Hæstiréttur staðfestir úrskurð Félagsdóms í máli Ólafar Helgu Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2022 11:59 Ólöfu Helgu Adolfsdóttur var sagt upp í ágúst síðastliðinn eftir að hafa starfað um árabil sem hlaðmaður á Reykjavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Félagsdóms frá í febrúar þar sem hafnað var kröfu Icelandair um frávísun á kröfu ASÍ, fyrir hönd Starfsgreinasambandsins vegna Eflingar, þess efnis að viðurkennt yrði með dómi að uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur hjá Icelandair í ágúst síðastliðinn fæli í sér brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og væri af þeim sökum ólögmæt. Hæstiréttur vísaði til þess að meginágreiningur Icelandair og varnaraðila lyti að því hvort Ólöf Helga hefði átt að njóta verndar sem trúnaðarmaður við uppsögn. Hæstiréttur taldi ágreininginn ótvírætt falla undir lögsögu Félagsdóms og hafnaði því kröfu Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar vegna Icelandair. Ólöf Helga Adolfsdóttir bauð sig fram til embættis formanns Eflingar í febrúnar en beið þar lægri hlut.Vísir/Vilhelm Ólöf Helga hafði gegnt embætti trúnaðarmanns hlaðmanna á Reykjavíkurflugvelli frá árinu 2018 og tilnefnd sem trúnaðarmaður Eflingar stéttarfélags frá mars 2018 til marsmánaðar 2020. Í febrúar 2020 mun Flugfélag Íslands hafa sent tilkynningu um skipan öryggisnefndar sinnar til Vinnueftirlitsins og átti Ólöf Helga sæti í henni sem öryggistrúnaðarmaður. Icelandair svo tók yfir ráðningarsamning hennar á vormánuðum 2020, en með bréfi 20. ágúst 2021 sagði Icelandair henni upp störfum frá og með 31. sama mánaðar. Laut ágreiningur málsins meðal annars að því hvort Ólöf Helga hefði haldið stöðu sinni sem öryggistrúnaðarmaður við sameiningu Flugfélags Íslands ehf. og Icelandair. Sóknaraðilinn í málinu krafðist þess fyrir Hæstarétti að úrskurður Félagsdóms yrði felldur úr gildi og kröfunni yrði vísað frá Félagsdómi. ASÍ krafðist hins vegar staðfestingar hins kærða úrskurðar. Líkt og áður sagði taldi Hæstiréttur ágreininginn ótvírætt falla undir lögsögu Félagsdóms og hafnaði því kröfu sóknaraðilanna. Sóknaraðilum var gert að greiða kærumálskostnað, alls hálfa milljón króna. Dómsmál Vinnumarkaður Stéttarfélög Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Tengdar fréttir Með ólíkindum að Icelandair ætli í stríð við verkalýðshreyfinguna „Mér finnst alveg með ólíkindum að fyrirtæki sem er í þeirri stöðu sem [Icelandair] er ætli sér að fara í stríð við verkalýðshreyfinguna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um ákvörðun fyrirtækisins um að standa við uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur. 7. október 2021 07:31 Krefjast þess að Icelandair dragi uppsögn trúnaðarmanns til baka Forsvarsmenn Eflingar fara fram á að uppsögn hlaðmanns hjá Icelandair verði dregin til baka.Umræddur hlaðmaður, Ólöf Helga Adolfsdóttir, var trúnaðarmaður í hlaðdeild Icelandair á Reykjavíkurflugvelli og átti í viðræðum við fyrirtækið um réttindi starfsfólks þegar henni var sagt upp störfum. 5. október 2021 06:48 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Hæstiréttur vísaði til þess að meginágreiningur Icelandair og varnaraðila lyti að því hvort Ólöf Helga hefði átt að njóta verndar sem trúnaðarmaður við uppsögn. Hæstiréttur taldi ágreininginn ótvírætt falla undir lögsögu Félagsdóms og hafnaði því kröfu Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar vegna Icelandair. Ólöf Helga Adolfsdóttir bauð sig fram til embættis formanns Eflingar í febrúnar en beið þar lægri hlut.Vísir/Vilhelm Ólöf Helga hafði gegnt embætti trúnaðarmanns hlaðmanna á Reykjavíkurflugvelli frá árinu 2018 og tilnefnd sem trúnaðarmaður Eflingar stéttarfélags frá mars 2018 til marsmánaðar 2020. Í febrúar 2020 mun Flugfélag Íslands hafa sent tilkynningu um skipan öryggisnefndar sinnar til Vinnueftirlitsins og átti Ólöf Helga sæti í henni sem öryggistrúnaðarmaður. Icelandair svo tók yfir ráðningarsamning hennar á vormánuðum 2020, en með bréfi 20. ágúst 2021 sagði Icelandair henni upp störfum frá og með 31. sama mánaðar. Laut ágreiningur málsins meðal annars að því hvort Ólöf Helga hefði haldið stöðu sinni sem öryggistrúnaðarmaður við sameiningu Flugfélags Íslands ehf. og Icelandair. Sóknaraðilinn í málinu krafðist þess fyrir Hæstarétti að úrskurður Félagsdóms yrði felldur úr gildi og kröfunni yrði vísað frá Félagsdómi. ASÍ krafðist hins vegar staðfestingar hins kærða úrskurðar. Líkt og áður sagði taldi Hæstiréttur ágreininginn ótvírætt falla undir lögsögu Félagsdóms og hafnaði því kröfu sóknaraðilanna. Sóknaraðilum var gert að greiða kærumálskostnað, alls hálfa milljón króna.
Dómsmál Vinnumarkaður Stéttarfélög Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Tengdar fréttir Með ólíkindum að Icelandair ætli í stríð við verkalýðshreyfinguna „Mér finnst alveg með ólíkindum að fyrirtæki sem er í þeirri stöðu sem [Icelandair] er ætli sér að fara í stríð við verkalýðshreyfinguna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um ákvörðun fyrirtækisins um að standa við uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur. 7. október 2021 07:31 Krefjast þess að Icelandair dragi uppsögn trúnaðarmanns til baka Forsvarsmenn Eflingar fara fram á að uppsögn hlaðmanns hjá Icelandair verði dregin til baka.Umræddur hlaðmaður, Ólöf Helga Adolfsdóttir, var trúnaðarmaður í hlaðdeild Icelandair á Reykjavíkurflugvelli og átti í viðræðum við fyrirtækið um réttindi starfsfólks þegar henni var sagt upp störfum. 5. október 2021 06:48 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Með ólíkindum að Icelandair ætli í stríð við verkalýðshreyfinguna „Mér finnst alveg með ólíkindum að fyrirtæki sem er í þeirri stöðu sem [Icelandair] er ætli sér að fara í stríð við verkalýðshreyfinguna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um ákvörðun fyrirtækisins um að standa við uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur. 7. október 2021 07:31
Krefjast þess að Icelandair dragi uppsögn trúnaðarmanns til baka Forsvarsmenn Eflingar fara fram á að uppsögn hlaðmanns hjá Icelandair verði dregin til baka.Umræddur hlaðmaður, Ólöf Helga Adolfsdóttir, var trúnaðarmaður í hlaðdeild Icelandair á Reykjavíkurflugvelli og átti í viðræðum við fyrirtækið um réttindi starfsfólks þegar henni var sagt upp störfum. 5. október 2021 06:48