Húsnæðismál standi ekki í vegi fyrir móttöku flóttafólks Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. febrúar 2022 16:26 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/Egill Forsætisráðherra segir að húsnæðismál Útlendingastofnunar muni ekki standa í vegi fyrir móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Undirbúningur að því sé nú þegar hafinn. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, sagði í viðtali við fréttastofu fyrir helgi að „hreint neyðarástand ríki hjá Útlendingastofnun“. Flóttamenn á landinu sem neiti að undirgangast PCR-próf til þess að unnt sé að vísa því úr landi „teppi húsnæði og aðstöðu“ fyrir aðra sem stjórnvöld vilji taka á móti. Ummælin hafa farið öfugt ofan í marga og vakið hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum. "Það sem tefur móttöku flóttafólks frá Úkraínu er fjöldi flóttafólks sem er statt hér á landi sem teppir aðstöðu fyrir aðra sem við myndum vilja taka á móti" er ógeðslegustu og rasískustu ummæli sem ég hef séð frá ráðherra í ríkisstjórn. Menn eins og Jón eru hreinlega hættulegir.— Sema Erla (@semaerla) February 26, 2022 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að málflutningur dómsmálaráðherra væri óboðlegur og spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort um væri að ræða stefnu ríkisstjórnarinnar. Katrín svaraði því til að um væri að ræða fólk í mjög viðkvæmri stöðu. Það skipti máli hvernig talað væri um þá hópa. Húsnæðismál Útlendingastofnunar muni ekki standa í vegi fyrir móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Katrín vísaði til þess félagsmálaráðherra hafi þegar átt fund með flóttamannanefnd og að hafinn væri undirbúningur þess að taka við fólki. Katrín benti á að um það bil hálf milljón væri á flótta vegna ástandsins og að fjöldinn gæti farið upp í fjórar til fimm milljónir. Vafalaust vilji stór hluti þeirra snúa aftur til heimalandsins þegar aðstæður leyfa og því þurfi bæði að huga að því að taka á móti fólki til skemmri og lengri tíma. „Ég leyfi mér að rifja hér upp að það er ekki langt um liðið síðan ástand skapaðist í Afganistan og ríkisstjórn Íslands tók þá ákvörðun fyrst að taka á móti tilteknum fjölda fólks og tók svo nýja ákvörðun um að taka á móti auknum fjölda fólks frá Afganistan vegna þess að okkur fannst mikilvægt að axla ábyrgð í samfélagi þjóðanna. Og tókum þá hlutfallslega í raun og veru á móti fleirum en Norðurlöndin við það tækifæri. Þannig að þegar við lítum til þess sem gert hefur verið þá höfum við ekki skorast undan ábyrgð í þessu,“ sagði Katrín. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, sagði í viðtali við fréttastofu fyrir helgi að „hreint neyðarástand ríki hjá Útlendingastofnun“. Flóttamenn á landinu sem neiti að undirgangast PCR-próf til þess að unnt sé að vísa því úr landi „teppi húsnæði og aðstöðu“ fyrir aðra sem stjórnvöld vilji taka á móti. Ummælin hafa farið öfugt ofan í marga og vakið hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum. "Það sem tefur móttöku flóttafólks frá Úkraínu er fjöldi flóttafólks sem er statt hér á landi sem teppir aðstöðu fyrir aðra sem við myndum vilja taka á móti" er ógeðslegustu og rasískustu ummæli sem ég hef séð frá ráðherra í ríkisstjórn. Menn eins og Jón eru hreinlega hættulegir.— Sema Erla (@semaerla) February 26, 2022 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að málflutningur dómsmálaráðherra væri óboðlegur og spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort um væri að ræða stefnu ríkisstjórnarinnar. Katrín svaraði því til að um væri að ræða fólk í mjög viðkvæmri stöðu. Það skipti máli hvernig talað væri um þá hópa. Húsnæðismál Útlendingastofnunar muni ekki standa í vegi fyrir móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Katrín vísaði til þess félagsmálaráðherra hafi þegar átt fund með flóttamannanefnd og að hafinn væri undirbúningur þess að taka við fólki. Katrín benti á að um það bil hálf milljón væri á flótta vegna ástandsins og að fjöldinn gæti farið upp í fjórar til fimm milljónir. Vafalaust vilji stór hluti þeirra snúa aftur til heimalandsins þegar aðstæður leyfa og því þurfi bæði að huga að því að taka á móti fólki til skemmri og lengri tíma. „Ég leyfi mér að rifja hér upp að það er ekki langt um liðið síðan ástand skapaðist í Afganistan og ríkisstjórn Íslands tók þá ákvörðun fyrst að taka á móti tilteknum fjölda fólks og tók svo nýja ákvörðun um að taka á móti auknum fjölda fólks frá Afganistan vegna þess að okkur fannst mikilvægt að axla ábyrgð í samfélagi þjóðanna. Og tókum þá hlutfallslega í raun og veru á móti fleirum en Norðurlöndin við það tækifæri. Þannig að þegar við lítum til þess sem gert hefur verið þá höfum við ekki skorast undan ábyrgð í þessu,“ sagði Katrín.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira