli hafi ekki svarað þessum hugleiðingum hans. Brotaþoli lýsti því svo að þegar úr tímanum var komið hafi hún tekið eftir því að nuddtíminn hafi verið einn og hálfur tími. Tímarnir hafi ekki linað sársaukann í bakinu Fyrir dómi sagðist brotaþoli fyrst um sinn hafa talið einhvers konar vöðvafestur í rassi hafa verið ástæðu þess að Jóhannes hefði nuddað á henni rassinn. Þegar Dagmar saksóknari innti hana eftir nánari skýringum á þessu sagði hún að þetta hefði verið eitthvað sem hún teldi mögulegt, en ekki eitthvað sem Jóhannes sjálfur hefði gefið upp. Þá sagðist brotaþoli ekki vita til þess að Jóhannes hefði sérstaklega auglýst svokallað tantra-nudd, heldur hefði hún fyrst heyrt af því í tímanum 3. janúar. Brotaþoli sagðist þá ekki hafa fundið fyrir sérlega miklum verkjum í mjóbaki eða mjöðmum, heldur hafi mestu verkirnir verið í ofanverðu baki og við hægra herðablað. Hún sagði þá að tímarnir 3. og 5. janúar hefði ekki á neinn hátt hjálpað til við að lina sársaukann sem voru þess valdandi að hún leitaði upphaflega til Jóhannesar. Hins vegar hefði meðferðin í fyrri tímunum tveimur borið árangur, að hennar mati. Þá sagðist brotaþoli ekki hafa átt í neinum frekari samskiptum við Jóhannes, eftir tímann þann 5. janúar. Eins hefði móðir hennar stungið upp á því að brotaþoli fengi nudd hjá Jóhannesi þar sem hann væri á leið til Danmerkur, en hún hafi ekki haft áhuga á því. Prófaði sig áfram við að segja frá Konan kvaðst fyrst hafa sagt vinkonu sinni frá því strax eftir tímann 3. janúar að eitthvað hefði verið bogið við þær aðferðir sem Jóhannes beitti. Þá hafi hún rætt aftur við vinkonu sína eftir seinni tímann, þar sem hún hefði sagt að Jóhannes hefði aftur farið „beint í klofið.“ Dagmar saksóknari spurði brotaþola sérstaklega hvenær hún hefði opnað sig nánar um það sem hún upplifði. Kvaðst hún hafa „prófað sig áfram“ í þeim efnum, með því að segja fólki í kringum sig smá um málið, til þess að kanna viðbrögð fólks og reyna að átta sig á því hvort mögulega væri hægt að finna útskýranlega ástæðu fyrir þeim aðferðum sem Jóhannes á að hafa beitt. Þannig hafi hún sagt sambýliskonu sinni í Kaupmannahöfn frá því sem gerðist í tímanum í kring um mánaðamótin nóvember/desember, þar sem Jóhannes hefði nuddað á henni rassinn. Þá hafi vinkonuhópur komið og heimsótt hana frá Íslandi til Danmerkur árið 2013. Ein þeirra væri sjúkraþjálfari, og brotaþoli hafi sérstaklega spurt hana hvort einhver vísindi gætu hafa legið að baki því sem gerðist. Vinkonan hafi hins vegar staðfest að svo væri ekki. Brotaþoli sagði þá systur sinni frá málinu árið 2015, og lýsti því fyrir dómi að smám saman hafi hún farið að opna á reynslu sína á sama tíma og hún horfðist sjálf í augu við hana. Eins lýsti konan áhyggjum yfir því að hafa ekki gert í málinu strax, og þótti erfitt að hugsa til annarra kvenna sem mögulega hefðu upplifað það sama og hún. Þá bar móðir konunnar því við fyrir dómi að dóttir hennar hefði sagt henni frá málinu árið 2016. Sagði andlegu áhrifin mikil Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari spurði brotaþola sérstaklega um líðan hennar eftir tímana tvo í janúar 2012. Brotaþoli svaraði því að líðan hennar hafi orðið afar slæm og hún hugsað mikið um málið, og geri raunar enn í dag. Þá hafi hún glímt við kvíða og þunglyndi og tæki lyf við þeim. Eins lýsti hún því að hún hefði kennt sér meins í öxlum um langt skeið, en veigrað sér við að leita til sjúkraþjálfara, og tengdi það beint við tímana hjá Jóhannesi. Eins lýsti brotaþoli innilokunarkvíða og almennum ótta við að hafa ekki stjórn á aðstæðum og að líkami hennar brygðist henni með því að frjósa þannig að hún gæti ekki hreyft sig. Sálfræðingur sem brotaþoli leitaði til árið 2018 var eitt vitna fyrir dóminum í gær. Lýsti hún því að brotaþoli hefði leitað til hennar eftir að hafa verið greind með kvíða af heimilislækni. Hún hafi lýst óöryggi, lágu sjálfsmati, depurð, svefntruflunum og sýndi merki félagskvíða. Þegar liðið hafi á meðferðina hafi brotaþoli síðan opnað sig um meint ofbeldi Jóhannesar. Við það sagði sálfræðingurinn að púslin hefðu „raðast saman“ og í kjölfarið hafi þær saman kafað dýpra í afleiðingar brotsins. Við það hafi komið í ljós einkenni sem sálfræðingurinn sagði algeng í kjölfar kynferðisbrota. Sagði sálfræðingurinn að brotaþoli sýndi merki áfallastreitu á borð við endurupplifanir og martraðir í tengslum við ákveðna atburði sem minntu hana á meint brot. Bæði brotaþoli og sálfræðingurinn sögðu fyrir dómi að hægt væri að tengja hrakandi andlega líðan þeirrar fyrrnefndu við brotin sem undir eru í málinu. Kærði eftir að hafa séð umfjöllun í fjölmiðlum Við aðalmeðferðina í gær lýsti konan því að það hefði lengi plagað hana að hafa aldrei gert neitt í málinu. Hún hafi sagt móður sinni frá málinu árið 2016 og beðið hana um að fara ekki í fleiri tíma hjá Jóhannesi, sem móðir hennar var þegar hætt að gera. Það hafi síðan verið í október árið 2018 sem brotaþoli hafi verið stödd hér á landi í vetrarfríi, á leið að hitta systur sína. Hún hafi hins vegar fengið símtal frá móður sinni, sem bað hana um að koma við heima fyrst. Þar hafi hún sýnt dóttur sinni forsíðufrétt Fréttablaðsins, þar sem fram hafi komið að fjöldi kvenna hefði lýst brotum af hendi ónafngreinds nuddara. Móðirin velti því upp hvort þetta gæti verið Jóhannes, en brotaþoli var ekki viss um það. Hún hafi því afráðið að hringja í réttargæslumann kvennanna, sem hafði verið nefndur í fréttinni, og spyrjast fyrir um hvort nuddarinn sem fjallað var um væri Jóhannes. Sú hafi reynst raunin, og þannig hafi konan komist að því að fleiri konur hefðu sams konar sögu að segja af Jóhannesi. Í kjölfarið hafi hún ákveðið að gera það sem hún hafi alltaf viljað gera, að kæra Jóhannes. Sjá einnig: „Ég bjóst við sakfellingu“ Allt sem gerðist án samþykkis væri harðhent Verjandi Jóhannesar, Steinbergur Finnbogason, spurði sérstaklega út í það hvort brotaþoli hefði talið að um nudd hafi verið að ræða, annað hvort erótískt nudd eða meðferðarnudd. Brotaþoli sagðist ekki þekkja hvað byggi að baki slíku nuddi, en sagði að tímarnir 3. og 5. janúar hefðu lítið hjálpað sér. Hún hafi ekki áttað sig á því hvort það sem þar eigi að hafa átt sér stað hafi átt að vera örvandi, en hún hafi upplifað sársauka, sérstaklega í seinni tímanum. Þá sagði hún ekki mögulegt að fingur Jóhannesar hafi getað runnið inn í leggöng hennar, heldur hafi gagngert farið þar inn. Eins spurði Steinbergur sérstaklega út í lögregluskýrslu sem tekin var af brotaþola, þar sem hún hafi lýst nuddinu sem föstu og óþægilegu, en fyrir dómi segði hún að nuddið hefði bæði verið fast og laust. Þá sagði hann að í sínum huga væri mikill munur á erótísku nuddi, tantra-nuddi og meðferðarnuddi. Hann hefði skilið skýrsluna sem svo að upplifun brotaþola hefði verið sú að um væri að ræða meðferðarnudd þar sem gengið væri harkalega fram. Þegar Steinbergur bar þennan skilning undir brotaþola sagði brotaþola þann skilning rangan að vissu leyti. Hún hefði vissulega talið að hún væri á leið í meðferðarnudd við eymslum sínum, en Jóhannes hafi hins vegar farið að tala um tantra-nudd að fyrra bragði. Ekkert sem hann hefði gert í tímunum 3. og 5. janúar hefði verið þægilegt, heldur hafi hann verið harðhentur. Brotaþoli hafði þá sérstaklega orð á því að allt sem fólk gerði við kynfærasvæði annarra án samþykkis væri harðhent. Þá kvaðst brotaþoli ekki vita hversu lengi Jóhannes hefði snert kynfæri hennar, en hennar upplifun hafi þó verið að það hafi verið lengi. Hún skaut á að helmingi fyrri tímans, sem hafi verið um klukkustund, hafi verið varið í kynfærasvæðið. Þá taldi hún að um klukkutími af seinni tímanum, sem hafi verið einn og hálfur, hafi farið í það sama. Konan sem kærði brotin fór ekki fram á að þinghald í málinu yrði lokað til þess að hlífa hagsmunum hennar. Það gerði Jóhannes Tryggvi hins vegar. Vísaði hann til þess að opin þinghöld myndu leiða til frekari umfjöllunar fjölmiðla sem myndi reynast honum og fjölskyldu hans þungbær. Þar sem hann vildi getað kallað brotaþola úr fyrra dómsmálinu sem vitni gætu nöfn þeirra verið gerð opinber yrði þinghaldið opið. Héraðsdómari hafnaði kröfu Jóhannesar Tryggva með þeim orðum að ekkert hafi komið fram sem yrði til þess að víkja skyldi frá þeirri meginreglu að þinghald væri opið. Þau rök sem Jóhannes Tryggvi hefði lagt fram fyrir kröfunni gætu ekki ein og sér orðið til þess að fallist yrði á hana. Landsréttur staðfesti síðan þann úrskurð. Afar óvenjulegt er að þinghald í kynferðisbrotamálum sé opið, enda málaflokkurinn viðkvæmur. Ríkisútvarpið greinir frá því að þetta sé í fyrsta sinn á þessari öld sem þinghald er opið í kynferðisbrotamáli. Sagði hann aldrei hafa leitað samþykkis Dómsformaður í málinu, Ingi Tryggvason, beindi sérstaklega spurningum að brotaþola um hvort Jóhannes hefði minnst sérstaklega á kynfæranudd við brotaþola, hvort hann hefði spurt um leyfi fyrir slíku, leitað samþykkis eða útskýrt hvers vegna slíks nudds væri þörf. Brotaþoli svaraði neitandi varðandi öll þessi atriði. Hún sagði Jóhannes hafa vitað í hvaða tilgangi hún væri hjá honum og kvaðst hafa skýrt ítarlega fyrir honum þá meðferð sem hún fékk í sjúkraþjálfun, sem og þeim áverkum sem hún hlaut í árekstrinum árið 2010. Fjöldi vitna var leiddur fyrir dóminn í málinu, bæði af hálfu ákæruvalds og verjanda. Báru þeir ýmist um frásagnir brotaþola af tímunum 3. og 5. janúar 2012 eða um aðferðir Jóhannesar við nuddið og réttmæti þeirra. Skýrslutökum er nú lokið en málflutningur fer fram í dag. Áfram verður fjallað um málið hér á Vísi en niðurstöðu í málinu er að vænta á næstu vikum. Dómsmál Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Neitar að hafa snert brjóst eða kynfæri á óviðeigandi hátt Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson segist hvorki hafa komið á óviðeigandi hátt við brjóst eða kynfæri ungrar konu sem sætti meðferð hjá honum á meðferðarstofu hans árið 2012. Hann vildi lítið tjá sig fyrir dómi í morgun um ásakanir sem bornar eru á hann, umfram það sem hann hefur áður tjáð sig í skýrslutöku hjá lögreglu. 13. janúar 2022 10:25 Brotavilji Jóhannesar talinn bæði sterkur og einbeittur Landsréttur telur að brotavilji Jóhannes Tryggva Sveinbjörnssonar, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum hafi bæði verið einbeittur og sterkur. Hann hafi framið alvarleg brot gegn konunum, í skjóli trúnaðartrausts sem þær báru til hans. 8. nóvember 2021 20:03 Landsréttur dæmdi meðhöndlarann í sex ára fangelsi Landsréttur þyngdi í dag refsingu yfir Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum um eitt ár. Hann þarf því að afplána sex ára fangelsisdóm. 5. nóvember 2021 14:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Jóhannes er ákærður fyrir nauðgun, í starfi sínu sem nuddari dagana 3. og 5. janúar 2012, á meðferðarstofu sinni í Reykjavík, með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við brotaþola, án hennar samþykkis með því að káfa á kynfærum hennar, rassi og brjóstum og setja fingur inn í leggöng hennar, henni að óvörum, þar sem hún lá léttklædd á nuddbekk. Þá segir í ákæru að hann hafi hann beitt brotaþola ólögmætri nauðung með því að misnota það traust sem hún bar til hans. Eftir að stuttum framburði Jóhannesar lauk, var meintur brotaþoli kallaður fyrir fjölskipaðan héraðsdóm, sem skipaður var tveimur héraðsdómurum og einum sérfróðum meðdómsmanni, sem er sjúkranuddari. Brotaþoli, sem er kona fædd 1991, lýsti því að hún hefði leitað til Jóhannesar eftir ráðleggingum móður sinnar, þar sem hún hefði lent í árekstri árið 2010 og slasast. Hún hefði áður verið hjá sjúkraþjálfara í um eitt ár vegna eymsla í baki, en sú meðferð hefði ekki borið árangur. Jóhannes hefði reynst móður hennar vel og því hafi hún ákveðið að leita til hans. Talaði um „lokaðan persónuleika“ Konan lýsti því að hún hafi sótt fyrsta tímann hjá Jóhannesi í ágúst árið 2011. Kvaðst hún muna vel eftir deginum, enda hefði hún flutt til Danmerkur síðar sama dag. Tíminn hafi verið eðlilegur, með tilliti til þeirra aðferða sem Jóhannes hafi beitt við að hnykkja á herðablöðum hennar, en hann hafi þó haft orð á því að hún væri stressuð og spennt og að hún væri „lokaður persónuleiki.“ Það hafi henni þótt undarlegt, auk þess sem Jóhannes hefði minnst á að honum þætti eldri systir brotaþola vera sæt. Næst sagði brotaþoli frá því að annar tíminn sem hún sótti hjá Jóhannesi hefði verið í kringum mánaðamótin nóvember/desember árið 2011, þar sem hún hefið verið stödd á landinu vegna fráfalls afa síns. Í þeim tíma hefði Jóhannes eytt mestum tímanum í að nudda rassinn á brotaþola. Brotaþoli kvaðst hafa verið í stellingu sem henni hafi þótt undarleg, og með buxurnar óþægilega langt niðri meðan á nuddinu stóð. Hún hafi hins vegar hugsað með sér að Jóhannes væri fagaðili sem vissi hvað hann væri að gera, og því ákveðið að gera ekki athugasemd við nuddið. Aftur hafi Jóhannes þá haft orð á því að brotaþoli væri „lokaður persónuleiki.“ Þriðji og fjórði tíminn voru síðan 3. og 5. janúar, en það er fyrir athæfi í þeim tímum sem Jóhannes er ákærður. Brotaþoli var staddur á Íslandi yfir jól og áramót, og móðir hennar hafði pantað tvo tíma fyrir hana hjá Jóhannesi áður en brotaþoli héldi aftur til Kaupmannahafnar, hvar hún bjó. Sjá einnig: Opið þinghald í fimmta nauðgunarmáli „meðhöndlara“ Telur ekki að um sjúkranudd hafi verið að ræða Brotaþoli lýsti því fyrir dómi að í tímanum 3. janúar hafi hún fljótlega verið lögst á magann á bekknum á meðferðarstofunni, með annan fótinn boginn undir sér og Jóhannes búinn að girða alveg niður um hana. Hann hafi nuddað rass hennar og nálægt nára, og hún hafi frosið. Því næst hafi Jóhannes spurt brotaþola hvort hún hefði prófað tantra-nudd, sem brotaþoli hafi neitað. Þá hafi Jóhannes nuddað bæði innri og ytri skapabarma hennar, og sett fingur sína grunnt inn í leggöng hennar. Því næst hafi hann beint henni að snúa sér á bakið og hann sagt að losa þyrfti um eitthvað í brjóstbeininu. Jóhannes hafi því beðið hana að liggja flata á bakinu með hendur fyrir ofan höfuð. Hann hafi byrjað að nudda handarkrikana, sem brotaþoli sagði hafa verið afar sársaukafullt, en fljótlega hafi hann farið að nudda á henni brjóstin. Brotaþoli hafði sérstaklega orð á því fyrir dóminum að um væri að ræða eitthvað sem eftir hennar bestu vitund gæti ekki talist til sjúkranudds. Þegar tímanum hafi verið lokið hafi brotaþoli klætt sig og Jóhannes hvatt hana til að „njóta flæðis í mjöðminni“ og varað hana við því að nudd af þessum toga kynni að „vekja upp gamlar tilfinningar.“ Brotaþoli hafi þá bent Jóhannesi á að hún hefði komið til hans vegna bakverkja, en eftir nuddið fyndi hún ekki mikinn mun á þeim líkamshluta. Jóhannes hafi brugðist við því með því að lofa að kíkja á bakið í næsta tíma. Brotaþoli sagði fyrir dómi að henni hafi liðið eins og einhvers konar misskilningur hefði átt sér stað í tímanum 3. janúar, og vísaði meðal annars til þess að Jóhannes hefði sagt henni að nudd sem þetta gæti losað um spennu og hjálpað til með fullnægingar. Það væri nokkuð sem þau hefðu aldrei rætt sín á milli. Þegar brotaþoli hafi síðan verið farinn af meðferðarstöðinni hafi Jóhannes sent henni smáskilaboð og ítrekað við hana að „njóta flæðis í mjöðminni“ og aftur varað við því að „gamlar tilfinningar“ gætu farið að gera vart við sig. Brotaþoli hafi ekki svarað skilaboðunum en sagt vinkonu sinni frá þeim. Langaði ekki í næsta tíma Brotaþoli sagðist þá ekki hafa viljað fara í næsta tíma. Hún hefði fyrir þriðja tímann haft miklar væntingar til þess að Jóhannes gæti hjálpað. Þá lýsti hún því að hún vissi ekki hvernig hún ætti að útskýra fyrir móður sinni af hverju hún vildi sleppa næsta tíma. Hún hafi talið sig vita að móðir hennar myndi ekki taka vel í það að hún sleppti tímanum og fékk sektarkennd yfir því að hún gæti með því eyðilegt meðferð móður sinnar. Í aðdraganda tímans 5. janúar 2012 hafi brotaþola síðan borist smáskilaboð frá Jóhannesi. Þar hafi hann spurt hvort hann mætti seinka tímanum innan dagsins, sem brotaþoli játti. Jóhannes hafi þá einnig spurt hvort hann hafi verið of grófur í síðasta tíma, en þau skilaboð taldi brotaþoli til marks um að hann áttaði sig á því að hún hefði ekki veitt samþykki fyrir því sem fram hefði farið í tímanum á undan Brotaþoli hafði þá orð á því að tíminn sem hún fór í 3. janúar hefði verið um klukkutími að lengd, en almennt væru tímar hjá Jóhannesi um hálftími að lengd. Þá sagði hún Jóhannes hafa fært síðasta tímann þannig að um væri að ræða síðasta tíma dagsins. Sjá einnig: Meðhöndlarinn sem misnotaði traust þjáðra kvenna Vildi að tíminn endaði sem fyrst Því næst lýsti brotaþoli tímanum 5. janúar 2012, og sagði hlutina hafa gerst hraðar en í tímanum tveimur dögum áður. Hún hafi verið í sömu stöðu, á maganum með annan fótinn undir sér, með buxurnar niðri og Jóhannes gerst grófari. Sagði brotaþoli að hann hefið stungið fingri inn í leggöng hennar, í þetta sinn lengra en í tímanum á undan, og nudda sníp hennar. Þetta hafi, að mati brotaþola, staðið yfir í langan tíma, á meðan hún hafi legið með lokuð augun á bekknum og vonast til þess að allt hætti þetta sem fyrst. Á einhverjum tímapunkti hafi Jóhannes síðan gerst svo harðhentur að brotaþoli hafi rekið upp óp. Þá hafi Jóhannes spurt hvort „þetta væri of mikið,“ sem brotaþoli hafi svarað játandi. Hann hafi þá snúið henni á bakið, en brotaþoli sagði að sig minnti að á þessum tímapunkti hafi hún enn verið frosin. Jóhannes hafi þá tekið af henni brjóstahaldarann sem hún klæddist og byrjað að nudda á henni brjóstin. Að tímanum loknum kvaðst brotaþoli hafa klætt sig og sagði að hún og Jóhannes hefðu áður rætt um það að hann kæmi oft til Danmerkur, þar sem brotaþoli bjó. Hann hafi minnst á það og stungið upp á því að hann myndi nudda hana einhvern tímann þegar hann væri staddur þar, en brotaþoli hafi ekki svarað þessum hugleiðingum hans. Brotaþoli lýsti því svo að þegar úr tímanum var komið hafi hún tekið eftir því að nuddtíminn hafi verið einn og hálfur tími. Tímarnir hafi ekki linað sársaukann í bakinu Fyrir dómi sagðist brotaþoli fyrst um sinn hafa talið einhvers konar vöðvafestur í rassi hafa verið ástæðu þess að Jóhannes hefði nuddað á henni rassinn. Þegar Dagmar saksóknari innti hana eftir nánari skýringum á þessu sagði hún að þetta hefði verið eitthvað sem hún teldi mögulegt, en ekki eitthvað sem Jóhannes sjálfur hefði gefið upp. Þá sagðist brotaþoli ekki vita til þess að Jóhannes hefði sérstaklega auglýst svokallað tantra-nudd, heldur hefði hún fyrst heyrt af því í tímanum 3. janúar. Brotaþoli sagðist þá ekki hafa fundið fyrir sérlega miklum verkjum í mjóbaki eða mjöðmum, heldur hafi mestu verkirnir verið í ofanverðu baki og við hægra herðablað. Hún sagði þá að tímarnir 3. og 5. janúar hefði ekki á neinn hátt hjálpað til við að lina sársaukann sem voru þess valdandi að hún leitaði upphaflega til Jóhannesar. Hins vegar hefði meðferðin í fyrri tímunum tveimur borið árangur, að hennar mati. Þá sagðist brotaþoli ekki hafa átt í neinum frekari samskiptum við Jóhannes, eftir tímann þann 5. janúar. Eins hefði móðir hennar stungið upp á því að brotaþoli fengi nudd hjá Jóhannesi þar sem hann væri á leið til Danmerkur, en hún hafi ekki haft áhuga á því. Prófaði sig áfram við að segja frá Konan kvaðst fyrst hafa sagt vinkonu sinni frá því strax eftir tímann 3. janúar að eitthvað hefði verið bogið við þær aðferðir sem Jóhannes beitti. Þá hafi hún rætt aftur við vinkonu sína eftir seinni tímann, þar sem hún hefði sagt að Jóhannes hefði aftur farið „beint í klofið.“ Dagmar saksóknari spurði brotaþola sérstaklega hvenær hún hefði opnað sig nánar um það sem hún upplifði. Kvaðst hún hafa „prófað sig áfram“ í þeim efnum, með því að segja fólki í kringum sig smá um málið, til þess að kanna viðbrögð fólks og reyna að átta sig á því hvort mögulega væri hægt að finna útskýranlega ástæðu fyrir þeim aðferðum sem Jóhannes á að hafa beitt. Þannig hafi hún sagt sambýliskonu sinni í Kaupmannahöfn frá því sem gerðist í tímanum í kring um mánaðamótin nóvember/desember, þar sem Jóhannes hefði nuddað á henni rassinn. Þá hafi vinkonuhópur komið og heimsótt hana frá Íslandi til Danmerkur árið 2013. Ein þeirra væri sjúkraþjálfari, og brotaþoli hafi sérstaklega spurt hana hvort einhver vísindi gætu hafa legið að baki því sem gerðist. Vinkonan hafi hins vegar staðfest að svo væri ekki. Brotaþoli sagði þá systur sinni frá málinu árið 2015, og lýsti því fyrir dómi að smám saman hafi hún farið að opna á reynslu sína á sama tíma og hún horfðist sjálf í augu við hana. Eins lýsti konan áhyggjum yfir því að hafa ekki gert í málinu strax, og þótti erfitt að hugsa til annarra kvenna sem mögulega hefðu upplifað það sama og hún. Þá bar móðir konunnar því við fyrir dómi að dóttir hennar hefði sagt henni frá málinu árið 2016. Sagði andlegu áhrifin mikil Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari spurði brotaþola sérstaklega um líðan hennar eftir tímana tvo í janúar 2012. Brotaþoli svaraði því að líðan hennar hafi orðið afar slæm og hún hugsað mikið um málið, og geri raunar enn í dag. Þá hafi hún glímt við kvíða og þunglyndi og tæki lyf við þeim. Eins lýsti hún því að hún hefði kennt sér meins í öxlum um langt skeið, en veigrað sér við að leita til sjúkraþjálfara, og tengdi það beint við tímana hjá Jóhannesi. Eins lýsti brotaþoli innilokunarkvíða og almennum ótta við að hafa ekki stjórn á aðstæðum og að líkami hennar brygðist henni með því að frjósa þannig að hún gæti ekki hreyft sig. Sálfræðingur sem brotaþoli leitaði til árið 2018 var eitt vitna fyrir dóminum í gær. Lýsti hún því að brotaþoli hefði leitað til hennar eftir að hafa verið greind með kvíða af heimilislækni. Hún hafi lýst óöryggi, lágu sjálfsmati, depurð, svefntruflunum og sýndi merki félagskvíða. Þegar liðið hafi á meðferðina hafi brotaþoli síðan opnað sig um meint ofbeldi Jóhannesar. Við það sagði sálfræðingurinn að púslin hefðu „raðast saman“ og í kjölfarið hafi þær saman kafað dýpra í afleiðingar brotsins. Við það hafi komið í ljós einkenni sem sálfræðingurinn sagði algeng í kjölfar kynferðisbrota. Sagði sálfræðingurinn að brotaþoli sýndi merki áfallastreitu á borð við endurupplifanir og martraðir í tengslum við ákveðna atburði sem minntu hana á meint brot. Bæði brotaþoli og sálfræðingurinn sögðu fyrir dómi að hægt væri að tengja hrakandi andlega líðan þeirrar fyrrnefndu við brotin sem undir eru í málinu. Kærði eftir að hafa séð umfjöllun í fjölmiðlum Við aðalmeðferðina í gær lýsti konan því að það hefði lengi plagað hana að hafa aldrei gert neitt í málinu. Hún hafi sagt móður sinni frá málinu árið 2016 og beðið hana um að fara ekki í fleiri tíma hjá Jóhannesi, sem móðir hennar var þegar hætt að gera. Það hafi síðan verið í október árið 2018 sem brotaþoli hafi verið stödd hér á landi í vetrarfríi, á leið að hitta systur sína. Hún hafi hins vegar fengið símtal frá móður sinni, sem bað hana um að koma við heima fyrst. Þar hafi hún sýnt dóttur sinni forsíðufrétt Fréttablaðsins, þar sem fram hafi komið að fjöldi kvenna hefði lýst brotum af hendi ónafngreinds nuddara. Móðirin velti því upp hvort þetta gæti verið Jóhannes, en brotaþoli var ekki viss um það. Hún hafi því afráðið að hringja í réttargæslumann kvennanna, sem hafði verið nefndur í fréttinni, og spyrjast fyrir um hvort nuddarinn sem fjallað var um væri Jóhannes. Sú hafi reynst raunin, og þannig hafi konan komist að því að fleiri konur hefðu sams konar sögu að segja af Jóhannesi. Í kjölfarið hafi hún ákveðið að gera það sem hún hafi alltaf viljað gera, að kæra Jóhannes. Sjá einnig: „Ég bjóst við sakfellingu“ Allt sem gerðist án samþykkis væri harðhent Verjandi Jóhannesar, Steinbergur Finnbogason, spurði sérstaklega út í það hvort brotaþoli hefði talið að um nudd hafi verið að ræða, annað hvort erótískt nudd eða meðferðarnudd. Brotaþoli sagðist ekki þekkja hvað byggi að baki slíku nuddi, en sagði að tímarnir 3. og 5. janúar hefðu lítið hjálpað sér. Hún hafi ekki áttað sig á því hvort það sem þar eigi að hafa átt sér stað hafi átt að vera örvandi, en hún hafi upplifað sársauka, sérstaklega í seinni tímanum. Þá sagði hún ekki mögulegt að fingur Jóhannesar hafi getað runnið inn í leggöng hennar, heldur hafi gagngert farið þar inn. Eins spurði Steinbergur sérstaklega út í lögregluskýrslu sem tekin var af brotaþola, þar sem hún hafi lýst nuddinu sem föstu og óþægilegu, en fyrir dómi segði hún að nuddið hefði bæði verið fast og laust. Þá sagði hann að í sínum huga væri mikill munur á erótísku nuddi, tantra-nuddi og meðferðarnuddi. Hann hefði skilið skýrsluna sem svo að upplifun brotaþola hefði verið sú að um væri að ræða meðferðarnudd þar sem gengið væri harkalega fram. Þegar Steinbergur bar þennan skilning undir brotaþola sagði brotaþola þann skilning rangan að vissu leyti. Hún hefði vissulega talið að hún væri á leið í meðferðarnudd við eymslum sínum, en Jóhannes hafi hins vegar farið að tala um tantra-nudd að fyrra bragði. Ekkert sem hann hefði gert í tímunum 3. og 5. janúar hefði verið þægilegt, heldur hafi hann verið harðhentur. Brotaþoli hafði þá sérstaklega orð á því að allt sem fólk gerði við kynfærasvæði annarra án samþykkis væri harðhent. Þá kvaðst brotaþoli ekki vita hversu lengi Jóhannes hefði snert kynfæri hennar, en hennar upplifun hafi þó verið að það hafi verið lengi. Hún skaut á að helmingi fyrri tímans, sem hafi verið um klukkustund, hafi verið varið í kynfærasvæðið. Þá taldi hún að um klukkutími af seinni tímanum, sem hafi verið einn og hálfur, hafi farið í það sama. Konan sem kærði brotin fór ekki fram á að þinghald í málinu yrði lokað til þess að hlífa hagsmunum hennar. Það gerði Jóhannes Tryggvi hins vegar. Vísaði hann til þess að opin þinghöld myndu leiða til frekari umfjöllunar fjölmiðla sem myndi reynast honum og fjölskyldu hans þungbær. Þar sem hann vildi getað kallað brotaþola úr fyrra dómsmálinu sem vitni gætu nöfn þeirra verið gerð opinber yrði þinghaldið opið. Héraðsdómari hafnaði kröfu Jóhannesar Tryggva með þeim orðum að ekkert hafi komið fram sem yrði til þess að víkja skyldi frá þeirri meginreglu að þinghald væri opið. Þau rök sem Jóhannes Tryggvi hefði lagt fram fyrir kröfunni gætu ekki ein og sér orðið til þess að fallist yrði á hana. Landsréttur staðfesti síðan þann úrskurð. Afar óvenjulegt er að þinghald í kynferðisbrotamálum sé opið, enda málaflokkurinn viðkvæmur. Ríkisútvarpið greinir frá því að þetta sé í fyrsta sinn á þessari öld sem þinghald er opið í kynferðisbrotamáli. Sagði hann aldrei hafa leitað samþykkis Dómsformaður í málinu, Ingi Tryggvason, beindi sérstaklega spurningum að brotaþola um hvort Jóhannes hefði minnst sérstaklega á kynfæranudd við brotaþola, hvort hann hefði spurt um leyfi fyrir slíku, leitað samþykkis eða útskýrt hvers vegna slíks nudds væri þörf. Brotaþoli svaraði neitandi varðandi öll þessi atriði. Hún sagði Jóhannes hafa vitað í hvaða tilgangi hún væri hjá honum og kvaðst hafa skýrt ítarlega fyrir honum þá meðferð sem hún fékk í sjúkraþjálfun, sem og þeim áverkum sem hún hlaut í árekstrinum árið 2010. Fjöldi vitna var leiddur fyrir dóminn í málinu, bæði af hálfu ákæruvalds og verjanda. Báru þeir ýmist um frásagnir brotaþola af tímunum 3. og 5. janúar 2012 eða um aðferðir Jóhannesar við nuddið og réttmæti þeirra. Skýrslutökum er nú lokið en málflutningur fer fram í dag. Áfram verður fjallað um málið hér á Vísi en niðurstöðu í málinu er að vænta á næstu vikum.
Dómsmál Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Neitar að hafa snert brjóst eða kynfæri á óviðeigandi hátt Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson segist hvorki hafa komið á óviðeigandi hátt við brjóst eða kynfæri ungrar konu sem sætti meðferð hjá honum á meðferðarstofu hans árið 2012. Hann vildi lítið tjá sig fyrir dómi í morgun um ásakanir sem bornar eru á hann, umfram það sem hann hefur áður tjáð sig í skýrslutöku hjá lögreglu. 13. janúar 2022 10:25 Brotavilji Jóhannesar talinn bæði sterkur og einbeittur Landsréttur telur að brotavilji Jóhannes Tryggva Sveinbjörnssonar, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum hafi bæði verið einbeittur og sterkur. Hann hafi framið alvarleg brot gegn konunum, í skjóli trúnaðartrausts sem þær báru til hans. 8. nóvember 2021 20:03 Landsréttur dæmdi meðhöndlarann í sex ára fangelsi Landsréttur þyngdi í dag refsingu yfir Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum um eitt ár. Hann þarf því að afplána sex ára fangelsisdóm. 5. nóvember 2021 14:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Neitar að hafa snert brjóst eða kynfæri á óviðeigandi hátt Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson segist hvorki hafa komið á óviðeigandi hátt við brjóst eða kynfæri ungrar konu sem sætti meðferð hjá honum á meðferðarstofu hans árið 2012. Hann vildi lítið tjá sig fyrir dómi í morgun um ásakanir sem bornar eru á hann, umfram það sem hann hefur áður tjáð sig í skýrslutöku hjá lögreglu. 13. janúar 2022 10:25
Brotavilji Jóhannesar talinn bæði sterkur og einbeittur Landsréttur telur að brotavilji Jóhannes Tryggva Sveinbjörnssonar, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum hafi bæði verið einbeittur og sterkur. Hann hafi framið alvarleg brot gegn konunum, í skjóli trúnaðartrausts sem þær báru til hans. 8. nóvember 2021 20:03
Landsréttur dæmdi meðhöndlarann í sex ára fangelsi Landsréttur þyngdi í dag refsingu yfir Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum um eitt ár. Hann þarf því að afplána sex ára fangelsisdóm. 5. nóvember 2021 14:14