Jóhannes Tryggvi sagði í beiðninni að engin sýnileg sönnunargögn væru til staðar ef frá væri talin matsgerð sem hefði þó ekkert sönnunargildi. Þá byggði hann á því að reglan um frjálst sönnunarmat dómara hefði ekki verið virt.
Þá taldi hann að refsing hafi verið ákveðin til muna of þung og ekki í neinu samræmi við dómaframkvæmd.
Hæstiréttur sagði að sakfellingin væri að verulegu leyti byggð á munnlegum framburði sem ekki verði endurskoðaður fyrir Hæstarétti. Þá lúti mál Jóhannesar ekki að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar. Beiðni hans var því hafnað. Ákvörðun Hæstarétta má lesa hér.
Öll mál utan fjögurra felld niður
Konurnar sem kærðu Jóhannes hafa gagnrýnt hve fáar ákærur voru gefnar út á hendur honum, en ellefu mál af fimmtán voru felld niður.
Jóhannes var sakfelldur fyrir allar fjórar nauðganir sem hann var ákærður fyrir. Landsréttur þyngdi dóm héraðsdóms yfir honum um eitt ár. Hann þarf því að afplána sex ára fangelsisdóm.