Orkuöryggi á ófriðartímum Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 11. mars 2022 16:01 Því miður þarf oft alvöru átök til að vekja fólk þegar kemur að orkuöryggismálum þjóða. Sagan hefur samt margoft sýnt okkur að jarðefnaeldsneyti er ekki alltaf friðsælasta orkan sem völ er á. Hvað olíu varðar er ástæðan ósköp einföld, öll ríki þurfa olíu en aðeins örfá ríki framleiða olíu. Þetta eitt og sér skapar valdaójafnvægi sem oft hefur valdið titringi á alþjóðasviðinu. Alþjóðaviðskipti eru alls ekki slæm, heldur eru þau í raun frábær leið til að stuðla að auknum gæðum og meiri hagkvæmni í vöruframleiðslu. Þegar kemur að grunnþörfum eins og orku og fæðu getur hinsvegar verið óþægilegt að vera algerlega háður öðrum ríkjum varðandi lífsnauðsynjar. Með jarðhitavæðingu hér á landi stigu Íslendingar risastórt skref í orkuöryggismálum þó að það hafi stundum gleymst, enda eiga jákvæð efnahags- og umhverfisháhrif jafnan sviðsljósið. Ef Ísland væri olíukynt, eins og algengt var fyrir nokkrum áratugum, þyrfti mögulega um 25 þúsund olíutunnur á dag til að anna húshitun á Íslandi. Slík staða væri hálf óhugnanleg í ljósi þeirra átaka sem nú eru í gangi í heiminum. Tökum næstu skref Íslendingar eru óþægilega háðir olíu í vegasamgöngum enda er olía í vegasamgöngum í raun blóðið í æðakerfi hagkerfisins. Án innflutnings á olíu myndi þjóðfélagið nánast lamast á örfáum mánuðum. Nú eru að skapast forsendur til að klára orkuöryggismál þjóðarinnar að miklu leyti með orkuskiptum vegasamgangna. Vegferðin er hafin og nú er þjóðin ekki lengur 100% háð innfluttri olíu í vegasamgöngum. Nú þegar eru um 13% fólksbifreiða í umferð á Íslandi knúnar innlendri orku að hluta eða öllu leyti og undanfarna mánuði hafa fólksbifreiðar með innstungu verið um og yfir 70% af nýskráðum fólksbílum. Þó að langstærsti hluti bifreiða á götum landsins sé enn keyrður á innfluttri olíu, þá eru nýorkubílar farnir að leggja örlítið af mörkum við orku- og þjóðaröryggi landsins. Gróflega má áætla að nýorkufólksbílar á götum landsins í dag séu að minnka olíuinnflutning landsins um 20 milljón lítra á ári eða rúmlega 300 tunnur á dag. Þetta er þó ekki allt, því að um 600 sendibifreiðar ganga nú á innlendri orku, auk um 30 hópbifreiða. Nú þarf að sýna djörfung og hraða þessum jákvæðu umskiptum. Hættum að nýskrá glænýja bensín- og dísilbíla og hröðum orkuskiptavegferðinni þegar kemur að atvinnubílum. Fleiri leiðir Enn fleiri skynsamlegar leiðir finnast líka, til að draga úr innflutningi á olíu og auka þannig þjóðaröryggi landsins. Breyttar ferðavenjur er eitthvað sem allir geta tileinkað sér og snúast ekki bara um að losa sig algerlega við einkabílinn heldur tileinka sér bílminni lífsstíl. Heimavinna, sam- og sparakstur og almenningssamgöngur geta t.d. skilað miklum árangri auk þess sem rafhjól og rafskútur eru að verða sífellt áhugaverðari kostur þegar að kemur að fækkun bílferða. Einn dagur á viku sem afgreiddur er með heimavinnu, hjólreiðum, samakstri eða almenningssamgöngum getur minnkað olíunotkun og þar með olíukostnað heimilis um 15%. Vissulega henta þessir kostir ekki öllum, en örugglega nógu mörgum til að hægt sé að minnka olíunotkun umtalsvert og færa okkur enn nær fullkomnu orkuöryggi sem ætti að vera innan seilingar á næstu áratugum. Höfundur er sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Bensín