Má foreldri afþakka gagnslausa sáttameðferð Sævar Þór Jónsson skrifar 23. janúar 2022 12:01 Samkvæmt barnalögum þurfa allir foreldrar sem skilja að gangast undir sáttameðferð hjá sýslumanni í því skyni að láta á það reyna að ná sátt um málefni er varða börnin; forræði, lögheimili o.fl. Þetta gildir líka um ógifta foreldra þar sem gangast þarf undir sáttameðferð áður en mál er höfðað um forræði, lögheimili, umgengni og meðlag. Hefur rík áhersla verið lögð á þessa sáttameðferð enda talið barni fyrir bestu að foreldrar geti náð sátt um málefni þess. Sáttameðferð foreldra er skyldubundin samkvæmt lögunum og foreldrar eiga almennt ekki að geta komið sér hjá henni. Foreldrar eru þó ekki knúnir til þess að gera samning og sáttameðferð getur lokið árangurslausri. Er gert ráð fyrir að sáttamaður meti hvenær hann telur sættir fullreyndar. Ef annað foreldrið mætir ekki getur sáttamaður gefið út sáttavottorð eftir að hafa boðað tvívegis til sáttafund án árangurs. Þó hefur verið talið að foreldrar geti í vissum tilvikum afþakkað sáttameðferð ef hún er tilgangslaus. Í slíkum tilvikum hafa sáttamenn gefið út sáttavottorð um árangurslausa sáttameðferð. Í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 848/2016, höfðu foreldrar mætt á einn sáttafund en að honum loknum afþakkaði móðir frekari sáttameðferð þar sem hún taldi hana vera tilgangslausa. Málinu var ekki vísað frá dómi og hlaut efnislega meðferð á báðum dómstigum þess tíma. Þetta viðhorf virðist breytt nú ef marka má nýlega dóma Landsréttar. Í Landsréttarmálinu nr. 614/2021 höfðu foreldrarnir verið boðaðir til sáttameðferðar hjá sýslumanni en áður en sáttameðferð hófst afþakkaði móðir hana þar sem hún taldi hana gagnslausa. Enginn sáttafundur var því haldinn og virk sáttameðferð fór ekki fram. Sáttamaður gaf út sáttavottorð um árangurslausa sáttameðferð tíu dögum áður en fyrirhugaður fyrsti sáttafundur skyldi fara fram. Málinu var vísað frá í héraði og sá úrskurður kærðu til Landsréttar. Landsréttur taldi í niðurstöðu sinni að sáttamaður hefði átt að gefa föður kost á að mæta á boðaðan sáttafund til að lýsa þar afstöðu sinni áður en hann gaf sáttavottorðið út enda hafi ekkert legið fyrir um afstöðu föðurins til ágreiningsefna málsins og hugsanlegra sátta. Með þessu hafi í raun engin sáttameðferð hafist og ekki verið boðað aftur til sáttafundar. Af þessu að dæma má álykta að Landsréttur telji að sáttamaður geti ekki gefið út vottorð án þess að boða tvívegis til fundar. Af því leiðir að annað foreldri getur ekki afþakkað sáttameðferð ef viðkomandi telur hana gagnslausa líkt og raunin var í dómi Hæstaréttar frá árinu 2016. En hvað ræður úrslitum? Ef til vill er nægilegt að það efnislega skilyrði sé uppfyllt að afstaða foreldra sé komin fram í málinu. Í Landsréttarmálinu hér að ofan lá ekki fyrir afstaða föður á meðan að afstaða beggja foreldra hafði komið fram í Hæstaréttarmálinu. Um þetta er ef til vill of snemmt að álykta eða fullyrða og þarfnast nánari úrlausnar Landsréttar og eftir atvikum Hæstaréttar. Hin niðurstaðan væri aftur á móti ósveigjanleg þar sem eingöngu væri litið til formreglu um tvær boðanir án þess að líta til efnisins og aðstæðna foreldra. Hafa ber í huga að löng bið er eftir því að komast að í sáttameðferð og á meðan gerist ekkert í deilum foreldranna. Ef skýr afstaða foreldra liggur fyrir, til dæmis ef þau hafa deilt lengi og langt ber á milli í afstöðu þeirra, til hvers þarf þá að eyða tíma í sáttameðferð. Væri þá ekki nærtækara og mannlegra að hleypa þeim málum áfram til úrlausnar dómstóla og stytta þannig verulega málsmeðferðartímann. Þá er alltaf hægt að leita sátta fyrir dómi, til dæmis með liðsinni dómara. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Börn og uppeldi Dómstólar Fjölskyldumál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Samkvæmt barnalögum þurfa allir foreldrar sem skilja að gangast undir sáttameðferð hjá sýslumanni í því skyni að láta á það reyna að ná sátt um málefni er varða börnin; forræði, lögheimili o.fl. Þetta gildir líka um ógifta foreldra þar sem gangast þarf undir sáttameðferð áður en mál er höfðað um forræði, lögheimili, umgengni og meðlag. Hefur rík áhersla verið lögð á þessa sáttameðferð enda talið barni fyrir bestu að foreldrar geti náð sátt um málefni þess. Sáttameðferð foreldra er skyldubundin samkvæmt lögunum og foreldrar eiga almennt ekki að geta komið sér hjá henni. Foreldrar eru þó ekki knúnir til þess að gera samning og sáttameðferð getur lokið árangurslausri. Er gert ráð fyrir að sáttamaður meti hvenær hann telur sættir fullreyndar. Ef annað foreldrið mætir ekki getur sáttamaður gefið út sáttavottorð eftir að hafa boðað tvívegis til sáttafund án árangurs. Þó hefur verið talið að foreldrar geti í vissum tilvikum afþakkað sáttameðferð ef hún er tilgangslaus. Í slíkum tilvikum hafa sáttamenn gefið út sáttavottorð um árangurslausa sáttameðferð. Í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 848/2016, höfðu foreldrar mætt á einn sáttafund en að honum loknum afþakkaði móðir frekari sáttameðferð þar sem hún taldi hana vera tilgangslausa. Málinu var ekki vísað frá dómi og hlaut efnislega meðferð á báðum dómstigum þess tíma. Þetta viðhorf virðist breytt nú ef marka má nýlega dóma Landsréttar. Í Landsréttarmálinu nr. 614/2021 höfðu foreldrarnir verið boðaðir til sáttameðferðar hjá sýslumanni en áður en sáttameðferð hófst afþakkaði móðir hana þar sem hún taldi hana gagnslausa. Enginn sáttafundur var því haldinn og virk sáttameðferð fór ekki fram. Sáttamaður gaf út sáttavottorð um árangurslausa sáttameðferð tíu dögum áður en fyrirhugaður fyrsti sáttafundur skyldi fara fram. Málinu var vísað frá í héraði og sá úrskurður kærðu til Landsréttar. Landsréttur taldi í niðurstöðu sinni að sáttamaður hefði átt að gefa föður kost á að mæta á boðaðan sáttafund til að lýsa þar afstöðu sinni áður en hann gaf sáttavottorðið út enda hafi ekkert legið fyrir um afstöðu föðurins til ágreiningsefna málsins og hugsanlegra sátta. Með þessu hafi í raun engin sáttameðferð hafist og ekki verið boðað aftur til sáttafundar. Af þessu að dæma má álykta að Landsréttur telji að sáttamaður geti ekki gefið út vottorð án þess að boða tvívegis til fundar. Af því leiðir að annað foreldri getur ekki afþakkað sáttameðferð ef viðkomandi telur hana gagnslausa líkt og raunin var í dómi Hæstaréttar frá árinu 2016. En hvað ræður úrslitum? Ef til vill er nægilegt að það efnislega skilyrði sé uppfyllt að afstaða foreldra sé komin fram í málinu. Í Landsréttarmálinu hér að ofan lá ekki fyrir afstaða föður á meðan að afstaða beggja foreldra hafði komið fram í Hæstaréttarmálinu. Um þetta er ef til vill of snemmt að álykta eða fullyrða og þarfnast nánari úrlausnar Landsréttar og eftir atvikum Hæstaréttar. Hin niðurstaðan væri aftur á móti ósveigjanleg þar sem eingöngu væri litið til formreglu um tvær boðanir án þess að líta til efnisins og aðstæðna foreldra. Hafa ber í huga að löng bið er eftir því að komast að í sáttameðferð og á meðan gerist ekkert í deilum foreldranna. Ef skýr afstaða foreldra liggur fyrir, til dæmis ef þau hafa deilt lengi og langt ber á milli í afstöðu þeirra, til hvers þarf þá að eyða tíma í sáttameðferð. Væri þá ekki nærtækara og mannlegra að hleypa þeim málum áfram til úrlausnar dómstóla og stytta þannig verulega málsmeðferðartímann. Þá er alltaf hægt að leita sátta fyrir dómi, til dæmis með liðsinni dómara. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar