Arnar Daði: „Mætum svo graðir og glaðir á Ásvelli“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 22:20 Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu var sáttur með stigin tvö á móti HK Vísir: Vilhelm Gunnarsson Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu var virkilega sáttur með sigurinn er Grótta vann HK, 30-25 í Olís-deild karla í kvöld. Jafnræði var með liðunum þar til stundarfjórðungur var eftir. Þá gáfu Gróttumenn í og sigruðu með 5 mörkum. „Mér líður fáranlega vel. Mikill léttir að ná þessum sigri. Við erum búnir að bíða lengi eftir þessum leik, þessi leikur er búin að frestast tvívegis og við búnir að bíða eftir þessum leik heillengi. Það er óþæginlegt að eiga leik inni og vonast eftir að fá tvö stig, það leit ekki þannig út lengi vel í þessum leik að við værum að fara innbyrða þessi tvö stig en ég er fegin.“ Aðspurður hverju þeir breyttu til að sigla þessu heim sagði Arnar Daði: „Við breyttum ekki neinu. Við vorum vel undirbúnir og ég ætla að segja það núna ég hef aldrei verið jafn undirbúinn á allri minni þriggja ára meistaraflokks reynslu sem þjálfari. Við tókum fjórar æfingar bara fyrir þennan leik og við vissum nákvæmlega upp á hár hvað þeir myndu spila. Þannig við breyttum engu, eina sem ég sagði við strákana í hálfleik, fyrir leik og í leikhléum að við þurfum að halda ró og í okkar leiksskipulag og það er það sem við gerðum. Við héldum okkur í vörn og okkar concepti sóknarlega.“ Arnar sagði að það sem hafi á endanum skilað þessu er reynslan sem Grótta hefur sem HK hefur ekki. „Við höfum ágæta reynslu út frá þessum leikjum frá því í fyrra á meðan þeir eru nýliðar. Það eru litlir hlutir sem duttu með okkur núna. En svo eru kannski ekki að detta með okkur þegar að við mætum stóru liðunum sem hafa meiri reynslu en við.“ Arnar Daði og Sebastian, þjálfari HK áttu orðaskipti þegar leiknum var lokið og virtist Sebastian ansi heitt í hamsi. „Hann var að pirra sig hversu mörg fríköst og hversu lengi við vorum í sókn. Þetta byrjaði þannig að ég spurði hvort ég mætti taka leikhlé þegar það voru 20 sekúndur eftir því við erum líka að hugsa um innbyrðis. En svo fórum við í gegn og skoruðum og það týndist í mómentinu. Ég bjó þessar samræður til með því að spurja hvort ég mætti taka þetta leikhlé, kannski heimskulegt að skipta mér að honum í miðjum leik.“ Næsti leikur er á móti Haukum og ætlar Arnar Daði og Gróttumenn að mæta graðir og glaðir í þann leik. „Það er stutt síðan við mættum þeim, í bikarnum í síðustu viku. Við ætlum aðeins að breyta út af vananum en ég ætla ekki að segja þér hvað við ætlum að gera. Ég er að fara tilkynna strákunum það núna. Það er stutt síðan við mættum þeim og það gerist ekki oft að við mætum sama liðinu með svona stuttu millibili. Við horfum bara á síðasta leik og sjáum hvað við þurfum að bæta. Mætum svo graðir og glaðir á Ásvelli á sunnudaginn.“ Grótta Olís-deild karla Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - HK 30-25| Grótta vann í stemmningsleik á Nesinu Grótta og HK mættust í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Jafnræði var með liðnum bróðurpart leiksins en Gróttumenn gáfu í og unnu með 5 mörkum. Lokatölur 30-25. 23. febrúar 2022 19:15 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Sjá meira
„Mér líður fáranlega vel. Mikill léttir að ná þessum sigri. Við erum búnir að bíða lengi eftir þessum leik, þessi leikur er búin að frestast tvívegis og við búnir að bíða eftir þessum leik heillengi. Það er óþæginlegt að eiga leik inni og vonast eftir að fá tvö stig, það leit ekki þannig út lengi vel í þessum leik að við værum að fara innbyrða þessi tvö stig en ég er fegin.“ Aðspurður hverju þeir breyttu til að sigla þessu heim sagði Arnar Daði: „Við breyttum ekki neinu. Við vorum vel undirbúnir og ég ætla að segja það núna ég hef aldrei verið jafn undirbúinn á allri minni þriggja ára meistaraflokks reynslu sem þjálfari. Við tókum fjórar æfingar bara fyrir þennan leik og við vissum nákvæmlega upp á hár hvað þeir myndu spila. Þannig við breyttum engu, eina sem ég sagði við strákana í hálfleik, fyrir leik og í leikhléum að við þurfum að halda ró og í okkar leiksskipulag og það er það sem við gerðum. Við héldum okkur í vörn og okkar concepti sóknarlega.“ Arnar sagði að það sem hafi á endanum skilað þessu er reynslan sem Grótta hefur sem HK hefur ekki. „Við höfum ágæta reynslu út frá þessum leikjum frá því í fyrra á meðan þeir eru nýliðar. Það eru litlir hlutir sem duttu með okkur núna. En svo eru kannski ekki að detta með okkur þegar að við mætum stóru liðunum sem hafa meiri reynslu en við.“ Arnar Daði og Sebastian, þjálfari HK áttu orðaskipti þegar leiknum var lokið og virtist Sebastian ansi heitt í hamsi. „Hann var að pirra sig hversu mörg fríköst og hversu lengi við vorum í sókn. Þetta byrjaði þannig að ég spurði hvort ég mætti taka leikhlé þegar það voru 20 sekúndur eftir því við erum líka að hugsa um innbyrðis. En svo fórum við í gegn og skoruðum og það týndist í mómentinu. Ég bjó þessar samræður til með því að spurja hvort ég mætti taka þetta leikhlé, kannski heimskulegt að skipta mér að honum í miðjum leik.“ Næsti leikur er á móti Haukum og ætlar Arnar Daði og Gróttumenn að mæta graðir og glaðir í þann leik. „Það er stutt síðan við mættum þeim, í bikarnum í síðustu viku. Við ætlum aðeins að breyta út af vananum en ég ætla ekki að segja þér hvað við ætlum að gera. Ég er að fara tilkynna strákunum það núna. Það er stutt síðan við mættum þeim og það gerist ekki oft að við mætum sama liðinu með svona stuttu millibili. Við horfum bara á síðasta leik og sjáum hvað við þurfum að bæta. Mætum svo graðir og glaðir á Ásvelli á sunnudaginn.“
Grótta Olís-deild karla Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - HK 30-25| Grótta vann í stemmningsleik á Nesinu Grótta og HK mættust í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Jafnræði var með liðnum bróðurpart leiksins en Gróttumenn gáfu í og unnu með 5 mörkum. Lokatölur 30-25. 23. febrúar 2022 19:15 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Sjá meira
Leik lokið: Grótta - HK 30-25| Grótta vann í stemmningsleik á Nesinu Grótta og HK mættust í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Jafnræði var með liðnum bróðurpart leiksins en Gróttumenn gáfu í og unnu með 5 mörkum. Lokatölur 30-25. 23. febrúar 2022 19:15