Undirbúningur hafinn fyrir móttöku flóttafólks Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. mars 2022 16:57 Stefán Vagn Stefánsson er formaður flóttamannanefndar. Stöð 2 Flóttamannanefnd fundaði nú síðdegis og lauk löngum fundi nú á fimmta tímanum. Formaður nefndarinnar segir alveg ljóst að íslensk stjórnvöld muni taka á móti flóttafólki frá Úkraínu eins og önnur Evrópuríki hafa verið að gera. „Við erum byrjuð á undirbúningi í því verkefni en leggjum mikla áherslu á það að fylgjast með og skoða það hvernig Evrópuríkin ætla að aðstoða þennan gríðarlega fjölda fólks sem er nú kominn á flótta,“ segir Stefán Vagn Stefánsson formaður Flóttamannanefndar í samtali við fréttastofu. „Við munum reyna af fremsta megni að ganga í takt við það sem aðrar Evróuþjóðir eru að gera. Við erum byrjuð í samtali við sveitarfélögin til að reyna að átta okkur á því hvaða magn af húsnæði er í boði í landinu.“ Hann segir töluvert af sveitarfélögum þegar búið að tilkynna að þau vilji koma inn í verkefnið og taka á móti flóttafólki. Hann gerir ráð fyrir að fleiri sveitarfélög muni bætast í þann hóp. „Það er gríðarlega ánægjulegt að sjá þennan samhug og vilja sveitarfélaga til að taka þátt í verkefninu,“ segir Stefán. Hann segir nefndina ekki hafa ákveðið hvað tekið verði á móti mörgum flóttamönnum frá Úkraínu. „Ég gef þér enga tölu því hún er ekki til. Við erum ekki komin með neina tölu. Það er mjög vont að gefa upp tölu sem menn geta svo ekki staðið við. Staðan er þannig að þeta er mjög ólíkt þeim verkefnum sem við höfum verið með hingað til,“ segir Stefán. „Þetta er Evrópuríki og íbúum Úkraínu er frjálst að koma hingað og vera í níutíu daga. Það er búið að taka Úkraínu af lista Útlendingastofnunar yfir örugg ríki þannig að fólk getur sótt um alþjóðlega vernd. Slíkt er þegar byrjað, einhverjir tugir hafa óskað eftir slíku þannig að verkefnið er hafið að einhverju leiti,“ segir Stefán. Boðað hefur verið til annars fundar hjá nefndinni á föstudag. Stefán vonar að skýrari mynd verði þá komin á móttöku Úkraínumanna. Alþingi Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Félagsmál Tengdar fréttir Ráðherra hefur ekki falið flóttamannanefnd að fjalla um Úkraínu Flóttamannanefnd mun koma saman í næstu viku á reglulegum fundi. Ráðherra hefur enn ekki falið nefndinni að meta stöðu mála í Úkraínu en Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu að ástandið í Úkraínu verði að öllum líkindum rætt á fundi nefndarinnar, sama hvort það verðir á dagskrá eða utan hennar. 25. febrúar 2022 10:24 Versti dagur stríðsins hingað til Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 2. mars 2022 16:31 Ál- og gasverð í hæstu hæðum Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu. 2. mars 2022 15:56 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Sjá meira
„Við erum byrjuð á undirbúningi í því verkefni en leggjum mikla áherslu á það að fylgjast með og skoða það hvernig Evrópuríkin ætla að aðstoða þennan gríðarlega fjölda fólks sem er nú kominn á flótta,“ segir Stefán Vagn Stefánsson formaður Flóttamannanefndar í samtali við fréttastofu. „Við munum reyna af fremsta megni að ganga í takt við það sem aðrar Evróuþjóðir eru að gera. Við erum byrjuð í samtali við sveitarfélögin til að reyna að átta okkur á því hvaða magn af húsnæði er í boði í landinu.“ Hann segir töluvert af sveitarfélögum þegar búið að tilkynna að þau vilji koma inn í verkefnið og taka á móti flóttafólki. Hann gerir ráð fyrir að fleiri sveitarfélög muni bætast í þann hóp. „Það er gríðarlega ánægjulegt að sjá þennan samhug og vilja sveitarfélaga til að taka þátt í verkefninu,“ segir Stefán. Hann segir nefndina ekki hafa ákveðið hvað tekið verði á móti mörgum flóttamönnum frá Úkraínu. „Ég gef þér enga tölu því hún er ekki til. Við erum ekki komin með neina tölu. Það er mjög vont að gefa upp tölu sem menn geta svo ekki staðið við. Staðan er þannig að þeta er mjög ólíkt þeim verkefnum sem við höfum verið með hingað til,“ segir Stefán. „Þetta er Evrópuríki og íbúum Úkraínu er frjálst að koma hingað og vera í níutíu daga. Það er búið að taka Úkraínu af lista Útlendingastofnunar yfir örugg ríki þannig að fólk getur sótt um alþjóðlega vernd. Slíkt er þegar byrjað, einhverjir tugir hafa óskað eftir slíku þannig að verkefnið er hafið að einhverju leiti,“ segir Stefán. Boðað hefur verið til annars fundar hjá nefndinni á föstudag. Stefán vonar að skýrari mynd verði þá komin á móttöku Úkraínumanna.
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Félagsmál Tengdar fréttir Ráðherra hefur ekki falið flóttamannanefnd að fjalla um Úkraínu Flóttamannanefnd mun koma saman í næstu viku á reglulegum fundi. Ráðherra hefur enn ekki falið nefndinni að meta stöðu mála í Úkraínu en Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu að ástandið í Úkraínu verði að öllum líkindum rætt á fundi nefndarinnar, sama hvort það verðir á dagskrá eða utan hennar. 25. febrúar 2022 10:24 Versti dagur stríðsins hingað til Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 2. mars 2022 16:31 Ál- og gasverð í hæstu hæðum Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu. 2. mars 2022 15:56 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Ráðherra hefur ekki falið flóttamannanefnd að fjalla um Úkraínu Flóttamannanefnd mun koma saman í næstu viku á reglulegum fundi. Ráðherra hefur enn ekki falið nefndinni að meta stöðu mála í Úkraínu en Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu að ástandið í Úkraínu verði að öllum líkindum rætt á fundi nefndarinnar, sama hvort það verðir á dagskrá eða utan hennar. 25. febrúar 2022 10:24
Versti dagur stríðsins hingað til Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 2. mars 2022 16:31
Ál- og gasverð í hæstu hæðum Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu. 2. mars 2022 15:56