Jós fúkyrðum yfir rússneska sendiherrann Snorri Másson skrifar 25. febrúar 2022 07:59 Kristófer Gajowski, til vinstri á mynd með hljóðnema. Vísir/Vilhelm Mikill fjöldi fólks stóð við sendiráð Rússa við Túngötu síðdegis í gær og mótmæltu innrás Rússa í Úkraínu. Á meðal þeirra sem mótmælti var Kristófer Gajowski. „Þetta er alveg sjokk. Allir eru að hringja í mig og að tala um að þau séu til dæmis nálægt Póllandi, eða í Kiev, og segja: Það er byrjað stríð. Þetta er ekki í lagi. Hvernig líður rússneska sendiherranum, sem er að fela sig hérna helvítið í búri? Hvernig líður honum í dag? Og af hverju er hann ekki vanur að koma fram og útskýra fyrir okkur?“ Svetlana Graudt, rússnesk kona á mótmælunum, kvaðst hafa faðmað dóttur sína sorgmædd þegar hún heyrði fréttirnar í morgun. „Enginn sem ég þekki trúir að þetta sé að eiga sér stað,“ sagði Svetlana. Vísir/Vilhelm Ragna Sigurðardóttir forseti Ungra jafnaðarmanna sagði að fjöldi fulltrúa frá ungliðahreyfingum stjórnmálaflokkanna hafi mætt. „ Við bara vonum að íslenska ríkisstjórnin boði viðskiptaþvinganir og endurskoði viðskiptasambandið við Rússa. Og að sjálfsögðu flýti fyrir því að tekið verði á móti þeim sem nú flýja stríð og hörmungar í Úkraínu,“ sagði Ragna. Andrei Menshenin, rússneskur blaðamaður sem stóð fyrir mótmælunum, sagði flesta Rússa á hans aldri óánægða með aðgerðir Pútín, nema ef vera skyldi þá sem eldri eru og horfi aðallega á ríkissjónvarpið. Þeir séu heldir óánægðir sem noti netið í meiri mæli. Vísir/Vilhelm Rússneski sendiherrann á Íslandi, Mikhail Noskov, sagði í samtali við fréttastofu í gær að markmið innrásarinnar væri í afhernaðarvæða Úkraínu sem hafi ógnað öryggi Rússlands. Nauðsynlegt væri að ganga milli bols og höfuðs á „nasistum“ í Úkraínu. Þá var sendiherrann sömuleiðis með skilaboð til mótmælenda. Sjá má frétt Stöðvar 2 þar sem rætt er við sendiherrann Mikhail Noskov. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Reykjavík Tengdar fréttir Vaktin: Íbúar leita skjóls í sprengjuskýlum Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Á meðal þeirra sem mótmælti var Kristófer Gajowski. „Þetta er alveg sjokk. Allir eru að hringja í mig og að tala um að þau séu til dæmis nálægt Póllandi, eða í Kiev, og segja: Það er byrjað stríð. Þetta er ekki í lagi. Hvernig líður rússneska sendiherranum, sem er að fela sig hérna helvítið í búri? Hvernig líður honum í dag? Og af hverju er hann ekki vanur að koma fram og útskýra fyrir okkur?“ Svetlana Graudt, rússnesk kona á mótmælunum, kvaðst hafa faðmað dóttur sína sorgmædd þegar hún heyrði fréttirnar í morgun. „Enginn sem ég þekki trúir að þetta sé að eiga sér stað,“ sagði Svetlana. Vísir/Vilhelm Ragna Sigurðardóttir forseti Ungra jafnaðarmanna sagði að fjöldi fulltrúa frá ungliðahreyfingum stjórnmálaflokkanna hafi mætt. „ Við bara vonum að íslenska ríkisstjórnin boði viðskiptaþvinganir og endurskoði viðskiptasambandið við Rússa. Og að sjálfsögðu flýti fyrir því að tekið verði á móti þeim sem nú flýja stríð og hörmungar í Úkraínu,“ sagði Ragna. Andrei Menshenin, rússneskur blaðamaður sem stóð fyrir mótmælunum, sagði flesta Rússa á hans aldri óánægða með aðgerðir Pútín, nema ef vera skyldi þá sem eldri eru og horfi aðallega á ríkissjónvarpið. Þeir séu heldir óánægðir sem noti netið í meiri mæli. Vísir/Vilhelm Rússneski sendiherrann á Íslandi, Mikhail Noskov, sagði í samtali við fréttastofu í gær að markmið innrásarinnar væri í afhernaðarvæða Úkraínu sem hafi ógnað öryggi Rússlands. Nauðsynlegt væri að ganga milli bols og höfuðs á „nasistum“ í Úkraínu. Þá var sendiherrann sömuleiðis með skilaboð til mótmælenda. Sjá má frétt Stöðvar 2 þar sem rætt er við sendiherrann Mikhail Noskov.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Reykjavík Tengdar fréttir Vaktin: Íbúar leita skjóls í sprengjuskýlum Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Vaktin: Íbúar leita skjóls í sprengjuskýlum Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54