Roland vonast til að geta snúið aftur til Úkraínu en fjölskyldan ekki jafn spennt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. mars 2022 11:00 Mariam og Roland Eradze. Feðginin eiga það sameiginlegt að hafa spilað með Val. stöð 2 Roland Valur Eradze vonast til að geta snúið til baka til úkraínsku borgarinnar Zaporizhzhia eftir nokkra mánuði. Hann er aðstoðarþjálfari meistaraliðsins HC Motor þar í borg. Roland kom til Íslands á föstudaginn eftir langt ferðalag frá Zaporizhzhia. Rússar réðust inn í Úkraínu aðfaranótt fimmtudags, á svipuðum tíma og Motor kom heim frá Póllandi eftir að hafa leikið gegn Kielce í Meistaradeild Evrópu. „Þetta voru hættulegar aðstæður. Það var búið að loka fyrir flugumferð svo við fórum aftur til Kænugarðs. Það trúði því enginn að Rússar myndu varpa sprengjum á borgina en það gerðist samt,“ sagði Roland um ferðalagið í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. Sem fyrr sagði er Roland aðstoðarþjálfari Motor en aðalþjálfari liðsins er Gintaras Savukynas sem gerði garðinn frægan með Aftureldingu í kringum aldamótin. Roland kann vel við sig hjá Motor og vonast til að geta snúið aftur til Úkraínu. „Ég vona að allt verði í lagi og eftir sex mánuði getum við kannski haldið áfram, allavega á næsta tímabili,“ sagði Roland. Klippa: Roland vill snúa aftur til Motor Fjölskylda Rolands er samt ekki jafn spennt fyrir því að hann snúi aftur til Úkraínu og hann sjálfur. „Við fjölskyldan viljum það ekkert endilega. Við viljum bara fá hann heim. En svo hugsar maður til hans og hversu ánægður hann var þarna úti með þessu liði. Þetta er akkúrat það sem hann vildi,“ sagði Mariam Eradze, dóttir Rolands. „Maður vonar, ef hann ákveður að fara aftur út, að allt verði fullkomið. En svo er maður bara: vertu bara heima.“ Motor er langsterkasta lið Úkraínu, hefur unnið meistaratitilinn þar í landi níu ár í röð og er fastagestur í Meistaradeildinni. Handbolti Sportpakkinn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira
Roland kom til Íslands á föstudaginn eftir langt ferðalag frá Zaporizhzhia. Rússar réðust inn í Úkraínu aðfaranótt fimmtudags, á svipuðum tíma og Motor kom heim frá Póllandi eftir að hafa leikið gegn Kielce í Meistaradeild Evrópu. „Þetta voru hættulegar aðstæður. Það var búið að loka fyrir flugumferð svo við fórum aftur til Kænugarðs. Það trúði því enginn að Rússar myndu varpa sprengjum á borgina en það gerðist samt,“ sagði Roland um ferðalagið í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. Sem fyrr sagði er Roland aðstoðarþjálfari Motor en aðalþjálfari liðsins er Gintaras Savukynas sem gerði garðinn frægan með Aftureldingu í kringum aldamótin. Roland kann vel við sig hjá Motor og vonast til að geta snúið aftur til Úkraínu. „Ég vona að allt verði í lagi og eftir sex mánuði getum við kannski haldið áfram, allavega á næsta tímabili,“ sagði Roland. Klippa: Roland vill snúa aftur til Motor Fjölskylda Rolands er samt ekki jafn spennt fyrir því að hann snúi aftur til Úkraínu og hann sjálfur. „Við fjölskyldan viljum það ekkert endilega. Við viljum bara fá hann heim. En svo hugsar maður til hans og hversu ánægður hann var þarna úti með þessu liði. Þetta er akkúrat það sem hann vildi,“ sagði Mariam Eradze, dóttir Rolands. „Maður vonar, ef hann ákveður að fara aftur út, að allt verði fullkomið. En svo er maður bara: vertu bara heima.“ Motor er langsterkasta lið Úkraínu, hefur unnið meistaratitilinn þar í landi níu ár í röð og er fastagestur í Meistaradeildinni.
Handbolti Sportpakkinn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira