Innlent

Slökktu eld í ruslatunnu við Mýrarhúsaskóla

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Slökkviliði gekk vel að slökkva eldinn. 
Slökkviliði gekk vel að slökkva eldinn.  Vísir/Vilhelm

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í kvöld vegna elds sem kom upp í russlatunnu fyrir utan Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi. 

Slökkvistarfi er nú lokið og gekk það vel að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu. Eldurinn var bundinn við eina ruslatunnu fyrir utan skólann og gekk því hratt og vel að slökkva í honum. 

Talið er líklegt að um sé að ræða íkveikju, þar sem eldurinn hafi komið upp í ruslatunnu úti á plani, þó það sé ekki hægt að staðhæfa. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×