og olía Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Því miður þarf oft alvöru átök til að vekja fólk þegar kemur að orkuöryggismálum þjóða. Sagan hefur samt margoft sýnt okkur að jarðefnaeldsneyti er ekki alltaf friðsælasta orkan sem völ er á. Hvað olíu varðar er ástæðan ósköp einföld, öll ríki þurfa olíu en aðeins örfá ríki framleiða olíu. Þetta eitt og sér skapar valdaójafnvægi sem oft hefur valdið titringi á alþjóðasviðinu. Alþjóðaviðskipti eru alls ekki slæm, heldur eru þau í raun frábær leið til að stuðla að auknum gæðum og meiri hagkvæmni í vöruframleiðslu. Þegar kemur að grunnþörfum eins og orku og fæðu getur hinsvegar verið óþægilegt að vera algerlega háður öðrum ríkjum varðandi lífsnauðsynjar. Með jarðhitavæðingu hér á landi stigu Íslendingar risastórt skref í orkuöryggismálum þó að það hafi stundum gleymst, enda eiga jákvæð efnahags- og umhverfisháhrif jafnan sviðsljósið. Ef Ísland væri olíukynt, eins og algengt var fyrir nokkrum áratugum, þyrfti mögulega um 25 þúsund olíutunnur á dag til að anna húshitun á Íslandi. Slík staða væri hálf óhugnanleg í ljósi þeirra átaka sem nú eru í gangi í heiminum. Tökum næstu skref Íslendingar eru óþægilega háðir olíu í vegasamgöngum enda er olía í vegasamgöngum í raun blóðið í æðakerfi hagkerfisins. Án innflutnings á olíu myndi þjóðfélagið nánast lamast á örfáum mánuðum. Nú eru að skapast forsendur til að klára orkuöryggismál þjóðarinnar að miklu leyti með orkuskiptum vegasamgangna. Vegferðin er hafin og nú er þjóðin ekki lengur 100% háð innfluttri olíu í vegasamgöngum. Nú þegar eru um 13% fólksbifreiða í umferð á Íslandi knúnar innlendri orku að hluta eða öllu leyti og undanfarna mánuði hafa fólksbifreiðar með innstungu verið um og yfir 70% af nýskráðum fólksbílum. Þó að langstærsti hluti bifreiða á götum landsins sé enn keyrður á innfluttri olíu, þá eru nýorkubílar farnir að leggja örlítið af mörkum við orku- og þjóðaröryggi landsins. Gróflega má áætla að nýorkufólksbílar á götum landsins í dag séu að minnka olíuinnflutning landsins um 20 milljón lítra á ári eða rúmlega 300 tunnur á dag. Þetta er þó ekki allt, því að um 600 sendibifreiðar ganga nú á innlendri orku, auk um 30 hópbifreiða. Nú þarf að sýna djörfung og hraða þessum jákvæðu umskiptum. Hættum að nýskrá glænýja bensín- og dísilbíla og hröðum orkuskiptavegferðinni þegar kemur að atvinnubílum. Fleiri leiðir Enn fleiri skynsamlegar leiðir finnast líka, til að draga úr innflutningi á olíu og auka þannig þjóðaröryggi landsins. Breyttar ferðavenjur er eitthvað sem allir geta tileinkað sér og snúast ekki bara um að losa sig algerlega við einkabílinn heldur tileinka sér bílminni lífsstíl. Heimavinna, sam- og sparakstur og almenningssamgöngur geta t.d. skilað miklum árangri auk þess sem rafhjól og rafskútur eru að verða sífellt áhugaverðari kostur þegar að kemur að fækkun bílferða. Einn dagur á viku sem afgreiddur er með heimavinnu, hjólreiðum, samakstri eða almenningssamgöngum getur minnkað olíunotkun og þar með olíukostnað heimilis um 15%. Vissulega henta þessir kostir ekki öllum, en örugglega nógu mörgum til að hægt sé að minnka olíunotkun umtalsvert og færa okkur enn nær fullkomnu orkuöryggi sem ætti að vera innan seilingar á næstu áratugum. Höfundur er sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar