Í starfslýsingu forseta að halda stillingu yfir ósigrinum Snorri Másson skrifar 27. janúar 2022 23:01 „Ég vona nú að við förum ekki að klifra upp á þak þinghússins á svipstundu með hamar og meitil. Við eigum ekki heldur að leggja niður dönskukennslu og við eigum ekki á svipstundu að heimta handritin öll heim,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/Egill Forseti Íslands hvetur landsmenn til stillingar í úlfúð þeirri sem ýfst hefur upp í garð Dana eftir að ósigur þeirra útilokaði Íslendinga frá undanúrslitum á EM. Við eigum hvorki að steypa konungsmerkjum af þinghúsum né afnema dönskukennslu að mati Guðna. Samfélagsmiðlar hafa logað í gær og í dag af svívirðingum í garð Dana eftir að þeir klúðruðu málum gegn Frökkum. Vonbrigðin hafa opnað sár okkar nýlenduþjóðarinnar og ýmislegt verið dregið upp. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata minnti á tillögu sína um að fjarlægja merki Danakonungs af Alþingishúsinu. „Þrátt fyrir tapið í gær og hvernig þessi blessaði leikur fór eru nú sterk vinabönd milli Íslands og Danmerkur,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Nærðu að stilla þig með öllu? „Það er nú nánast bundið í starfslýsinguna.“ „Ég vona nú að við förum ekki að klifra upp á þak þinghússins á svipstundu með hamar og meitil. Við eigum ekki heldur að leggja niður dönskukennslu og við eigum ekki á svipstundu að heimta handritin öll heim,“ segir Guðni. Dönskukennsla er að sögn Guðna eftir sem áður mikilvæg, jafnvel þótt hún hafi á stundum orðið fólki að tilefni til þess að spyrja á Vísindavefnum hvort hægt sé að deyja úr leiðindum. „Verum nú bara róleg og sýnum æðruleysi og jafnaðargeð. Hvað segir nú ekki í laginu? Livet er ikke det værste man har og om lidt er kaffen klar,“ segir Guðni. Rub it in. pic.twitter.com/LSviUQvrdh— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) January 26, 2022 #emruv2022 pic.twitter.com/LyABkYlfnn— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) January 26, 2022 Besta hugmynd sem ég hef heyrt! https://t.co/0BIbjC7RYG— Óli (@8lafur) January 27, 2022 Danska kráin þarf eitthvað meira en covid lokunarstyrk til að bjarga sér eftir þetta— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) January 26, 2022 EM karla í handbolta 2022 Forseti Íslands Alþingi Danmörk Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Mikill meðbyr með glænýrri tillögu um að merki Danakonungs verði fjarlægt Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu. 26. janúar 2022 22:10 Fékk viðbjóðsleg skilaboð frá Íslendingum eftir tap Danmerkur Daninn Rasmus Boysen, sennilega helsti handboltafréttamiðlari heimsins, fékk send „viðbjóðsleg“ skilaboð frá Íslendingum og fleirum eftir tap Danmerkur gegn Frakklandi á EM í Búdapest í gær. 27. janúar 2022 11:30 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira
Samfélagsmiðlar hafa logað í gær og í dag af svívirðingum í garð Dana eftir að þeir klúðruðu málum gegn Frökkum. Vonbrigðin hafa opnað sár okkar nýlenduþjóðarinnar og ýmislegt verið dregið upp. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata minnti á tillögu sína um að fjarlægja merki Danakonungs af Alþingishúsinu. „Þrátt fyrir tapið í gær og hvernig þessi blessaði leikur fór eru nú sterk vinabönd milli Íslands og Danmerkur,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Nærðu að stilla þig með öllu? „Það er nú nánast bundið í starfslýsinguna.“ „Ég vona nú að við förum ekki að klifra upp á þak þinghússins á svipstundu með hamar og meitil. Við eigum ekki heldur að leggja niður dönskukennslu og við eigum ekki á svipstundu að heimta handritin öll heim,“ segir Guðni. Dönskukennsla er að sögn Guðna eftir sem áður mikilvæg, jafnvel þótt hún hafi á stundum orðið fólki að tilefni til þess að spyrja á Vísindavefnum hvort hægt sé að deyja úr leiðindum. „Verum nú bara róleg og sýnum æðruleysi og jafnaðargeð. Hvað segir nú ekki í laginu? Livet er ikke det værste man har og om lidt er kaffen klar,“ segir Guðni. Rub it in. pic.twitter.com/LSviUQvrdh— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) January 26, 2022 #emruv2022 pic.twitter.com/LyABkYlfnn— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) January 26, 2022 Besta hugmynd sem ég hef heyrt! https://t.co/0BIbjC7RYG— Óli (@8lafur) January 27, 2022 Danska kráin þarf eitthvað meira en covid lokunarstyrk til að bjarga sér eftir þetta— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) January 26, 2022
EM karla í handbolta 2022 Forseti Íslands Alþingi Danmörk Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Mikill meðbyr með glænýrri tillögu um að merki Danakonungs verði fjarlægt Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu. 26. janúar 2022 22:10 Fékk viðbjóðsleg skilaboð frá Íslendingum eftir tap Danmerkur Daninn Rasmus Boysen, sennilega helsti handboltafréttamiðlari heimsins, fékk send „viðbjóðsleg“ skilaboð frá Íslendingum og fleirum eftir tap Danmerkur gegn Frakklandi á EM í Búdapest í gær. 27. janúar 2022 11:30 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira
Mikill meðbyr með glænýrri tillögu um að merki Danakonungs verði fjarlægt Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu. 26. janúar 2022 22:10
Fékk viðbjóðsleg skilaboð frá Íslendingum eftir tap Danmerkur Daninn Rasmus Boysen, sennilega helsti handboltafréttamiðlari heimsins, fékk send „viðbjóðsleg“ skilaboð frá Íslendingum og fleirum eftir tap Danmerkur gegn Frakklandi á EM í Búdapest í gær. 27. janúar 2022 11:30