Vinnum að friði! Guttormur Þorsteinsson og Stefán Pálsson skrifa 9. mars 2022 07:31 Á níunda áratug síðustu aldar var veröldin á heljarþröm. Risaveldin kepptust við að stækka vopnabúr sín og óttast var að heimsstyrjöld gæti brotist út, jafnvel bara fyrir mistök eða misskilnings. Forystumenn hernaðarveldanna virtust úr takti við almenning og sumir taldir vart með öllum mjalla. Þau sem lifðu þessa tíma muna sífellda kjarnorkuógnina sem gat minnt á sig við sakleysislegustu aðstæður. En þessi ár voru líka tími öflugrar friðarhreyfingar. Út um allt voru starfandi litlir hópar sem hvöttu til afvopnunar og töluðu máli friðsamlegra lausna á deilumálum heimsins. Ýmsar stéttir stofnuðu sín eigin friðarsamtök. Má þar nefna listamenn, heilbrigðisstéttir og menntastéttir. Innan verkalýðshreyfingarinnar mátti finna öfluga friðarhópa og sama gildir um kirkjudeildir og trúfélög. Við lok kalda stríðsins dró skiljanlega úr kraftinum í þessari baráttu. Önnur brýn mál kölluðu á orku og starfsþrek hugsjónafólks. Óþarft er að fjölyrða um þá stöðu sem nú blasir við okkur á alþjóðavettvangi. Blóðugt stríð fer nú fram í Evrópu og nægir eru til þess að hella olíu á eldinn. Hernaðarsinnar ganga á lagið og kalla eftir meiri útgjöldum til vígvæðingar, fleiri vopnum og stærri. Við þær aðstæður eru mikilvægara en nokkru sinni fyrr að raddir friðarsinna heyrist hátt og snjallt. Við hvetjum frjáls félagasamtök, fagfélög, trúfélög og verkalýðshreyfingu til að blása lífi í gamlar hugsjónir um frið og afvopnun og koma á nýjan leik upp friðarhópum sem geta lagt skynsamlegt og gott til í heimi sem virðist einbeittur í að tortíma sér. Oft var þörf en nú er nauðsyn! Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðingaStefán Pálsson, ritari Samtaka hernaðarandstæðinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Guttormur Þorsteinsson Stefán Pálsson Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Á níunda áratug síðustu aldar var veröldin á heljarþröm. Risaveldin kepptust við að stækka vopnabúr sín og óttast var að heimsstyrjöld gæti brotist út, jafnvel bara fyrir mistök eða misskilnings. Forystumenn hernaðarveldanna virtust úr takti við almenning og sumir taldir vart með öllum mjalla. Þau sem lifðu þessa tíma muna sífellda kjarnorkuógnina sem gat minnt á sig við sakleysislegustu aðstæður. En þessi ár voru líka tími öflugrar friðarhreyfingar. Út um allt voru starfandi litlir hópar sem hvöttu til afvopnunar og töluðu máli friðsamlegra lausna á deilumálum heimsins. Ýmsar stéttir stofnuðu sín eigin friðarsamtök. Má þar nefna listamenn, heilbrigðisstéttir og menntastéttir. Innan verkalýðshreyfingarinnar mátti finna öfluga friðarhópa og sama gildir um kirkjudeildir og trúfélög. Við lok kalda stríðsins dró skiljanlega úr kraftinum í þessari baráttu. Önnur brýn mál kölluðu á orku og starfsþrek hugsjónafólks. Óþarft er að fjölyrða um þá stöðu sem nú blasir við okkur á alþjóðavettvangi. Blóðugt stríð fer nú fram í Evrópu og nægir eru til þess að hella olíu á eldinn. Hernaðarsinnar ganga á lagið og kalla eftir meiri útgjöldum til vígvæðingar, fleiri vopnum og stærri. Við þær aðstæður eru mikilvægara en nokkru sinni fyrr að raddir friðarsinna heyrist hátt og snjallt. Við hvetjum frjáls félagasamtök, fagfélög, trúfélög og verkalýðshreyfingu til að blása lífi í gamlar hugsjónir um frið og afvopnun og koma á nýjan leik upp friðarhópum sem geta lagt skynsamlegt og gott til í heimi sem virðist einbeittur í að tortíma sér. Oft var þörf en nú er nauðsyn! Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðingaStefán Pálsson, ritari Samtaka hernaðarandstæðinga
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun