Ísland hefji aftur aðildarviðræður við Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar 3. mars 2022 08:00 Það er nauðsynlegt fyrir íslenska stjórnmálamenn sem hafa verið á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu að átta sig á þeirri staðreynd að andstaða við inngöngu Íslands að Evrópusambandinu er ekki eitthvað sem þeir hafa efni á lengur. Andstaðan við Evrópusambandið á Íslandi hefur verið voðalega þægileg fyrir ákveðna stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka á Íslandi þegar heimurinn var frekar rólegur og íslenskir stjórnmálamenn gátu klúðrað málum á Ísland í rólegheitum. Síðan verið nóg um rangfærslur um Evrópusambandið á Íslandi og allt það sem þar hefur verið haldið fram fyllir nokkrar bækur og er gott dæmi um upplýsingaóreiðu og hvað rangfærslur fara illa með umræðuna og koma upp andstöðu við ákveðna hluti. Íslendingar eru eingöngu á móti Evrópusambandinu vegna þess að logið hefur verið að þeim um Evrópusambandið frá árinu 1990 með skipulögðum hætti. Ástæða þess að Ísland þarf að ganga í Evrópusambandið er efnahagslegs eðlis og tengist einnig öryggi Íslands, en það er alveg ljóst að núna er hætta á því að stór-styrjöld brjótist út í Evrópu þar sem NATO sem þarf að verjast innrás Rússlands inn í aðildarríki sín og hugsanlega ríki sem eru í dag utan við NATO í dag. Ef það brýst út stór-styrjöld í Evrópu, þá er efnahagur Íslands farinn í heild sinni og þar liggur ástæðan fyrir því afhverju Ísland þarf að ganga í Evrópusambandið. Aðild að Evrópusambandinu myndi tryggja efnahagslegan stuðning og tryggja aðild Íslands að nauðsynlegum dreifileiðum fyrir matvæli og aðrar nauðsynjar. Auk þess sem að íslenska krónan er búin að vera í svona ástandi og aðild að evrunni myndi tryggja nauðsynlegan efnahagslegan stöðugleika á Íslandi á mjög erfiðum tímum efnahagslega sem mig grunar að séu á leiðinni. Ef að stór-styrjöld brýst út og ég er orðinn nokkuð viss um að stór-styrjöld muni brjótast út, miðað við þær kröfur sem Putin setti fram á Svíþjóð, Finnland, Eystrasaltsríkin og NATO, þá er alveg ljóst að efnahagslegar afleiðingar af því munu verða miklar og mun meiri en þær sem íslendingar hafa upplifað á síðustu árum. Það er alveg ljóst að á Íslandi er hætta á því að það verði langtíma vöruskortur á Íslandi og það er alveg ljóst að aðild Íslands að EFTA og EES dugar ekki í svona aðstæðum. Þar að auki þá tryggir aðild Íslands að Evrópusambandinu aðild að þeim ákvörðunum og stefnum sem Evrópusambandið setur sér og á svona tímum, þá er nauðsynlegt að hafa rödd við ákvarðanatöku sem varðar íslendinga og Ísland til lengri tíma. Án slíkra tækifæra þá er hætta því að á Íslandi muni ríkja langvarandi efnahagskreppa í marga áratugi eftir að átök klárast í Evrópu og endurbygging efnahagsins hefst innan Evrópusambandsins. Það er einnig ljóst að innrás Rússlands í Úkraínu hefur breytt stöðu Evrópusambandsins varanlega í Evrópu. Hvaða afleiðingar það mun hafa til lengri tíma er ekki eitthvað sem ég get sagt til um núna en það er alveg ljóst að það yrði mjög slæmt fyrir Ísland að standa fyrir utan þær breytingar og stefnu sem munu koma í kjölfarið á næstu áratugum. Það að standa fyrir utan Evrópusambandið er skoðun og stefna sem íslendingar og íslenskir stjórnmálaflokkar hafa ekki lengur efni á að halda í lengur. Íslenska krónan er gjaldmiðill sem íslendingar hafa ekki lengur á lengur vegna breyttrar stöðu mála í Evrópu. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Utanríkismál Jón Frímann Jónsson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Það er nauðsynlegt fyrir íslenska stjórnmálamenn sem hafa verið á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu að átta sig á þeirri staðreynd að andstaða við inngöngu Íslands að Evrópusambandinu er ekki eitthvað sem þeir hafa efni á lengur. Andstaðan við Evrópusambandið á Íslandi hefur verið voðalega þægileg fyrir ákveðna stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka á Íslandi þegar heimurinn var frekar rólegur og íslenskir stjórnmálamenn gátu klúðrað málum á Ísland í rólegheitum. Síðan verið nóg um rangfærslur um Evrópusambandið á Íslandi og allt það sem þar hefur verið haldið fram fyllir nokkrar bækur og er gott dæmi um upplýsingaóreiðu og hvað rangfærslur fara illa með umræðuna og koma upp andstöðu við ákveðna hluti. Íslendingar eru eingöngu á móti Evrópusambandinu vegna þess að logið hefur verið að þeim um Evrópusambandið frá árinu 1990 með skipulögðum hætti. Ástæða þess að Ísland þarf að ganga í Evrópusambandið er efnahagslegs eðlis og tengist einnig öryggi Íslands, en það er alveg ljóst að núna er hætta á því að stór-styrjöld brjótist út í Evrópu þar sem NATO sem þarf að verjast innrás Rússlands inn í aðildarríki sín og hugsanlega ríki sem eru í dag utan við NATO í dag. Ef það brýst út stór-styrjöld í Evrópu, þá er efnahagur Íslands farinn í heild sinni og þar liggur ástæðan fyrir því afhverju Ísland þarf að ganga í Evrópusambandið. Aðild að Evrópusambandinu myndi tryggja efnahagslegan stuðning og tryggja aðild Íslands að nauðsynlegum dreifileiðum fyrir matvæli og aðrar nauðsynjar. Auk þess sem að íslenska krónan er búin að vera í svona ástandi og aðild að evrunni myndi tryggja nauðsynlegan efnahagslegan stöðugleika á Íslandi á mjög erfiðum tímum efnahagslega sem mig grunar að séu á leiðinni. Ef að stór-styrjöld brýst út og ég er orðinn nokkuð viss um að stór-styrjöld muni brjótast út, miðað við þær kröfur sem Putin setti fram á Svíþjóð, Finnland, Eystrasaltsríkin og NATO, þá er alveg ljóst að efnahagslegar afleiðingar af því munu verða miklar og mun meiri en þær sem íslendingar hafa upplifað á síðustu árum. Það er alveg ljóst að á Íslandi er hætta á því að það verði langtíma vöruskortur á Íslandi og það er alveg ljóst að aðild Íslands að EFTA og EES dugar ekki í svona aðstæðum. Þar að auki þá tryggir aðild Íslands að Evrópusambandinu aðild að þeim ákvörðunum og stefnum sem Evrópusambandið setur sér og á svona tímum, þá er nauðsynlegt að hafa rödd við ákvarðanatöku sem varðar íslendinga og Ísland til lengri tíma. Án slíkra tækifæra þá er hætta því að á Íslandi muni ríkja langvarandi efnahagskreppa í marga áratugi eftir að átök klárast í Evrópu og endurbygging efnahagsins hefst innan Evrópusambandsins. Það er einnig ljóst að innrás Rússlands í Úkraínu hefur breytt stöðu Evrópusambandsins varanlega í Evrópu. Hvaða afleiðingar það mun hafa til lengri tíma er ekki eitthvað sem ég get sagt til um núna en það er alveg ljóst að það yrði mjög slæmt fyrir Ísland að standa fyrir utan þær breytingar og stefnu sem munu koma í kjölfarið á næstu áratugum. Það að standa fyrir utan Evrópusambandið er skoðun og stefna sem íslendingar og íslenskir stjórnmálaflokkar hafa ekki lengur efni á að halda í lengur. Íslenska krónan er gjaldmiðill sem íslendingar hafa ekki lengur á lengur vegna breyttrar stöðu mála í Evrópu. Höfundur er rithöfundur.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun