„Áhugaverður“ fundur kolefnis á Mars mögulega til marks um lífrænt ferli Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2022 14:01 Galegígur á Mars. Könnunarfarið Curiosity hefur verið þar frá árinu 2012. NASA/Caltech-JPL/MSSS Við greiningu sýna af yfirborði Mars fann könnunarfarið Curiosity tegund kolefnis sem gjarnan er tengt við lífræn ferli. Það á í það minnsta við hér á jörðinni en þessi tegund kolefnis getur einnig myndast við ákveðin jarðfræðileg ferli. Fundurinn gæti varpað ljósi á það hvort líf hafi fundist á Mars á árum áður en það hefur ekki verið sannað hingað til, þótt ýmsar vísbendingar um það hafi fundist. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) sagði frá fundinum fyrr í vikunni og lýsti honum sem áhugaverðum. Í grein á vef stofnunarinnar, þar sem farið er nánar út í málið en hér, segir að umrædd tegund kolefna gæti hafa orðið til í lífrænu ferli baktería. Þær bakteríur geti myndað metan sem flýtur upp í gufuhvolfið þar sem útfjólublá geislun breytir því í aðrar og flóknari sameindir sem falla aftur til jarðar og hafa nú fundist í sýnum Curiosity. Curiouser & curiouser! I found samples with unusual carbon isotopes, which are key in understanding the evolution of planets. On Earth, this is linked to life but it may still be created by geology. What does it mean on Mars? Ah, that s the great puzzle! https://t.co/xLKj8QmEL9 pic.twitter.com/L3Gf8oFctP— Curiosity Rover (@MarsCuriosity) January 18, 2022 Þá eru tvær tilgátur til viðbótar um það hvernig kolefnið myndaðist þar sem lífræn efni koma ekki við sögu. Önnur er svipuð þeirri tilgátu sem nefnd er hér að ofan, fyrir utan aðkomu lífrænna efna, og hin snýst um að kolefnið hafi endað á Mars fyrir hundruðum milljóna ára þegar sólkerfið okkar fór í gegnum þykkt gasský sem er ríkt af þeirri tegund kolefnis sem um ræðir. Tilgátur vísindamanna taka þó mið af því ferli hér á jörðinni og er ekki víst að það sama eigi við á Mars. Kolefni er sérstaklega mikilvægt allri leit að lífi á Mars. Allt líf hér á jörðinni er myndað úr kolefnum. Líf á jörðinni notar svokallað kolefni-12 við meltingu eða ljóstillífun. Kolefnið sem fannst á Mars er að mestu kolefni-12 og því þykir mögulegt að ummerki gamals lífs hafi fundist. Áhugasamir geta lesið frekar um kolefni hér á Vísindavefnum. Ein af þeim fjölmörgu holum sem Curiosity hefur gert á yfirborði Galegígs.NASA/Caltech-JPL/MSSS Einn vísindamannanna sem unnið hefur úr gögnum frá Curiosity segir allar þrjár útskýringarnar sem nefndar eru hér að ofan koma til greina. Frekari gagna sé þörf til að skera úr um af hverju kolefnið sé þarna. Ráðgátan um metan enn óleyst Vísindamenn NASA og ESA, Geimvísindastofnunar Evrópu, hafa um nokkuð skeið reynt að finna svör við því af hverju mælitæki Curiosity hafa reglulega greint metan yfir Galegígnum en gervihnöttur sem er sérstaklega hannaður til að finna metan hefur ekki séð það. Hér á jörðinni mynda örverur í maga dýra sem éta plöntur mikið metan. Því gasi er svo prumpað og ropað út í andrúmsloftið. Á Mars þykir fundur metans ekki til marks um að húsdýr eins og kýr og kindur megi finna á Mars, heldur megi mögulega finna örverur á plánetunni. Sömuleiðis gæti gasið myndast við jarðhitaferla. Sjá einnig: Ráðgátan um metan á Mars enn óleyst Curiosity lenti á Mars árið 2012 og hefur tekið fjölda sýna og rannsakað síðan þá. Á undanförnum árum hafa rannsóknir sýnt fram á að á árum áður hafi vatn fundist á yfirborði Mars og hafa vísindamenn fundið vatn neðanjarðar. Mars Geimurinn Bandaríkin Vísindi Tengdar fréttir Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 Fresta fyrsta geimskoti Artemis-áætluninnar enn og aftur Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur frestað fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar enn einu sinni. Nú stendur til að skjóta fyrstu Space Launch System (SLS) eldflauginni út í geim með Orion-geimfar, sem á að fara hring um tunglið, í mars eða apríl. 21. desember 2021 16:20 Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01 Boraði fyrstu holuna á Mars Vélmennið Perseverance boraði í morgun sína fyrstu holu á Mars. Úr holunni tók vélmennið sýni sem vísindamenn vonast til að bera ummerki fornra lífvera. 6. ágúst 2021 15:00 Nýtt háþróað vélmenni sent til Mars: Ætla að fljúga lítilli þyrlu og leita lífs Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, stefnir á að skjóta geimfari af stað til Mars í vikunni. 28. júlí 2020 11:30 Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Fundurinn gæti varpað ljósi á það hvort líf hafi fundist á Mars á árum áður en það hefur ekki verið sannað hingað til, þótt ýmsar vísbendingar um það hafi fundist. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) sagði frá fundinum fyrr í vikunni og lýsti honum sem áhugaverðum. Í grein á vef stofnunarinnar, þar sem farið er nánar út í málið en hér, segir að umrædd tegund kolefna gæti hafa orðið til í lífrænu ferli baktería. Þær bakteríur geti myndað metan sem flýtur upp í gufuhvolfið þar sem útfjólublá geislun breytir því í aðrar og flóknari sameindir sem falla aftur til jarðar og hafa nú fundist í sýnum Curiosity. Curiouser & curiouser! I found samples with unusual carbon isotopes, which are key in understanding the evolution of planets. On Earth, this is linked to life but it may still be created by geology. What does it mean on Mars? Ah, that s the great puzzle! https://t.co/xLKj8QmEL9 pic.twitter.com/L3Gf8oFctP— Curiosity Rover (@MarsCuriosity) January 18, 2022 Þá eru tvær tilgátur til viðbótar um það hvernig kolefnið myndaðist þar sem lífræn efni koma ekki við sögu. Önnur er svipuð þeirri tilgátu sem nefnd er hér að ofan, fyrir utan aðkomu lífrænna efna, og hin snýst um að kolefnið hafi endað á Mars fyrir hundruðum milljóna ára þegar sólkerfið okkar fór í gegnum þykkt gasský sem er ríkt af þeirri tegund kolefnis sem um ræðir. Tilgátur vísindamanna taka þó mið af því ferli hér á jörðinni og er ekki víst að það sama eigi við á Mars. Kolefni er sérstaklega mikilvægt allri leit að lífi á Mars. Allt líf hér á jörðinni er myndað úr kolefnum. Líf á jörðinni notar svokallað kolefni-12 við meltingu eða ljóstillífun. Kolefnið sem fannst á Mars er að mestu kolefni-12 og því þykir mögulegt að ummerki gamals lífs hafi fundist. Áhugasamir geta lesið frekar um kolefni hér á Vísindavefnum. Ein af þeim fjölmörgu holum sem Curiosity hefur gert á yfirborði Galegígs.NASA/Caltech-JPL/MSSS Einn vísindamannanna sem unnið hefur úr gögnum frá Curiosity segir allar þrjár útskýringarnar sem nefndar eru hér að ofan koma til greina. Frekari gagna sé þörf til að skera úr um af hverju kolefnið sé þarna. Ráðgátan um metan enn óleyst Vísindamenn NASA og ESA, Geimvísindastofnunar Evrópu, hafa um nokkuð skeið reynt að finna svör við því af hverju mælitæki Curiosity hafa reglulega greint metan yfir Galegígnum en gervihnöttur sem er sérstaklega hannaður til að finna metan hefur ekki séð það. Hér á jörðinni mynda örverur í maga dýra sem éta plöntur mikið metan. Því gasi er svo prumpað og ropað út í andrúmsloftið. Á Mars þykir fundur metans ekki til marks um að húsdýr eins og kýr og kindur megi finna á Mars, heldur megi mögulega finna örverur á plánetunni. Sömuleiðis gæti gasið myndast við jarðhitaferla. Sjá einnig: Ráðgátan um metan á Mars enn óleyst Curiosity lenti á Mars árið 2012 og hefur tekið fjölda sýna og rannsakað síðan þá. Á undanförnum árum hafa rannsóknir sýnt fram á að á árum áður hafi vatn fundist á yfirborði Mars og hafa vísindamenn fundið vatn neðanjarðar.
Mars Geimurinn Bandaríkin Vísindi Tengdar fréttir Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 Fresta fyrsta geimskoti Artemis-áætluninnar enn og aftur Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur frestað fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar enn einu sinni. Nú stendur til að skjóta fyrstu Space Launch System (SLS) eldflauginni út í geim með Orion-geimfar, sem á að fara hring um tunglið, í mars eða apríl. 21. desember 2021 16:20 Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01 Boraði fyrstu holuna á Mars Vélmennið Perseverance boraði í morgun sína fyrstu holu á Mars. Úr holunni tók vélmennið sýni sem vísindamenn vonast til að bera ummerki fornra lífvera. 6. ágúst 2021 15:00 Nýtt háþróað vélmenni sent til Mars: Ætla að fljúga lítilli þyrlu og leita lífs Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, stefnir á að skjóta geimfari af stað til Mars í vikunni. 28. júlí 2020 11:30 Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01
Fresta fyrsta geimskoti Artemis-áætluninnar enn og aftur Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur frestað fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar enn einu sinni. Nú stendur til að skjóta fyrstu Space Launch System (SLS) eldflauginni út í geim með Orion-geimfar, sem á að fara hring um tunglið, í mars eða apríl. 21. desember 2021 16:20
Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01
Boraði fyrstu holuna á Mars Vélmennið Perseverance boraði í morgun sína fyrstu holu á Mars. Úr holunni tók vélmennið sýni sem vísindamenn vonast til að bera ummerki fornra lífvera. 6. ágúst 2021 15:00
Nýtt háþróað vélmenni sent til Mars: Ætla að fljúga lítilli þyrlu og leita lífs Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, stefnir á að skjóta geimfari af stað til Mars í vikunni. 28. júlí 2020 11:30