Jós fúkyrðum yfir rússneska sendiherrann Snorri Másson skrifar 25. febrúar 2022 07:59 Kristófer Gajowski, til vinstri á mynd með hljóðnema. Vísir/Vilhelm Mikill fjöldi fólks stóð við sendiráð Rússa við Túngötu síðdegis í gær og mótmæltu innrás Rússa í Úkraínu. Á meðal þeirra sem mótmælti var Kristófer Gajowski. „Þetta er alveg sjokk. Allir eru að hringja í mig og að tala um að þau séu til dæmis nálægt Póllandi, eða í Kiev, og segja: Það er byrjað stríð. Þetta er ekki í lagi. Hvernig líður rússneska sendiherranum, sem er að fela sig hérna helvítið í búri? Hvernig líður honum í dag? Og af hverju er hann ekki vanur að koma fram og útskýra fyrir okkur?“ Svetlana Graudt, rússnesk kona á mótmælunum, kvaðst hafa faðmað dóttur sína sorgmædd þegar hún heyrði fréttirnar í morgun. „Enginn sem ég þekki trúir að þetta sé að eiga sér stað,“ sagði Svetlana. Vísir/Vilhelm Ragna Sigurðardóttir forseti Ungra jafnaðarmanna sagði að fjöldi fulltrúa frá ungliðahreyfingum stjórnmálaflokkanna hafi mætt. „ Við bara vonum að íslenska ríkisstjórnin boði viðskiptaþvinganir og endurskoði viðskiptasambandið við Rússa. Og að sjálfsögðu flýti fyrir því að tekið verði á móti þeim sem nú flýja stríð og hörmungar í Úkraínu,“ sagði Ragna. Andrei Menshenin, rússneskur blaðamaður sem stóð fyrir mótmælunum, sagði flesta Rússa á hans aldri óánægða með aðgerðir Pútín, nema ef vera skyldi þá sem eldri eru og horfi aðallega á ríkissjónvarpið. Þeir séu heldir óánægðir sem noti netið í meiri mæli. Vísir/Vilhelm Rússneski sendiherrann á Íslandi, Mikhail Noskov, sagði í samtali við fréttastofu í gær að markmið innrásarinnar væri í afhernaðarvæða Úkraínu sem hafi ógnað öryggi Rússlands. Nauðsynlegt væri að ganga milli bols og höfuðs á „nasistum“ í Úkraínu. Þá var sendiherrann sömuleiðis með skilaboð til mótmælenda. Sjá má frétt Stöðvar 2 þar sem rætt er við sendiherrann Mikhail Noskov. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Reykjavík Tengdar fréttir Vaktin: Íbúar leita skjóls í sprengjuskýlum Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Á meðal þeirra sem mótmælti var Kristófer Gajowski. „Þetta er alveg sjokk. Allir eru að hringja í mig og að tala um að þau séu til dæmis nálægt Póllandi, eða í Kiev, og segja: Það er byrjað stríð. Þetta er ekki í lagi. Hvernig líður rússneska sendiherranum, sem er að fela sig hérna helvítið í búri? Hvernig líður honum í dag? Og af hverju er hann ekki vanur að koma fram og útskýra fyrir okkur?“ Svetlana Graudt, rússnesk kona á mótmælunum, kvaðst hafa faðmað dóttur sína sorgmædd þegar hún heyrði fréttirnar í morgun. „Enginn sem ég þekki trúir að þetta sé að eiga sér stað,“ sagði Svetlana. Vísir/Vilhelm Ragna Sigurðardóttir forseti Ungra jafnaðarmanna sagði að fjöldi fulltrúa frá ungliðahreyfingum stjórnmálaflokkanna hafi mætt. „ Við bara vonum að íslenska ríkisstjórnin boði viðskiptaþvinganir og endurskoði viðskiptasambandið við Rússa. Og að sjálfsögðu flýti fyrir því að tekið verði á móti þeim sem nú flýja stríð og hörmungar í Úkraínu,“ sagði Ragna. Andrei Menshenin, rússneskur blaðamaður sem stóð fyrir mótmælunum, sagði flesta Rússa á hans aldri óánægða með aðgerðir Pútín, nema ef vera skyldi þá sem eldri eru og horfi aðallega á ríkissjónvarpið. Þeir séu heldir óánægðir sem noti netið í meiri mæli. Vísir/Vilhelm Rússneski sendiherrann á Íslandi, Mikhail Noskov, sagði í samtali við fréttastofu í gær að markmið innrásarinnar væri í afhernaðarvæða Úkraínu sem hafi ógnað öryggi Rússlands. Nauðsynlegt væri að ganga milli bols og höfuðs á „nasistum“ í Úkraínu. Þá var sendiherrann sömuleiðis með skilaboð til mótmælenda. Sjá má frétt Stöðvar 2 þar sem rætt er við sendiherrann Mikhail Noskov.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Reykjavík Tengdar fréttir Vaktin: Íbúar leita skjóls í sprengjuskýlum Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Vaktin: Íbúar leita skjóls í sprengjuskýlum Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54