Ráðherrar fara í banka Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 11. febrúar 2022 19:30 Það er orðið áberandi hvað ráðherrar gera mikið af því að varpa fram yfirlýsingum án samræmis við stefnu og aðgerðir eigin ríkisstjórnar. Nú eru það bankamálin. Ólíkt mörgum hafa stóru bankarnir hagnast mikið á síðustu misserum. Eftir að nýjustu tölur birtust lýsti menningar- og viðskiptaráðherra (sem fer ekki með bankamál) því allt í einu yfir að bankarnir þyrftu að greiðan niður vexti til að létta undir með viðskiptavinum sínum, ella gæti þurft að setja bankaskattinn á aftur. Áhugavert útspil frá ráðherra ríkisstjórnar sem er nýbúin að afnema bankaskattinn og hæðast að þeim sem svo mikið sem spurðu út í framkvæmdina. Ráðherrann hlýtur að hafa verið búinn að ræða málið við ráðherra bankamála, fjármálaráðherrann, sem myndi sjá um að leggja bankaskattinn á að nýju (rétt eftir að hann sagði fráleitt að viðhalda skattinum og státaði sig ítrekað af afléttingunni). Forsætisráðherra benti svo á að ríkið ætti enn Landsbankann og meirihluta í Íslandsbanka og sagði að arðgreiðslur þaðan yrðu „nýttar í mikilvægar félagslegar aðgerðir til þess að takast á við uppbyggingu að loknum faraldri“. Samtímis tilkynnti fjármálaráðuneytið að fjármálaráðherra hefði samþykkt að selja Íslandsbanka að fullu. Forsætisráðherrann taldi lykilatriði að bankarnir sýni almenningi svigrúm og skilning: „Ég held að það sé mjög mikilvægt að bankarnir taki þátt í því verkefni með okkur að komast út úr faraldrinum og sýni sínum viðskiptamönnum þetta svigrúm“. Þegar fréttamaður Ríkisútvarpsins spurði hvernig það yrði tryggt svaraði ráðherrann því til að viðskiptaráðherrann (sá sem ekki fer með bankamál) hefði sagst ætla að eiga samtal við forsvarsmenn bankanna. Þegar ríkið endurheimti bankana auk gríðarhárra greiðslna frá slitabúunum gerðist það ekki með því að spyrja vogunarsjóðina einfaldlega hvort það hljómaði ekki vel að sýna ábyrgð og styðja uppbyggingu efnahagslífsins eftir mikið áfall. Það gerðist með pólitískri sýn, ákvarðanatöku og framkvæmdum. Á þeim tíma nýtti ég hvert tækifæri til að minna á að yfirtaka bankanna væri bara fyrri hlutinn. Næst þyrfti að nýta þá einstöku stöðu sem þannig skapaðist til að endurskipuleggja og laga fjármálakerfið svo það myndi þjóna íslenskum almenningi og fyrirtækjum betur. Fyrir kosningarnar 2017 lagði Miðflokkurinn fram heildaráætlun um endurskipulagningu fjármálakerfisins. Ríkisstjórnin fór í þveröfuga átt. Stærsta bankanum var skilað til vogunarsjóðanna (sem biðu ekki lengi með að útdeila arði) og svo ráðist í að selja Íslandsbanka. Það var gert án þess að nýta fyrst tækifærið til að endurbæta fjármálakerfið. Ekki var tekið í mál að veita almenningi beina aðkomu að bankakerfinu með því að afhenda öllum landsmönnum til jafns hlut í Íslandsbanka. Það eitt hefði haft meiri áhrif til að bæta kjör almennings en spjall um samfélagslega ábyrgð. Bankarnir gætu þó brugðist við. Þeir gætu tekið ráðherra ríkisstjórnarinnar sér til fyrirmyndar og sagt eitthvað sem þeir telja að fólk vilji heyra án þess að þurfa nokkurn tímann að standa við það. Höfundur er formaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Það er orðið áberandi hvað ráðherrar gera mikið af því að varpa fram yfirlýsingum án samræmis við stefnu og aðgerðir eigin ríkisstjórnar. Nú eru það bankamálin. Ólíkt mörgum hafa stóru bankarnir hagnast mikið á síðustu misserum. Eftir að nýjustu tölur birtust lýsti menningar- og viðskiptaráðherra (sem fer ekki með bankamál) því allt í einu yfir að bankarnir þyrftu að greiðan niður vexti til að létta undir með viðskiptavinum sínum, ella gæti þurft að setja bankaskattinn á aftur. Áhugavert útspil frá ráðherra ríkisstjórnar sem er nýbúin að afnema bankaskattinn og hæðast að þeim sem svo mikið sem spurðu út í framkvæmdina. Ráðherrann hlýtur að hafa verið búinn að ræða málið við ráðherra bankamála, fjármálaráðherrann, sem myndi sjá um að leggja bankaskattinn á að nýju (rétt eftir að hann sagði fráleitt að viðhalda skattinum og státaði sig ítrekað af afléttingunni). Forsætisráðherra benti svo á að ríkið ætti enn Landsbankann og meirihluta í Íslandsbanka og sagði að arðgreiðslur þaðan yrðu „nýttar í mikilvægar félagslegar aðgerðir til þess að takast á við uppbyggingu að loknum faraldri“. Samtímis tilkynnti fjármálaráðuneytið að fjármálaráðherra hefði samþykkt að selja Íslandsbanka að fullu. Forsætisráðherrann taldi lykilatriði að bankarnir sýni almenningi svigrúm og skilning: „Ég held að það sé mjög mikilvægt að bankarnir taki þátt í því verkefni með okkur að komast út úr faraldrinum og sýni sínum viðskiptamönnum þetta svigrúm“. Þegar fréttamaður Ríkisútvarpsins spurði hvernig það yrði tryggt svaraði ráðherrann því til að viðskiptaráðherrann (sá sem ekki fer með bankamál) hefði sagst ætla að eiga samtal við forsvarsmenn bankanna. Þegar ríkið endurheimti bankana auk gríðarhárra greiðslna frá slitabúunum gerðist það ekki með því að spyrja vogunarsjóðina einfaldlega hvort það hljómaði ekki vel að sýna ábyrgð og styðja uppbyggingu efnahagslífsins eftir mikið áfall. Það gerðist með pólitískri sýn, ákvarðanatöku og framkvæmdum. Á þeim tíma nýtti ég hvert tækifæri til að minna á að yfirtaka bankanna væri bara fyrri hlutinn. Næst þyrfti að nýta þá einstöku stöðu sem þannig skapaðist til að endurskipuleggja og laga fjármálakerfið svo það myndi þjóna íslenskum almenningi og fyrirtækjum betur. Fyrir kosningarnar 2017 lagði Miðflokkurinn fram heildaráætlun um endurskipulagningu fjármálakerfisins. Ríkisstjórnin fór í þveröfuga átt. Stærsta bankanum var skilað til vogunarsjóðanna (sem biðu ekki lengi með að útdeila arði) og svo ráðist í að selja Íslandsbanka. Það var gert án þess að nýta fyrst tækifærið til að endurbæta fjármálakerfið. Ekki var tekið í mál að veita almenningi beina aðkomu að bankakerfinu með því að afhenda öllum landsmönnum til jafns hlut í Íslandsbanka. Það eitt hefði haft meiri áhrif til að bæta kjör almennings en spjall um samfélagslega ábyrgð. Bankarnir gætu þó brugðist við. Þeir gætu tekið ráðherra ríkisstjórnarinnar sér til fyrirmyndar og sagt eitthvað sem þeir telja að fólk vilji heyra án þess að þurfa nokkurn tímann að standa við það. Höfundur er formaður Miðflokksins.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun