Mögnuð tækni misnotuð: Byssur þrívíddarprentaðar á Íslandi Snorri Másson skrifar 14. febrúar 2022 19:57 Hingað til hefur íslenska lögreglan einkum lagt hald á þrívíddarprentaðar eftirlíkingar af byssum en virk, og lífshættuleg, þrívíddarvopn eru alveg nýr veruleiki. belekekin / Getty Images Skotvopnið sem notað var í árás í miðbæ Reykjavíkur um helgina var þrívíddarprentuð byssa. Slík lífshættuleg vopn er, eins og tæknin er orðin, hægt að prenta í ódýrum prenturum heima við — prenturum sem hægt er að kaupa í íslenskum raftækjaverslunum. Fréttastofa veit til þess að byssur hafi verið prentaðar innanlands en ekki liggur fyrir hvort vopnið sem notað var um helgina sé innlend framleiðsla. Þrívíddarprentari getur kostað eitthvað í kringum 100.000 krónur. Ef útveguð eru nauðsynleg hráefni og rétt uppskrift er vel hægt að búa til alla nauðsynlega hluti til að setja saman skotvopn. Með einbeittum vilja má misnota allt Hingað til hefur lögreglan einkum lagt hald á þrívíddarprentaðar eftirlíkingar af byssum en virk, og lífshættuleg, þrívíddarvopn eru alveg nýr veruleiki. Fyrir utan skotárásina um helgina voru tvö mál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem skotvopn voru haldlögð; annað þeirra virkt en hitt eftirlíking. Þrívíddarprentun er í gífurlegri framþróun - en það hefur greinilega sínar skuggahliðar. Því hafa eigendur stærsta íslenska fyrirtækisins í greinni kynnst, sem hafa verið beðnir um aðstoð við að búa til byssu. „Við náttúrulega höfnum þeim beiðnum um leið og það er bara litið illu auga á að prenta byssur. Það er ekki það sem við viljum í okkar hobbý,“ segir Þórdís Björg Björgvinsdóttir, meðeigandi 3D Verk. Þórdís Björg Björgvinsdóttir flytur inn þrívíddarprentara og segir þá sem framleiða byssur með tækninni litna illu auga.Stöð 2/Egill Á netinu má finna uppskriftir að öllu mögulegu í þrívíddarprentara; og þar á meðal urmul uppskrifta að byssum - og það við mjög einfalda leit. „Ef það er einbeittur brotavilji til staðar er hægt að misnota allt, því miður. Þetta er eiginlega mögnuð tækni og ég held að misnotkunin sé alltaf til staðar í öllu. En ég held að fæstir séu að nota hana þannig; og ég held að margir séu bara einmitt að hafa gaman og gera nytsamlega hluti,“ segir Þórdís Björg. Að setja saman byssu tekur nokkurn tíma og er samsett verkefni: „Sá einstaklingur sem væri að prenta vopn með þrívíddarprentara, hann væri búinn að hugsa það í langan tíma og afla sér mikillar þekkingar. Þannig að þetta er ekki eitthvað sem er prentað í einhverju stundarbrjálæði,“ segir Þórdís Björg. Þræðir til þrívíddarprentunar eru úr margvíslegu efni.Stöð 2/Egill Tollurinn nær ekki utan um innflutning Mikill hluti þeirra efna sem notuð eru til þrívíddarprentunar á vopnum getur verið fluttur inn í allt öðrum tilgangi. Það er því alls ekki svo að innflutningurinn sæti allur verulegu eftirliti. Baldur Höskuldsson aðstoðaryfirtollvörður kveðst hafa áhyggjur af þessari þróun. Hann segir ekki hægt að fylgjast með innflutningi á öllu svona efni. „Í sjálfu sér er tækjabúnaðurinn og hráefnið sem notað er í svona ekki leyfisskyldur svoleiðis að við erum ekki með sérstaka getu til að hafa eftirlit með því. Eins og staðan er í dag segir Baldur að tollurinn hafi ekki mannskap í að auka eftirlit í þessu tilliti, en að embættið reyni að gera sitt besta. „Það er mjög erfitt að eiga við þetta þar sem innflutningurinn á svona hlutum væri líklega ólöglegur og þá falinn. Þannig að það er ekki um neitt að ræða nema aukið eftirlit,“ segir Baldur. Skotárás í Grafarholti Reykjavík Lögreglumál Skotvopn Skotárás við Bergstaðastræti Tengdar fréttir Skotvopnið þrívíddarprentuð byssa Vopnið sem skotið var úr í bílastæðahúsi í miðbænum aðfaranótt sunnudags var samkvæmt heimildum fréttastofu þrívíddarprentuð byssa. Talið er að málið sé uppgjör á milli einstaklinga frekar en að það tengist skipulagðri brotastarfsemi. Tveir tvítugir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. 14. febrúar 2022 12:02 Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
Fréttastofa veit til þess að byssur hafi verið prentaðar innanlands en ekki liggur fyrir hvort vopnið sem notað var um helgina sé innlend framleiðsla. Þrívíddarprentari getur kostað eitthvað í kringum 100.000 krónur. Ef útveguð eru nauðsynleg hráefni og rétt uppskrift er vel hægt að búa til alla nauðsynlega hluti til að setja saman skotvopn. Með einbeittum vilja má misnota allt Hingað til hefur lögreglan einkum lagt hald á þrívíddarprentaðar eftirlíkingar af byssum en virk, og lífshættuleg, þrívíddarvopn eru alveg nýr veruleiki. Fyrir utan skotárásina um helgina voru tvö mál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem skotvopn voru haldlögð; annað þeirra virkt en hitt eftirlíking. Þrívíddarprentun er í gífurlegri framþróun - en það hefur greinilega sínar skuggahliðar. Því hafa eigendur stærsta íslenska fyrirtækisins í greinni kynnst, sem hafa verið beðnir um aðstoð við að búa til byssu. „Við náttúrulega höfnum þeim beiðnum um leið og það er bara litið illu auga á að prenta byssur. Það er ekki það sem við viljum í okkar hobbý,“ segir Þórdís Björg Björgvinsdóttir, meðeigandi 3D Verk. Þórdís Björg Björgvinsdóttir flytur inn þrívíddarprentara og segir þá sem framleiða byssur með tækninni litna illu auga.Stöð 2/Egill Á netinu má finna uppskriftir að öllu mögulegu í þrívíddarprentara; og þar á meðal urmul uppskrifta að byssum - og það við mjög einfalda leit. „Ef það er einbeittur brotavilji til staðar er hægt að misnota allt, því miður. Þetta er eiginlega mögnuð tækni og ég held að misnotkunin sé alltaf til staðar í öllu. En ég held að fæstir séu að nota hana þannig; og ég held að margir séu bara einmitt að hafa gaman og gera nytsamlega hluti,“ segir Þórdís Björg. Að setja saman byssu tekur nokkurn tíma og er samsett verkefni: „Sá einstaklingur sem væri að prenta vopn með þrívíddarprentara, hann væri búinn að hugsa það í langan tíma og afla sér mikillar þekkingar. Þannig að þetta er ekki eitthvað sem er prentað í einhverju stundarbrjálæði,“ segir Þórdís Björg. Þræðir til þrívíddarprentunar eru úr margvíslegu efni.Stöð 2/Egill Tollurinn nær ekki utan um innflutning Mikill hluti þeirra efna sem notuð eru til þrívíddarprentunar á vopnum getur verið fluttur inn í allt öðrum tilgangi. Það er því alls ekki svo að innflutningurinn sæti allur verulegu eftirliti. Baldur Höskuldsson aðstoðaryfirtollvörður kveðst hafa áhyggjur af þessari þróun. Hann segir ekki hægt að fylgjast með innflutningi á öllu svona efni. „Í sjálfu sér er tækjabúnaðurinn og hráefnið sem notað er í svona ekki leyfisskyldur svoleiðis að við erum ekki með sérstaka getu til að hafa eftirlit með því. Eins og staðan er í dag segir Baldur að tollurinn hafi ekki mannskap í að auka eftirlit í þessu tilliti, en að embættið reyni að gera sitt besta. „Það er mjög erfitt að eiga við þetta þar sem innflutningurinn á svona hlutum væri líklega ólöglegur og þá falinn. Þannig að það er ekki um neitt að ræða nema aukið eftirlit,“ segir Baldur.
Skotárás í Grafarholti Reykjavík Lögreglumál Skotvopn Skotárás við Bergstaðastræti Tengdar fréttir Skotvopnið þrívíddarprentuð byssa Vopnið sem skotið var úr í bílastæðahúsi í miðbænum aðfaranótt sunnudags var samkvæmt heimildum fréttastofu þrívíddarprentuð byssa. Talið er að málið sé uppgjör á milli einstaklinga frekar en að það tengist skipulagðri brotastarfsemi. Tveir tvítugir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. 14. febrúar 2022 12:02 Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
Skotvopnið þrívíddarprentuð byssa Vopnið sem skotið var úr í bílastæðahúsi í miðbænum aðfaranótt sunnudags var samkvæmt heimildum fréttastofu þrívíddarprentuð byssa. Talið er að málið sé uppgjör á milli einstaklinga frekar en að það tengist skipulagðri brotastarfsemi. Tveir tvítugir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. 14. febrúar 2022 12:02
Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10