Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2022 19:02 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ræddi við fréttastofu frá London, þar sem hún er nú stödd. „Fundir síðustu daga hafa verið með varnarmálaráðherrum þessara ríkja og hljóðið er mjög þungt, og hefur þyngst mjög, sérstaklega síðastliðinn sólarhring,“ sagði Þórdís Kolbrún og bætti við að svartsýnustu sviðsmyndir um stöðuna væru nú að raungerast. Verði að hafa afleiðingar Þórdís segir ljóst að athæfi Rússa í Úkraínu sé brot á alþjóðalögum sem ekki megi láta óátalið. „Þessi háttsemi verður að hafa afleiðingar, það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum, heldur þarf það að vera á borði, það þarf að vera í ákvörðunum. Þær ákvarðanir eru til að mynda þessar efnahagslegu þvinganir sem bæði Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin, og svo þjóðir með Evrópusambandinu ætla að sameinast um og hafa gert. Það skiptir máli, því þetta þarf að hafa afleiðingar,“ segir utanríkisráðherrann. Hún segir mikilvægt að alþjóðalög séu virt, sem og landamæri og lögsaga ríkja. Hér sé um skýrt brot á alþjóðalögum að ræða og það verði að hafa afleiðingar. Íslenska ríkið sé með í þeirri vegferð. Staðan ekki verið verri í áratugi Utanríkisráðherra segist þá telja að ógn stafi af þeim aðstæðum sem skapast hafa í Úkraínu. „Fyrst og síðast eru þetta miklar afleiðingar fyrir óbreytta borgara í Úkraínu. Svo veit maður ekki hver atburðarásin verður, þannig að við erum komin með þetta ástand inn í álfuna og það eru þarna nágrannaþjóðir við Úkraínu sem eru einfaldlega NATO-ríki, Evrópusambandsríki, þannig að staðan er einfaldlega alvarleg.“ Hún segir atburði síðasta sólarhrings vera í takt við svartsýnustu spár. „Þrátt fyrir að leiðir fyrir diplómatíska lausn séu alltaf opnar þá má alveg segja að þessar alvarlegri sviðsmyndir séu að raungerast og staðan hefur ekki verið eins alvarleg í áratugi á þessu svæði,“ segir Þórdís Kolbrún. Átök í Úkraínu Úkraína Rússland Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta er okkar heimili og land og við erum tilbúin“ Evrópusambandið hefur ákveðið að beita Rússa refsiaðgerðum vegna hernaðaraðgerða landsins í austurhluta Úkraínu. Sjálfstæðissinnar í austurhlutanum eru byrjaðir að kveða almenna borgara í herinn til að berjast við samlanda sína að sögn konu frá landinu sem býr hér. 22. febrúar 2022 14:01 Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39 Pútín viðurkennir sjálfstæði Luhansk og Donetsk Rússlandsforseti hefur undirritað tilskipun um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu. Hann sagði í ávarpi í kvöld að Úkraína ætti sér enga sögu um að vera raunveruleg þjóð. 21. febrúar 2022 19:02 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ræddi við fréttastofu frá London, þar sem hún er nú stödd. „Fundir síðustu daga hafa verið með varnarmálaráðherrum þessara ríkja og hljóðið er mjög þungt, og hefur þyngst mjög, sérstaklega síðastliðinn sólarhring,“ sagði Þórdís Kolbrún og bætti við að svartsýnustu sviðsmyndir um stöðuna væru nú að raungerast. Verði að hafa afleiðingar Þórdís segir ljóst að athæfi Rússa í Úkraínu sé brot á alþjóðalögum sem ekki megi láta óátalið. „Þessi háttsemi verður að hafa afleiðingar, það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum, heldur þarf það að vera á borði, það þarf að vera í ákvörðunum. Þær ákvarðanir eru til að mynda þessar efnahagslegu þvinganir sem bæði Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin, og svo þjóðir með Evrópusambandinu ætla að sameinast um og hafa gert. Það skiptir máli, því þetta þarf að hafa afleiðingar,“ segir utanríkisráðherrann. Hún segir mikilvægt að alþjóðalög séu virt, sem og landamæri og lögsaga ríkja. Hér sé um skýrt brot á alþjóðalögum að ræða og það verði að hafa afleiðingar. Íslenska ríkið sé með í þeirri vegferð. Staðan ekki verið verri í áratugi Utanríkisráðherra segist þá telja að ógn stafi af þeim aðstæðum sem skapast hafa í Úkraínu. „Fyrst og síðast eru þetta miklar afleiðingar fyrir óbreytta borgara í Úkraínu. Svo veit maður ekki hver atburðarásin verður, þannig að við erum komin með þetta ástand inn í álfuna og það eru þarna nágrannaþjóðir við Úkraínu sem eru einfaldlega NATO-ríki, Evrópusambandsríki, þannig að staðan er einfaldlega alvarleg.“ Hún segir atburði síðasta sólarhrings vera í takt við svartsýnustu spár. „Þrátt fyrir að leiðir fyrir diplómatíska lausn séu alltaf opnar þá má alveg segja að þessar alvarlegri sviðsmyndir séu að raungerast og staðan hefur ekki verið eins alvarleg í áratugi á þessu svæði,“ segir Þórdís Kolbrún.
Átök í Úkraínu Úkraína Rússland Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta er okkar heimili og land og við erum tilbúin“ Evrópusambandið hefur ákveðið að beita Rússa refsiaðgerðum vegna hernaðaraðgerða landsins í austurhluta Úkraínu. Sjálfstæðissinnar í austurhlutanum eru byrjaðir að kveða almenna borgara í herinn til að berjast við samlanda sína að sögn konu frá landinu sem býr hér. 22. febrúar 2022 14:01 Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39 Pútín viðurkennir sjálfstæði Luhansk og Donetsk Rússlandsforseti hefur undirritað tilskipun um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu. Hann sagði í ávarpi í kvöld að Úkraína ætti sér enga sögu um að vera raunveruleg þjóð. 21. febrúar 2022 19:02 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
„Þetta er okkar heimili og land og við erum tilbúin“ Evrópusambandið hefur ákveðið að beita Rússa refsiaðgerðum vegna hernaðaraðgerða landsins í austurhluta Úkraínu. Sjálfstæðissinnar í austurhlutanum eru byrjaðir að kveða almenna borgara í herinn til að berjast við samlanda sína að sögn konu frá landinu sem býr hér. 22. febrúar 2022 14:01
Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39
Pútín viðurkennir sjálfstæði Luhansk og Donetsk Rússlandsforseti hefur undirritað tilskipun um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu. Hann sagði í ávarpi í kvöld að Úkraína ætti sér enga sögu um að vera raunveruleg þjóð. 21. febrúar 2022 19:02