Handbolti

ÍBV í undanúrslit eftir spennutrylli í Eyjum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Verða með í bikarhelginni.
Verða með í bikarhelginni. Vísir/Hulda Margrét

ÍBV er komið í undanúrslit Coca Cola bikarkeppninnar í handbolta eftir dramatískan sigur á Stjörnunni í Vestmannaeyjum í kvöld.

Eyjakonur höfðu að lokum sigur með minnsta mun, 27-26, eftir æsilegan lokakafla.

ÍBV hafði frumkvæðið nær allan leikinn, leiddi með tveimur mörkum í leikhléi og virtust ætla að stinga Stjörnukonur af um miðjan síðari hálfleik þar sem heimakonur náðu mest sex marka forystu.

Gestirnir neituðu að gefast upp og þegar ein mínúta lifði leiks var staðan orðin jöfn. 

Marija Jovanovic átti frábæran leik í liði ÍBV og tryggði liðinu sigur með marki úr vítakasti á lokasekúndunum. Alls skoraði hún ellefu mörk og var markahæsti leikmaður vallarins.

Helena Rut Örvarsdóttir fór fyrir sóknarleik Stjörnunnar og gerði tíu mörk.

ÍBV, Valur, KA/Þór og Fram eru því komin í undanúrslit Coca Cola bikarkeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×