Mokgræddi á Bitcoin en fyrrverandi sat í súpunni Árni Sæberg skrifar 22. janúar 2022 00:02 Rafmyntir á borð við Bitcoin munu líklega koma til með að velta upp mörgum álitamálum á sviði skataréttar. Getty Kona hefur fengið endurákvörðun ríkisskattstjóra um hækkun tekjuskattsstofns hennar um tíu milljónir króna fellda niður af yfirskattanefnd. Ríkisskattstjóri hafði hækkað skattstofn konunnar vegna vanframtalinna tekna fyrrverandi eiginmanns hennar af sölu á rafmyntinni Bitcoin. Um var að ræða tekjur mannsins vegna gjaldáranna 2016 og 2017. Þegar ríkisskattstjóri innti manninn svara um hagnað hans af sölu rafmynta hafði hann eftirfarandi að segja: „Ég man ekki einu sinni hvar ég finn upplýsingar um kaup og sölu þannig að þið gerið bara eitthvað við mig ég redda þessu ég er á 45% bótum rúmur 100þ á mánuði haha verð fljótur að borga skattinn upp.“ Því áætlaði skattstjóri tekjur mannsins og lagði þær við skattstofn konunnar þar sem hún var tekjuhærri en maðurinn. Furðaði sig á fjármögnun útgjalda Í kvörtun konunnar til ríkisskattstjóra vegna álagningarinnar segir að hjónaband þeirra hafi verið orðið stirt árið 2017 og að þau hefðu ákveðið að skilja að borði og sæng í desember það ár. Þar segir að konan hafi ekki haft vitneskju um greiðslur til mannsins vegna Bitcoin-sölunnar en af gögnum málsins má sjá að þær greiðslur hafi fyrst borist um mitt 2016. Þá kemur þar fram að konan hafi verið burðarstólpi við fjármögnun heimilishalds þeirra hjóna og því hafi hann líklega hafið sölu Bitcoin eftir að samvistum þeirra lauk. „Hefði hann farið í ferðir erlendis og keypt sér bíl og hefði kærandi undrast hvernig hann fjármagnaði þau útgjöld,“ segir í mótmælabréfi konunnar. Með úrskurði ríkisskattstjóra um endurákvörðun var ákvörðun um hækkun skattstofns konunnar staðfest með vísan til þess að tekjur mannsins hafi verið vantaldar og að hjónin bæru enn óskipta ábyrgð á greiðslu opinberra gjalda. Samkvæmt ákvæðum laga um tekjuskatt bæri að leggja saman fjármagnstekjur hjóna og telja þær til tekna hjá því hjóna sem hefði hærri tekjur. Hafi ekki notið góðs af tekjunum Í kæru til yfirskattanefndar áréttaði konan að hún hafi ekki haft neina vitneskju um tekjur mannsins af sölu rafmynta og að þeim hafi verið haldið leyndum fyrir henni og hún því ekki notið góðs af þeim. Í úrskurði yfirskattanefndar segir að hjónin hafi enn verið sameiginlega ábyrg fyrir greiðslu opinberra gjalda fyrir gjaldárið 2016 þar sem þau skildu ekki fyrr en 2017. Var kröfu konunnar um niðurfellingu hækkunar skattstofns um tvær og hálfa milljón króna vegna framtalsársins 2017 því hafnað. Hins vegar taldi nefndin ríkisskattstjóra óheimilt að leggja tekjur hjónanna saman fyrir framtalsárið 2018 þar sem þau hefðu sannanlega slitið samvistum árið 2017. Var ákvörðun um hækkun skattstofns konunnar um tíu milljónir króna því ómerkt. Úrskurð yfirskattanefndar má lesa í heild sinni á vef nefndarinnar. Skattar og tollar Rafmyntir Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Um var að ræða tekjur mannsins vegna gjaldáranna 2016 og 2017. Þegar ríkisskattstjóri innti manninn svara um hagnað hans af sölu rafmynta hafði hann eftirfarandi að segja: „Ég man ekki einu sinni hvar ég finn upplýsingar um kaup og sölu þannig að þið gerið bara eitthvað við mig ég redda þessu ég er á 45% bótum rúmur 100þ á mánuði haha verð fljótur að borga skattinn upp.“ Því áætlaði skattstjóri tekjur mannsins og lagði þær við skattstofn konunnar þar sem hún var tekjuhærri en maðurinn. Furðaði sig á fjármögnun útgjalda Í kvörtun konunnar til ríkisskattstjóra vegna álagningarinnar segir að hjónaband þeirra hafi verið orðið stirt árið 2017 og að þau hefðu ákveðið að skilja að borði og sæng í desember það ár. Þar segir að konan hafi ekki haft vitneskju um greiðslur til mannsins vegna Bitcoin-sölunnar en af gögnum málsins má sjá að þær greiðslur hafi fyrst borist um mitt 2016. Þá kemur þar fram að konan hafi verið burðarstólpi við fjármögnun heimilishalds þeirra hjóna og því hafi hann líklega hafið sölu Bitcoin eftir að samvistum þeirra lauk. „Hefði hann farið í ferðir erlendis og keypt sér bíl og hefði kærandi undrast hvernig hann fjármagnaði þau útgjöld,“ segir í mótmælabréfi konunnar. Með úrskurði ríkisskattstjóra um endurákvörðun var ákvörðun um hækkun skattstofns konunnar staðfest með vísan til þess að tekjur mannsins hafi verið vantaldar og að hjónin bæru enn óskipta ábyrgð á greiðslu opinberra gjalda. Samkvæmt ákvæðum laga um tekjuskatt bæri að leggja saman fjármagnstekjur hjóna og telja þær til tekna hjá því hjóna sem hefði hærri tekjur. Hafi ekki notið góðs af tekjunum Í kæru til yfirskattanefndar áréttaði konan að hún hafi ekki haft neina vitneskju um tekjur mannsins af sölu rafmynta og að þeim hafi verið haldið leyndum fyrir henni og hún því ekki notið góðs af þeim. Í úrskurði yfirskattanefndar segir að hjónin hafi enn verið sameiginlega ábyrg fyrir greiðslu opinberra gjalda fyrir gjaldárið 2016 þar sem þau skildu ekki fyrr en 2017. Var kröfu konunnar um niðurfellingu hækkunar skattstofns um tvær og hálfa milljón króna vegna framtalsársins 2017 því hafnað. Hins vegar taldi nefndin ríkisskattstjóra óheimilt að leggja tekjur hjónanna saman fyrir framtalsárið 2018 þar sem þau hefðu sannanlega slitið samvistum árið 2017. Var ákvörðun um hækkun skattstofns konunnar um tíu milljónir króna því ómerkt. Úrskurð yfirskattanefndar má lesa í heild sinni á vef nefndarinnar.
Skattar og tollar Rafmyntir Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira