Ekki nóg að vera í NATO og tímabært að huga að aðild að ESB Árni Sæberg skrifar 12. mars 2022 13:35 Formaður Samfylkingarinnar vill setja aðildarumsókn að ESB aftur á dagskrá. Vísir/Vilhelm Formaður Samfylkingarinnar segir kominn tíma á að setja aðildarumsókn að Evrópusambandi aftur rækilega á dagskrá. Logi Einarson segir Samfylkinguna fordæma innrás Rússa í Úkraínu og segir hana vera ólögmæta og hryllilega. „Ef rússneskum stjórnvöldum tekst að mylja Úkraínu undir sig með valdi getur það opnað á svipaðar kröfur og hernaðaraðgerðir gegn fleiri löndum við landamæri Rússlands. Innrás Rússa er því ekki eingöngu árás gegn Úkraínu heldur árás gegn sjálfsákvörðunarrétti þjóða og ógn við lýðræði, frið og öryggi til langs tíma,“ sagði hann í ræðu á flokksstjórnarþingi Samfylkingarinnar í morgun. Hann segir stjórnvöld hér á landi þurfa að gera þrennt; að taka fullan þátt í sameiginlegum þvingunaraðgerðum lýðræðisríkja gegn Rússlandi, að styðja íbúa Úkraínu með öllum tiltækum ráðum en einnig leita leiða að tryggja öryggi og styrkja varnir Íslands til framtíðar. Njótum þess að tilheyra Atlantshafsbandalaginu Logi segir okkur Íslendinga njóta þess að tilheyra tilheyra varnarbandalagi Atlandshafsbandalagsins en það nægi ekki eitt og sér. „Í ljósi þess að Evrópusambandið hefur tekið sér vaxandi hlutverk í varnar og öryggismálum í kjölfar innrásarinnar, í þeim tilgangi að tryggja betur lýðræði og frið í Evrópu, er enn meiri ástæða en áður til að Ísland gerist fullgildur aðili í þessu samstarfi lýðræðisríkja,“ segir hann. Nauðsynlegt sé að endurnýja samfélagslega umræðu um aðild að sambandinu en flokksmenn þurfi einnig að stilla saman strengi sína hvað málið varðar. „Um er að ræða grundvallarhagsmuni þjóðarinnar og það er tími til kominn að setja aðildarumsókn að Evrópusambandi aftur rækilega á dagskrá,“ segir Logi Einarsson. Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu var dregin til baka árið 2013 í utanríkisráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar. „Þar kom fram að ríkisstjórnin hyggist ekki endurvekja aðildarferlið, að ný stefna yfirtaki skuldbindingar fyrri ríkisstjórnar í aðildarferlinu og að ESB geri ráðstafanir sem taki mið af því að Ísland teljist ekki lengur umsóknarríki,“ sagði Gunnar Bragi á sínum tíma. Innrás Rússa í Úkraínu Samfylkingin Evrópusambandið NATO Utanríkismál Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Logi Einarson segir Samfylkinguna fordæma innrás Rússa í Úkraínu og segir hana vera ólögmæta og hryllilega. „Ef rússneskum stjórnvöldum tekst að mylja Úkraínu undir sig með valdi getur það opnað á svipaðar kröfur og hernaðaraðgerðir gegn fleiri löndum við landamæri Rússlands. Innrás Rússa er því ekki eingöngu árás gegn Úkraínu heldur árás gegn sjálfsákvörðunarrétti þjóða og ógn við lýðræði, frið og öryggi til langs tíma,“ sagði hann í ræðu á flokksstjórnarþingi Samfylkingarinnar í morgun. Hann segir stjórnvöld hér á landi þurfa að gera þrennt; að taka fullan þátt í sameiginlegum þvingunaraðgerðum lýðræðisríkja gegn Rússlandi, að styðja íbúa Úkraínu með öllum tiltækum ráðum en einnig leita leiða að tryggja öryggi og styrkja varnir Íslands til framtíðar. Njótum þess að tilheyra Atlantshafsbandalaginu Logi segir okkur Íslendinga njóta þess að tilheyra tilheyra varnarbandalagi Atlandshafsbandalagsins en það nægi ekki eitt og sér. „Í ljósi þess að Evrópusambandið hefur tekið sér vaxandi hlutverk í varnar og öryggismálum í kjölfar innrásarinnar, í þeim tilgangi að tryggja betur lýðræði og frið í Evrópu, er enn meiri ástæða en áður til að Ísland gerist fullgildur aðili í þessu samstarfi lýðræðisríkja,“ segir hann. Nauðsynlegt sé að endurnýja samfélagslega umræðu um aðild að sambandinu en flokksmenn þurfi einnig að stilla saman strengi sína hvað málið varðar. „Um er að ræða grundvallarhagsmuni þjóðarinnar og það er tími til kominn að setja aðildarumsókn að Evrópusambandi aftur rækilega á dagskrá,“ segir Logi Einarsson. Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu var dregin til baka árið 2013 í utanríkisráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar. „Þar kom fram að ríkisstjórnin hyggist ekki endurvekja aðildarferlið, að ný stefna yfirtaki skuldbindingar fyrri ríkisstjórnar í aðildarferlinu og að ESB geri ráðstafanir sem taki mið af því að Ísland teljist ekki lengur umsóknarríki,“ sagði Gunnar Bragi á sínum tíma.
Innrás Rússa í Úkraínu Samfylkingin Evrópusambandið NATO Utanríkismál Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira