Myndband sýnir árásina í miðbænum um helgina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2022 10:25 Tvítugur íslenskur karlmaður varð fyrir alvarlegri stunguárás við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Myndband af árásinni er komið í dreifingu á samfélagsmiðlum og má sjá í spilaranum að ofan. Andlit hlutaðeigandi hafa verið afmáð. Alda Lárusdóttir, móðir fórnarlambsins, sagði í viðtali við fréttastofu í gær að sonur hennar væri á sjúkrahúsi eftir árásina sem var fyrir utan skemmtistaðinn Club 203. Alda lýsti því þannig að hann hefði lent í smávægilegum útistöðum við hóp manna fyrr um kvöldið, sem virtist lokið, en þeir svo snúið aftur skömmu síðar. „Þeir koma svo að honum og segja já þetta var hann. Og byrja svo að króa hann af og láta höggin dynja á honum. Hann átti sér ekki von, einn fór fyrir framan hann og einn fyrir aftan hann. Hann heldur að það sé bara verið að berja hann svona fast í bakið. Nei, þá var bara búið að stinga hann sex sinnum,“ sagði Alda. Alda segir son sinn hafa rambað á sjúkrabíl í bænum og fengið að fara þar inn. Líðan hans var í gær sögð stöðug. „Það er bara gott að hann er lifandi. Maður er náttúrulega þakklátur fyrir það.“ Lögregla hafði ekki haft hendur í hári árásarmannanna um hádegisbil í gær. Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segist ekkert geta tjáð sig um málið sem sé í rannsókn. Lögregla muni senda frá sér tilkynningu ef hún hafi eitthvað um málið að segja. Ofbeldisbrotum hefur fjölgað hjá ungu fólki undanfarin ár. Þetta má sjá í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur um ofbeldisbrot hjá ungu fólki. Þar kemur fram að árið 2021 voru 170 einstaklingar undir 18 ára grunaðir um alvarleg ofbeldisbrot og brotin það árið voru 219 í heildina. Borið saman við til dæmis við 2016 þá voru 98 einstaklingar grunaðir um alvarleg ofbeldisbrot undir 18 ára og ofbeldisbrotin voru 118 í heildina. Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Líkamsárás við 203 Club Tengdar fréttir Sonur Öldu stunginn sex sinnum í bakið: „Þakklát að hann sé á lífi“ Íslenskur karlmaður liggur á sjúkrahúsi eftir að hann lenti í alvarlegri stunguárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Móðir hans, Alda Lárusdóttir, segir mildi að ekki hafi farið verr. 6. mars 2022 11:56 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Alda Lárusdóttir, móðir fórnarlambsins, sagði í viðtali við fréttastofu í gær að sonur hennar væri á sjúkrahúsi eftir árásina sem var fyrir utan skemmtistaðinn Club 203. Alda lýsti því þannig að hann hefði lent í smávægilegum útistöðum við hóp manna fyrr um kvöldið, sem virtist lokið, en þeir svo snúið aftur skömmu síðar. „Þeir koma svo að honum og segja já þetta var hann. Og byrja svo að króa hann af og láta höggin dynja á honum. Hann átti sér ekki von, einn fór fyrir framan hann og einn fyrir aftan hann. Hann heldur að það sé bara verið að berja hann svona fast í bakið. Nei, þá var bara búið að stinga hann sex sinnum,“ sagði Alda. Alda segir son sinn hafa rambað á sjúkrabíl í bænum og fengið að fara þar inn. Líðan hans var í gær sögð stöðug. „Það er bara gott að hann er lifandi. Maður er náttúrulega þakklátur fyrir það.“ Lögregla hafði ekki haft hendur í hári árásarmannanna um hádegisbil í gær. Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segist ekkert geta tjáð sig um málið sem sé í rannsókn. Lögregla muni senda frá sér tilkynningu ef hún hafi eitthvað um málið að segja. Ofbeldisbrotum hefur fjölgað hjá ungu fólki undanfarin ár. Þetta má sjá í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur um ofbeldisbrot hjá ungu fólki. Þar kemur fram að árið 2021 voru 170 einstaklingar undir 18 ára grunaðir um alvarleg ofbeldisbrot og brotin það árið voru 219 í heildina. Borið saman við til dæmis við 2016 þá voru 98 einstaklingar grunaðir um alvarleg ofbeldisbrot undir 18 ára og ofbeldisbrotin voru 118 í heildina.
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Líkamsárás við 203 Club Tengdar fréttir Sonur Öldu stunginn sex sinnum í bakið: „Þakklát að hann sé á lífi“ Íslenskur karlmaður liggur á sjúkrahúsi eftir að hann lenti í alvarlegri stunguárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Móðir hans, Alda Lárusdóttir, segir mildi að ekki hafi farið verr. 6. mars 2022 11:56 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Sonur Öldu stunginn sex sinnum í bakið: „Þakklát að hann sé á lífi“ Íslenskur karlmaður liggur á sjúkrahúsi eftir að hann lenti í alvarlegri stunguárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Móðir hans, Alda Lárusdóttir, segir mildi að ekki hafi farið verr. 6. mars 2022 11:56