Maðurinn var stöðvaður á ferð sinni í Reykjavík skömmu eftir miðnætti að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Við eftirgrenslan lögreglu kom í ljós að ökumaðurinn átti að vera í einangrun vegna Covid-19, og má hann sem fyrr segir búast við kæru.
Tiltölulega fá mál voru bókuð í dagbók lögreglu frá fimm síðdegis í gær til fimm í nótt. Lögregla óskaði meðal annars eftir aðstoð vegna manns sem svaf ölvunarsvefni í miðborg Reykjavíkur.
Viðkomandi neitaði að yfirgefa húsið sjálfviljugur og þegar lögreglumenn voru að vísa honum út sparkaði hann í þá. Var hann handtekinn í kjölfarið og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Tilkynnt var um tvær líkamsárásir í Reykjavík í gær og í nótt og voru tveir handteknir vegna þeirra.