Mikilvæg nýsköpun í tækni á Landspítala Adeline Tracz skrifar 19. janúar 2022 13:00 Stafræn tækni hefur breytt hefðbundinni atvinnustarfsemi um heim allan og þjóðarsjúkrahúsið Landspítali hefur tekið þátt í þeirri þróun af miklum krafti. Stafrænt umhverfi Landspítala er flókið og umfangsmikið á íslenskan mælikvarða og fjölbreytt nýsköpunarverkefni hafa sprottið upp á undanförnum árum. Nýsköpun og tækniframfarir á Landspítala krefjast hugmyndaflugs, kjarks og auðmýktar. Þverfagleg aðkoma verkfræðinga, tölvunarfræðinga, lækna og hjúkrunarfræðinga er einnig nauðsynleg til að framfarir á stórum skala raungerist. Hér verður stiklað á stóru og reynt að gefa nokkra mynd af helstu verkefnum á þessu sviði á Landspítala og hvert er stefnt. Uppbygging samþættingarlags Fyrstu skrefin í stafrænni þróunarvegferð Landspítala voru stigin fyrir fjórtán árum með uppbyggingu samþættingarlags á Heilbrigðis- og upplýsingatæknideild Landspítala (HUT). Meginhlutverk samþættingarlagsins er að tryggja áreiðanleika gagna í tölvukerfum. Lagið er nokkurs konar skeytamiðja þar sem önnur kerfi geta sótt og sent gögn og átt í hnökralausum samskiptum. Það varð snemma markmið að byggja upp sameiginlegan gagnagrunn upplýsinga og þannig tryggja að allar rannsóknarniðurstöður og sjúklingaupplýsingar séu á einum stað. Það segir sig sjálft að aragrúi skeyta þarf að geta flætt áreynslulaust milli um 70 klínískra tölvukerfa og 9.000 lækningatækja á þessum stærsta vinnustað landsins, sem hefur hátt tæknilegt flækjustig, enda með 6.000 starfsmenn, 2.000 nemendur og um 120.000 skjólstæðinga yfir árið, sem flestir þurfa fjölbreytta þjónustu á spítalanum og koma oft. Heilsugátt: Ómissandi vinnutæki Þessi fyrstu skref voru til dæmis forsenda þess að hægt væri að þróa og smíða vefgátt fyrir hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraliða. Lausnin heitir Heilsugátt. Hún keyrir ofan á samþættingarlaginu og veitir starfsfólki aðgang að upplýsingunum í rauntíma á einum stað og á skipulagðan hátt. Þar má nefna rafrænt skjáborð sem birtir rauntímayfirlit yfir sjúklinga deildarinnar, vinnuhólf sérfræðings sem birtir meðal annars rannsóknarniðurstöður fyrir lækna, biðlista og tilvísanir sem tryggir afgreiðslu tilvísana og beiðna á rafrænan og öruggan hátt, dulkóðað spjallskilaboðakerfi, sjúklingahópa sem geyma rauntímaupplýsingar um sjúklinga í eftirliti á Landspítala og tímalínu sembirtir sjúkraskrá sjúklings. Heilsugáttin er notuð um land allt af mörgum heilbrigðisstofnunum. Gervigreind þróuð í Covid-19 Í heimsfaraldri Covid-19 hafa ýmis gervigreindarreiknirit verið þróuð og bætt inn í Heilsugátt til að taka sjálfkrafa afstöðu til heilsu sjúklinga og spara óþarfa símhringingar. Einnig var tekið í notkun spálíkan sem metur sjúklingahópinn í rauntíma og lætur vita af líkum á innlögn nýgreindra einstaklinga og stöðu veikinda þeirra. Þannig geta sérfræðingar spítalans metið með nokkuð góðum fyrirvara hversu margir sjúklingar þurfi sennilega á gjörgæsluþjónustu að halda. Eining hefur sjálfvirkni ferla aukist með sendingu spurningalista í Heilsuveru úr Heilsugátt og sjálfvirkri skráningu klínísks mats út frá svörunum. Landspítalaapp fyrir sjúklinga Vorið 2020 spratt síðan upp sú hugmyndað færa gögn og upplýsingar innri kerfa nær sjúklingum og aðstandendum. Styrkur fékkst frá ráðuneyti til að þróa app sem gerir sjúklingum kleift að nálgast upplýsingar um innlögn og viti þannig ætíð hvað fram undan sé á meðan á dvölinni á spítalanum stendur. Landspítalaappið birtir mikilvægar upplýsingar í tengslum við meðferð á Landspítalanum eins og lyfjaupplýsingar, lífsmörk, rannsóknarniðurstöður, tímabókanir og stöðu biðlista og tilvísana. Appið gerir sjúklingi einnig kleift að hafa samband við starfsfólk deildarinnar. Verið er að innleiða það á spítalanum í nokkrum áföngum. Öll rafræn framfaraskref á spítala hafa snúist um að gera skráningu sjálfvirka, tæknivæða ferla, auka afköst og auka upplýsingaflæði milli sjúklinga og starfsfólks og ekki síst hjálpa við að tryggja faglega meðhöndlun sjúklinga. Margt fleira er á döfinni til að gera spítalann skilvirkari. Starfsmannaapp Haldið verður áfram að innleiða núverandi lausnir á allan spítalann og enn meiri kraftur verður lagður í að efla nýsköpun og framþróun. Þróun Landspítalaapps verður tekin lengra og fljótlega verður hægt að skoða þar þróun lífsmarka, svara spurningalistum og opna fyrir aðstandandaaðgang. Samhliða því verður þróað starfsmannaapp sem gerir starfsfólki kleift að fylgjast með sjúklingum og tryggir skjóta afgreiðslu erinda. Snjallforrit munu aðstoða sjúklinga við að rata og starfsfólki að fylgjast með tækjum. Fjarheilbrigðisþjónusta Í beinu framhaldi af Covid-19 og þeirri nýju heimsmynd sem þá hefur fæðst er eðlilegt að spyrja sig hvort heimsókn á spítala sé alltaf nauðsynleg. Er ekki hægt að leysa mörg mál í gegnum fjarheilbrigðisþjónustu? Stafrænar lausnir og snjallforrit sem fylgja með lækningatækjum munu gera kleift að vakta sjúklinga heima. Gögn eins og hjartsláttarmælingar, súrefnismettun, lífsmörk og sykursýkisgildi flæða sjálfkrafa til Landspítala og reiknirit flagga óeðlilegum gildum. Starfsfólk bregst þá við og tekur afstöðu varðandi framhaldið. Það verður sífellt auðveldara að þjálfa algóryþma eða reiknirit og spálíkön og viðamikil gervigreindarreiknirit verða fljótlega tekin í notkun og munu aðstoða heilbrigðisstarfsfólk við flókna ákvörðunartöku og til að nýta betur aðföng á Landspítala. Sýndarveruleiki Ýmis tækni sem við höfum vanist úr vísindaskáldsögum er nú að verða að veruleika, eins og notkun á sýndarveruleika og auknum veruleika (Augmented Reality) innan spítala. Læknir með aðstoð heilmyndargleraugna getur skoðað og uppfært sjúkraskrá sjúklings sem heilmynd og á sama tíma skoðað sneiðmyndir sem einnig birtast sem heilmyndir. Hann mun líka geta deilt heilmynd af sneiðmyndum með sjúklingi sem notar sambærileg vr-gleraugu. Slík tækni getur umbylt heilbrigðisþjónustu og líka nýst við kennslu. Samstarf við Evrópu Óumdeilt er að mikil verðmæti liggja í heilbrigðisupplýsingum og Íslendingum ber að vernda þær eins og kostur er. En einnig þarf að skoða hvernig þær verða best nýttar í rannsóknarskyni á Íslandi og í heiminum öllum til framþróunar á heilbrigðisþjónustu! Kerfislægur aðgangur að sjúklingaupplýsingum hér á landi hefur verið auðveldaður með uppbyggingu Heklunets sem Embætti Landlæknis hefur þróað og bráðum bætist við XROAD sem Stafrænt Ísland er að innleiða. Uppbygging European Health Innovation Hub sem gerir kleift að deila ópersónugreinanlegum heilbrigðisupplýsingum milli landa verður sömuleiðis mikilvægt skref. Ávinningurinn af öllu þessu verður margvíslegur en sérstaklega spennandi er þjálfun gervigreindarreiknirita út frá mjög stórum gagnabönkum. Þjónustur verða aðgengilegar og vottaðar af þeim löndum sem taka þátt í uppbyggingu þeirra og gera kleift að veita betri heilbrigðisþjónustu óháð staðsetningu og efnahagslegri stöðu landa. Höfundur er nýsköpunarstjóri á Heilbrigðis- og upplýsingatæknideild Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Nýsköpun Stafræn þróun Gervigreind Mest lesið Ekki hjálpa Stasí Snærós Sindradóttir Bakþankar Landlausir Seltirningar Fastir pennar Skítlegt eðli kvótakerfisins Skoðun Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hrakfallasaga Fastir pennar Rógburður stangveiðimannsins Kristinn H. Gunnarsson Skoðun Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Stafræn tækni hefur breytt hefðbundinni atvinnustarfsemi um heim allan og þjóðarsjúkrahúsið Landspítali hefur tekið þátt í þeirri þróun af miklum krafti. Stafrænt umhverfi Landspítala er flókið og umfangsmikið á íslenskan mælikvarða og fjölbreytt nýsköpunarverkefni hafa sprottið upp á undanförnum árum. Nýsköpun og tækniframfarir á Landspítala krefjast hugmyndaflugs, kjarks og auðmýktar. Þverfagleg aðkoma verkfræðinga, tölvunarfræðinga, lækna og hjúkrunarfræðinga er einnig nauðsynleg til að framfarir á stórum skala raungerist. Hér verður stiklað á stóru og reynt að gefa nokkra mynd af helstu verkefnum á þessu sviði á Landspítala og hvert er stefnt. Uppbygging samþættingarlags Fyrstu skrefin í stafrænni þróunarvegferð Landspítala voru stigin fyrir fjórtán árum með uppbyggingu samþættingarlags á Heilbrigðis- og upplýsingatæknideild Landspítala (HUT). Meginhlutverk samþættingarlagsins er að tryggja áreiðanleika gagna í tölvukerfum. Lagið er nokkurs konar skeytamiðja þar sem önnur kerfi geta sótt og sent gögn og átt í hnökralausum samskiptum. Það varð snemma markmið að byggja upp sameiginlegan gagnagrunn upplýsinga og þannig tryggja að allar rannsóknarniðurstöður og sjúklingaupplýsingar séu á einum stað. Það segir sig sjálft að aragrúi skeyta þarf að geta flætt áreynslulaust milli um 70 klínískra tölvukerfa og 9.000 lækningatækja á þessum stærsta vinnustað landsins, sem hefur hátt tæknilegt flækjustig, enda með 6.000 starfsmenn, 2.000 nemendur og um 120.000 skjólstæðinga yfir árið, sem flestir þurfa fjölbreytta þjónustu á spítalanum og koma oft. Heilsugátt: Ómissandi vinnutæki Þessi fyrstu skref voru til dæmis forsenda þess að hægt væri að þróa og smíða vefgátt fyrir hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraliða. Lausnin heitir Heilsugátt. Hún keyrir ofan á samþættingarlaginu og veitir starfsfólki aðgang að upplýsingunum í rauntíma á einum stað og á skipulagðan hátt. Þar má nefna rafrænt skjáborð sem birtir rauntímayfirlit yfir sjúklinga deildarinnar, vinnuhólf sérfræðings sem birtir meðal annars rannsóknarniðurstöður fyrir lækna, biðlista og tilvísanir sem tryggir afgreiðslu tilvísana og beiðna á rafrænan og öruggan hátt, dulkóðað spjallskilaboðakerfi, sjúklingahópa sem geyma rauntímaupplýsingar um sjúklinga í eftirliti á Landspítala og tímalínu sembirtir sjúkraskrá sjúklings. Heilsugáttin er notuð um land allt af mörgum heilbrigðisstofnunum. Gervigreind þróuð í Covid-19 Í heimsfaraldri Covid-19 hafa ýmis gervigreindarreiknirit verið þróuð og bætt inn í Heilsugátt til að taka sjálfkrafa afstöðu til heilsu sjúklinga og spara óþarfa símhringingar. Einnig var tekið í notkun spálíkan sem metur sjúklingahópinn í rauntíma og lætur vita af líkum á innlögn nýgreindra einstaklinga og stöðu veikinda þeirra. Þannig geta sérfræðingar spítalans metið með nokkuð góðum fyrirvara hversu margir sjúklingar þurfi sennilega á gjörgæsluþjónustu að halda. Eining hefur sjálfvirkni ferla aukist með sendingu spurningalista í Heilsuveru úr Heilsugátt og sjálfvirkri skráningu klínísks mats út frá svörunum. Landspítalaapp fyrir sjúklinga Vorið 2020 spratt síðan upp sú hugmyndað færa gögn og upplýsingar innri kerfa nær sjúklingum og aðstandendum. Styrkur fékkst frá ráðuneyti til að þróa app sem gerir sjúklingum kleift að nálgast upplýsingar um innlögn og viti þannig ætíð hvað fram undan sé á meðan á dvölinni á spítalanum stendur. Landspítalaappið birtir mikilvægar upplýsingar í tengslum við meðferð á Landspítalanum eins og lyfjaupplýsingar, lífsmörk, rannsóknarniðurstöður, tímabókanir og stöðu biðlista og tilvísana. Appið gerir sjúklingi einnig kleift að hafa samband við starfsfólk deildarinnar. Verið er að innleiða það á spítalanum í nokkrum áföngum. Öll rafræn framfaraskref á spítala hafa snúist um að gera skráningu sjálfvirka, tæknivæða ferla, auka afköst og auka upplýsingaflæði milli sjúklinga og starfsfólks og ekki síst hjálpa við að tryggja faglega meðhöndlun sjúklinga. Margt fleira er á döfinni til að gera spítalann skilvirkari. Starfsmannaapp Haldið verður áfram að innleiða núverandi lausnir á allan spítalann og enn meiri kraftur verður lagður í að efla nýsköpun og framþróun. Þróun Landspítalaapps verður tekin lengra og fljótlega verður hægt að skoða þar þróun lífsmarka, svara spurningalistum og opna fyrir aðstandandaaðgang. Samhliða því verður þróað starfsmannaapp sem gerir starfsfólki kleift að fylgjast með sjúklingum og tryggir skjóta afgreiðslu erinda. Snjallforrit munu aðstoða sjúklinga við að rata og starfsfólki að fylgjast með tækjum. Fjarheilbrigðisþjónusta Í beinu framhaldi af Covid-19 og þeirri nýju heimsmynd sem þá hefur fæðst er eðlilegt að spyrja sig hvort heimsókn á spítala sé alltaf nauðsynleg. Er ekki hægt að leysa mörg mál í gegnum fjarheilbrigðisþjónustu? Stafrænar lausnir og snjallforrit sem fylgja með lækningatækjum munu gera kleift að vakta sjúklinga heima. Gögn eins og hjartsláttarmælingar, súrefnismettun, lífsmörk og sykursýkisgildi flæða sjálfkrafa til Landspítala og reiknirit flagga óeðlilegum gildum. Starfsfólk bregst þá við og tekur afstöðu varðandi framhaldið. Það verður sífellt auðveldara að þjálfa algóryþma eða reiknirit og spálíkön og viðamikil gervigreindarreiknirit verða fljótlega tekin í notkun og munu aðstoða heilbrigðisstarfsfólk við flókna ákvörðunartöku og til að nýta betur aðföng á Landspítala. Sýndarveruleiki Ýmis tækni sem við höfum vanist úr vísindaskáldsögum er nú að verða að veruleika, eins og notkun á sýndarveruleika og auknum veruleika (Augmented Reality) innan spítala. Læknir með aðstoð heilmyndargleraugna getur skoðað og uppfært sjúkraskrá sjúklings sem heilmynd og á sama tíma skoðað sneiðmyndir sem einnig birtast sem heilmyndir. Hann mun líka geta deilt heilmynd af sneiðmyndum með sjúklingi sem notar sambærileg vr-gleraugu. Slík tækni getur umbylt heilbrigðisþjónustu og líka nýst við kennslu. Samstarf við Evrópu Óumdeilt er að mikil verðmæti liggja í heilbrigðisupplýsingum og Íslendingum ber að vernda þær eins og kostur er. En einnig þarf að skoða hvernig þær verða best nýttar í rannsóknarskyni á Íslandi og í heiminum öllum til framþróunar á heilbrigðisþjónustu! Kerfislægur aðgangur að sjúklingaupplýsingum hér á landi hefur verið auðveldaður með uppbyggingu Heklunets sem Embætti Landlæknis hefur þróað og bráðum bætist við XROAD sem Stafrænt Ísland er að innleiða. Uppbygging European Health Innovation Hub sem gerir kleift að deila ópersónugreinanlegum heilbrigðisupplýsingum milli landa verður sömuleiðis mikilvægt skref. Ávinningurinn af öllu þessu verður margvíslegur en sérstaklega spennandi er þjálfun gervigreindarreiknirita út frá mjög stórum gagnabönkum. Þjónustur verða aðgengilegar og vottaðar af þeim löndum sem taka þátt í uppbyggingu þeirra og gera kleift að veita betri heilbrigðisþjónustu óháð staðsetningu og efnahagslegri stöðu landa. Höfundur er nýsköpunarstjóri á Heilbrigðis- og upplýsingatæknideild Landspítala.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar