Innlent

Nafn piltsins sem lést á Laugum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kristinn Aron var nítján ára gamall þegar hann lést.
Kristinn Aron var nítján ára gamall þegar hann lést. Vísir

Ungi maðurinn sem lést af slysförum við Framhaldsskólann á Laugum hét Kristinn Aron Curtis Arnbjörnsson. 

Athöfn til minningar um Kristinn verður haldin í matsal Framhaldsskólans á Laugum föstudaginn 11. febrúar næstkomandi. Séra Þorgrímur Daníelsson sóknarprestur mun leiða athöfnina að því er fram kemur í tilkynningu á vef skólans. 

Kristinn lést af slysförum 2. febrúar síðastliðinn en hann hafði verið að renna sér í snjó í brekku við skólann með félögum sínum, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl. Kristinn var nítján ára gamall þegar hann lést. 


Tengdar fréttir

Syrgja góðan vin og félaga

Starfsfólk og nemendur Framhaldsskólans á Laugum í Þingeyjarsveit syrgja góðan vin og félaga sem lést af slysförum við skólann í gær.

Voru að renna sér í snjónum þegar slysið varð

Ungi maðurinn sem lést í slysi við Framhaldsskólann á Laugum í gær var að renna sér í snjó í brekku við skólann með félögum sínum, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl. Þónokkrir urðu vitni að slysinu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Húsavík.

Nemendur og starfsfólk harmi slegið

Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×