Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 11:37 Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. vísir Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. Í tilkynningu frá nýja flugfélaginu Niceair kemur fram að jómfrúarflugið sé áæltað 2. júní. Til að byrja með verði flogið til Bretlands, Danmerkur og Spánar og sala flugmiða á að hefjast á næstu vikum. Þá hafi félagið tryggt sér Airbus A319 flugvél með 150 sætum og stefnt er að flugi allt árið um kring. Fjöldi fyrirtækja af Norðurlandi eru á meðal hluthafa en enginn þeirra er sagður eiga yfir átta prósent. Meðal þeirra eru KEA, Höldur bílaleiga, brugghúsið Kaldi, og Kaldbakur sem er fjárfestingafélag í eigu Samherja. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir þetta verulegt fagnaðarefni. Mikil rannsóknarvinna sé að baki stofnun félagsins og samkvæmt ferðaskrifstofum í til dæmis Bretlandi virðist áhugi á beinu flugi til Norðurlands. „Þau svör sem við fáum eru að menn vilja fara að búa til nýja pakka fyrir Ísland. Gera nýja vöru fyrir Ísland,“ segir Arnheiður. Hún býst við mikilli fjölgun ferðamanna gangi allt að óskum með nýja félagið - ekki síst yfir vetrartímann. „Yfir vertrartímann myndi ég segja að þetta yrði fimm eða sexföldun ferðamanna ef við horfum fram í tímann. Þetta gerist auðvitað ekki strax á fyrsta ári. Yfir sumartímann þurfum við að fjölga gistimöguleikum til þess að geta séð tvöföldun á ferðamönnum.“ Flugrekstrarleyfi félagsins verður í höndum evrópsks flugrekanda í byrjun samkvæmt tilkynningu og gert er ráð fyrir að tuttugu störf skapist á Akureyri en áhafnir verða bæði íslenskar og erlendar. Arnheiður gerir ráð fyrir mun fleiri afleiddum störfum og uppbyggingu í ferðaþjónustu, hjá afþreyingarfyrirtækjum og víðar. Gististöðum þurfi þá jafnvel ekki að loka yfir vetrartímann. „Það eru núna ein og hálf milljón ónýttra gistanótta yfir árið. Alls konar gististaðir og úti um allt Norðurland en hins vegar ef það er verið að horfa bara á stór hótel mun okkur fljótlega vanta fleiri slík.“ Flugreksturinn hafi gríðarlega þýðingu fyrir landshlutann. „Þetta mun efla uppbyggingu allra í greininni ef ég horfi bara á ferðaþjónustuna en auðvitað líka annarra atvinnugreina hér á svæðinu. Þetta er í rauninni bætt aðgengi að miðunum ef hægt er að orða það þannig. Án þessa flugs er mjög erfitt að byggja upp heilsárs ferðaþjónustu á Norðurlandi. Þannig það er bara algjört grundvallaratriði að þetta gangi vel,“ segir Arnheiður. Fréttir af flugi Akureyri Ferðamennska á Íslandi Niceair Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Í tilkynningu frá nýja flugfélaginu Niceair kemur fram að jómfrúarflugið sé áæltað 2. júní. Til að byrja með verði flogið til Bretlands, Danmerkur og Spánar og sala flugmiða á að hefjast á næstu vikum. Þá hafi félagið tryggt sér Airbus A319 flugvél með 150 sætum og stefnt er að flugi allt árið um kring. Fjöldi fyrirtækja af Norðurlandi eru á meðal hluthafa en enginn þeirra er sagður eiga yfir átta prósent. Meðal þeirra eru KEA, Höldur bílaleiga, brugghúsið Kaldi, og Kaldbakur sem er fjárfestingafélag í eigu Samherja. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir þetta verulegt fagnaðarefni. Mikil rannsóknarvinna sé að baki stofnun félagsins og samkvæmt ferðaskrifstofum í til dæmis Bretlandi virðist áhugi á beinu flugi til Norðurlands. „Þau svör sem við fáum eru að menn vilja fara að búa til nýja pakka fyrir Ísland. Gera nýja vöru fyrir Ísland,“ segir Arnheiður. Hún býst við mikilli fjölgun ferðamanna gangi allt að óskum með nýja félagið - ekki síst yfir vetrartímann. „Yfir vertrartímann myndi ég segja að þetta yrði fimm eða sexföldun ferðamanna ef við horfum fram í tímann. Þetta gerist auðvitað ekki strax á fyrsta ári. Yfir sumartímann þurfum við að fjölga gistimöguleikum til þess að geta séð tvöföldun á ferðamönnum.“ Flugrekstrarleyfi félagsins verður í höndum evrópsks flugrekanda í byrjun samkvæmt tilkynningu og gert er ráð fyrir að tuttugu störf skapist á Akureyri en áhafnir verða bæði íslenskar og erlendar. Arnheiður gerir ráð fyrir mun fleiri afleiddum störfum og uppbyggingu í ferðaþjónustu, hjá afþreyingarfyrirtækjum og víðar. Gististöðum þurfi þá jafnvel ekki að loka yfir vetrartímann. „Það eru núna ein og hálf milljón ónýttra gistanótta yfir árið. Alls konar gististaðir og úti um allt Norðurland en hins vegar ef það er verið að horfa bara á stór hótel mun okkur fljótlega vanta fleiri slík.“ Flugreksturinn hafi gríðarlega þýðingu fyrir landshlutann. „Þetta mun efla uppbyggingu allra í greininni ef ég horfi bara á ferðaþjónustuna en auðvitað líka annarra atvinnugreina hér á svæðinu. Þetta er í rauninni bætt aðgengi að miðunum ef hægt er að orða það þannig. Án þessa flugs er mjög erfitt að byggja upp heilsárs ferðaþjónustu á Norðurlandi. Þannig það er bara algjört grundvallaratriði að þetta gangi vel,“ segir Arnheiður.
Fréttir af flugi Akureyri Ferðamennska á Íslandi Niceair Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira