„Ég á engin orð til þess að lýsa tilfinningum mínum“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. febrúar 2022 23:01 Úkraínsk kona var hrærð yfir stuðningi Íslendinga á mótmælunum í dag. vísir Mörghundruð manns sýndu Úkraínumönnum samstöðu og mótmæltu stríðinu í miðbæ Reykjavíkur í dag. Mótmælendur kröfðust þess að rússneski sendiherrann yrði sendur heim og fordæmdu Rússlandsforseta. Boðað var til mótmæla og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna stríðsins. Mótmælendur krefjast þess að gripið verði til vopnahlés í Úkraínu og að hermenn Rússa og Hvít-rússa dragi sig frá landinu. „Stöðvið stríðið“ stóð á mörgum skiltum.elísabet „Það eru tuttugu mínútur liðnar af samstöðufundinum og fólk streymir enn hér að. Ég myndi giska á að það væru 500-600 manns á svæðinu. Hér er fólk með skilti og á þeim stendur: Stöðvum Pútín, stöðvum Rússa, burt með Pútín. Hér er fólk að sýna samstöðu með Úkraínumönnum.“ „Það er bara hræðilegt að lesa fréttir. Þetta er algjör skelfing. Hjálparleysið og finnast maður ekki geta gert neitt,“ sagði Matthildur Magnúsdóttir. Úkraínsk kona var hrærð yfir stuðningnum í dag. „Þetta er bara algjör hryllingur sem er að gerast núna. Ég vissi að fjölmiðlafólk yrði á staðnum og ég hugsaði hvað ég gæti sagt en ég á engin orð til þess að lýsa tilfinningum mínum.“ Hugsar til móður í Kænugarði Móðir hennar er stödd í Kænugarði og dvelur að mestu í neðanjarðarlestarstöðvum. „Hún situr bara í kjallaranum og ég er búin að sýna henni stuðninginn og ég vil þakka Íslendingum kærlega fyrir stuðninginn af því að við, Úkraínumenn sem erum á Íslandi, við getum ekki gert neitt. Við vitum ekki hvað við getum gert og það er verst.“ Mótmælin voru fjölmenn og lögreglan á staðnum.elísabet Af hverju eruð þið hérna í dag? „Til að mótmæla rússneska sendiherranum,“ sagði Inga Jóna Haarde Vignisdóttir. „Maður vill hjálpa eins mikið og hægt er en það er erfitt,“ sagði Hedda Morén. „Hættiði stríði, Úkraína þarf að lifa,“ sagði Eva Bryndís Ragnheiðardóttir. Kisa sýndi líka samstöðu. Að sjálfsögðu í peysu enda kalt í veðri.elísabet elísabet Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Reykjavík Tengdar fréttir Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00 Boða til mótmæla um allt land í dag Boðað hefur verið til mótmæla- og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu. 27. febrúar 2022 10:17 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Börn og unglingar eru níu klukkutíma á dag í símanum Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Boðað var til mótmæla og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna stríðsins. Mótmælendur krefjast þess að gripið verði til vopnahlés í Úkraínu og að hermenn Rússa og Hvít-rússa dragi sig frá landinu. „Stöðvið stríðið“ stóð á mörgum skiltum.elísabet „Það eru tuttugu mínútur liðnar af samstöðufundinum og fólk streymir enn hér að. Ég myndi giska á að það væru 500-600 manns á svæðinu. Hér er fólk með skilti og á þeim stendur: Stöðvum Pútín, stöðvum Rússa, burt með Pútín. Hér er fólk að sýna samstöðu með Úkraínumönnum.“ „Það er bara hræðilegt að lesa fréttir. Þetta er algjör skelfing. Hjálparleysið og finnast maður ekki geta gert neitt,“ sagði Matthildur Magnúsdóttir. Úkraínsk kona var hrærð yfir stuðningnum í dag. „Þetta er bara algjör hryllingur sem er að gerast núna. Ég vissi að fjölmiðlafólk yrði á staðnum og ég hugsaði hvað ég gæti sagt en ég á engin orð til þess að lýsa tilfinningum mínum.“ Hugsar til móður í Kænugarði Móðir hennar er stödd í Kænugarði og dvelur að mestu í neðanjarðarlestarstöðvum. „Hún situr bara í kjallaranum og ég er búin að sýna henni stuðninginn og ég vil þakka Íslendingum kærlega fyrir stuðninginn af því að við, Úkraínumenn sem erum á Íslandi, við getum ekki gert neitt. Við vitum ekki hvað við getum gert og það er verst.“ Mótmælin voru fjölmenn og lögreglan á staðnum.elísabet Af hverju eruð þið hérna í dag? „Til að mótmæla rússneska sendiherranum,“ sagði Inga Jóna Haarde Vignisdóttir. „Maður vill hjálpa eins mikið og hægt er en það er erfitt,“ sagði Hedda Morén. „Hættiði stríði, Úkraína þarf að lifa,“ sagði Eva Bryndís Ragnheiðardóttir. Kisa sýndi líka samstöðu. Að sjálfsögðu í peysu enda kalt í veðri.elísabet elísabet
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Reykjavík Tengdar fréttir Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00 Boða til mótmæla um allt land í dag Boðað hefur verið til mótmæla- og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu. 27. febrúar 2022 10:17 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Börn og unglingar eru níu klukkutíma á dag í símanum Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00
Boða til mótmæla um allt land í dag Boðað hefur verið til mótmæla- og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu. 27. febrúar 2022 10:17