Innlent

Var sagt upp af Isavia vegna aldurs og fær ekki aðra vinnu

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Þorgrímur Baldursson var rafeindavirki á flugleiðsögusviði hjá Isavia.
Þorgrímur Baldursson var rafeindavirki á flugleiðsögusviði hjá Isavia. vísir/sigurjón

Raf­einda­virki sem Isavia sagði upp vegna aldurs fagnar því að kæru­nefnd jafn­réttis­mála hafi stað­fest brot fé­lagsins gegn sér. Hann myndi gjarnan vilja fá að vinna lengur en segir engan til í að ráða 68 ára gamlan mann í vinnu.

Þor­grímur Baldurs­son hafði starfað hjá Isavia um ára­bil og hugðist vinna til sjö­tugs­aldurs.

Stjórn fyrir­tækisins á­kvað þó snemma árs 2020 að færa starfs­loka­aldur 28 starfs­manna úr 70 árum í 67 vegna kórónu­veirufar­aldursins.

Þor­grímur var þá ein­mitt ný orðinn 67 ára og var tjáð um þessar breytingar af yfir­manni sínum og sagt að hann fengi þó að vinna út árið.

Þor­grímur fékk þó aldrei form­legt upp­sagnar­bréf og fór að efast um lög­mæti þessa fyrir­komu­lags og spyrja yfir­menn sína hvort honum hefði raun­veru­lega verið sagt upp vegna aldurs.

„Og það var eigin­lega alveg... Svaraði eigin­lega engum mínum spurningum um hvort ég væri hættur eða ekki eða ætti að hætta um ára­mót eða ekki,“ segir Þor­grímur.

Hann hafi því mætt til starfa fyrsta vinnu­daginn eftir ára­mót.

„Og prófa að stimpla mig inn en þá kemur bara á stimpil­klukkuna að þetta starfs­manna­númer sé ekki á skrá. Þannig að það var eigin­lega fyrsta al­menni­lega stað­festingin á því að það væri búið að segja mér upp,“ segir Þor­grímur.

Enginn hafi viljað stað­festa það við hann fyrr, „og enn síður skrif­lega“.

Kæru­nefnd jafn­réttis­mála hefur komst að þeirri niður­stöðu að Þor­grími hafi verið mis­munað vegna aldurs við upp­sögnina og hún því ó­lög­mæt.

Atvinnulífið verði að sjá verðmætin í öldruðu starfsfólki

Lög­fræðingur há Al­þýðu­sam­bandinu segir úr­skurðinn for­dæmis­gefandi og vonar að hann marki upp­hafið að breyttu við­horfi á vinnu­markaðinum.

„Að það verði viður­kennt að fólk, þó það sé komið yfir miðjan aldur að í flestum til­fellum er þetta fólk sem hefur vilja og getu til þess að vinna og er bara gríðar­lega verð­mætt fyrir at­vinnu­lífið,“ segir Hall­dór Odds­son.

Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, telur að mál Þorgríms geti haft áhrif á hina 27 sem lentu í því sama hjá Isavia fyrir tveimur árum.vísir/sigurjón

Hann segi að Al­þýðu­sam­bandið hafi barist fyrir því að fólk fái sjálft að á­kveða starfs­loka­aldur sinn. Allt of al­gengt sé að fyrir­tæki segi fólki upp um leið og það sé komið á eftir­launa­aldur en úr­skurður nefndarinnar sé sá fyrsti sem sýni svart á hvítu að það sé bannað.

Ekki hlaupið að því að fá nýtt starf

Þor­grímur vill sjálfur vinna á­fram. Hann sé full­frískur og vinnu­fær.

„Ég hef sótt um nokkrar vinnur og það hefur ekki gengið,“ segir hann.

Er erfitt að fá starf þegar maður er 67 ára?

„Já, það er ekki hlaupið í störf á þessum aldri.“

Hann hafi því neyðst til að fara á eftir­laun hjá líf­eyris­sjóði og á ekki rétt á at­vinnu­leysis­bótum. Hann snar­lækkaði því í tekjum vegna upp­sagnarinnar og mun nú með að­stoð ASÍ krefjast bóta af Isavia.

Lög­fræðingurinn Hall­dór segir að mál Þor­gríms geti þýtt að hinir 27 starfs­mennirnir sem einnig lentu í því að starfs­loka­aldur þeirra var lækkaður gætu einnig krafist bóta.

Vill engin ellitakmörk

Þor­grímur telur eftir­launa­aldurinn reyndar orðnar al­ger­lega úr­elta hug­mynd.

„Ég held að þegar þessari reglu um 67 ára eftir­launa­aldur hafi verið komið á þá hafi meðal­aldur karl­manna verið í kring um 67 ár. En hann er orðinn mikið hærri núna og menn í mikið betra and­legu og líkam­legu formi heldur en 67 ára menn fyrir segjum 30, 40 árum síðan,“ segir hann.

Réttast væri að hafa engin mörk á því hvað fólk í hefð­bundnum störfum megi vinna legni.

„Að menn séu sjálf­ráðir með það, svo framar­lega sem þeir geta skilað sinni vinnu og staðið sig í stykkinu,“ segir Þor­grímur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×