Ullarbændur í Öxarfirði selja lopa beint frá býli Kristján Már Unnarsson skrifar 14. mars 2022 22:44 Guðrún Lilja og Brynjar Þór í gestastofu ullarvinnslunnar í Gilhaga. Einar Árnason Ung hjón sem áttu sér þann draum að setjast að í sveit ásamt börnum sínum þremur ákváðu að gerast ullarbændur í Öxarfirði og selja lopaband beint frá býli. Svo vel hefur gengið að þau hafa vart undan við framleiðsluna. Í fréttum Stöðvar 2 sýndum við myndir frá því þegar við heimsóttum bæinn Gilhaga síðastliðið sumar. Þá rak okkur eiginlega í rogastans að sjá skógarsalinn með birkivöxnum hlíðum og ræktuðum skógi næst bæjarhúsunum. Í gamalli vélageymslu á hlaðinu eru þau Brynjar Þór Vigfússon og Guðrún Lilja Dam Guðrúnardóttir búin að innrétta ullarvinnslu en þau keyptu jörðin af afa hans fyrir þremur árum. Bærinn Gilhagi í Öxarfirði er í skógarsal um fimm kílómetra frá Lundi og um tólf kílómetra frá Ásbyrgi.Einar Árnason „Við vissum eiginlega ekkert um ull þegar við byrjuðum. Þetta var verkefni sem var í gangi á vegum Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga,“ segir Guðrún. Ullina fá þau frá bændum í héraðinu. Hún fer síðan í gegnum vélar sem þvo ullina, tæta hana, kemba og spinna. Afurðirnar eru svo seldar beint frá býli en þau innréttuðu sérstaka gestastofu. „Við erum að reyna að hafa þetta svolítið fjölbreytt. Við erum til dæmis með mjög fínt einband. Við erum með fínt tvinnað band, sem er skemmtilegt í vettlinga, og hefur verið mjög vinsælt. Við erum með gróft þríband og eitt sem við köllum Hrút. Það er í rauninni bara ærull. Við nefnum það Hrút vegna þess að við tökum ekki togið frá. Þannig að það er svona grófara og ekki fyrir þá allra viðkvæmustu,“ segir Guðrún. Þau Guðrún og Brynjar segja frá ullarvinnslunni í Gilhaga.Einar Árnason Þau hófu starfsemina sumarið 2020 og þetta varð strax fullt starf hjá Brynjari. „Guðrún er svona að koma inn í þetta hægt og rólega af því að við höfum bara ekki undan. Þurfum bara í rauninni fleiri hendur,“ segir Brynjar og Guðrún bætir við að tryllt umferð hafi verið síðastliðið sumar og brjálað að gera. En geta þau lifað á þessu? Liggur framtíðin í þessu? „Já, ég held að það sé algerlega framtíðin, að vera ullarbóndi,“ svarar Guðrún. „Já, eins og er, þá gengur þetta vel, og virðist vera að aukast. Þannig að við erum ekki smeyk,“ svarar Brynjar. Fjallað er um Öxarfjörð í þættinum Um land allt á Stöð 2 en þáttinn má einnig nálgast á Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Landbúnaður Norðurþing Byggðamál Tengdar fréttir Sænskar konur uppgötvuðu Öxarfjörð og fóru svo hvergi Tvær sænskar konur, sem stofnað hafa heimili í Öxarfirði með íslenskum eiginmönnum, eru meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2. Báðar eiga sinn þátt í því að börnum hefur farið fjölgandi í sveitinni. 14. mars 2022 12:13 Íslensk ull slær í gegn í vinsælum útivistarfatnaði Íslensk ull er heldur betur að slá í gegn á Íslandi og í útlöndum, ekki bara í lopapeysum því nú er hún líka komin í vinsælan útivistarfatnað til einangrunar. Talsmaður sauðfjárbænda segir bændur mjög stolta af vinsældum ullarinnar. 28. desember 2021 13:07 Handprjónarar bæta hag íslenskra sauðfjárbænda Sauðfjárbændur gleðjast núna yfir hærra ullarverði en íslenskt handprjónaband hefur slegið í gegn meðal prjónafólks, bæði hérlendis og erlendis. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur ekki undan við framleiðsluna. 18. nóvember 2021 22:44 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 sýndum við myndir frá því þegar við heimsóttum bæinn Gilhaga síðastliðið sumar. Þá rak okkur eiginlega í rogastans að sjá skógarsalinn með birkivöxnum hlíðum og ræktuðum skógi næst bæjarhúsunum. Í gamalli vélageymslu á hlaðinu eru þau Brynjar Þór Vigfússon og Guðrún Lilja Dam Guðrúnardóttir búin að innrétta ullarvinnslu en þau keyptu jörðin af afa hans fyrir þremur árum. Bærinn Gilhagi í Öxarfirði er í skógarsal um fimm kílómetra frá Lundi og um tólf kílómetra frá Ásbyrgi.Einar Árnason „Við vissum eiginlega ekkert um ull þegar við byrjuðum. Þetta var verkefni sem var í gangi á vegum Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga,“ segir Guðrún. Ullina fá þau frá bændum í héraðinu. Hún fer síðan í gegnum vélar sem þvo ullina, tæta hana, kemba og spinna. Afurðirnar eru svo seldar beint frá býli en þau innréttuðu sérstaka gestastofu. „Við erum að reyna að hafa þetta svolítið fjölbreytt. Við erum til dæmis með mjög fínt einband. Við erum með fínt tvinnað band, sem er skemmtilegt í vettlinga, og hefur verið mjög vinsælt. Við erum með gróft þríband og eitt sem við köllum Hrút. Það er í rauninni bara ærull. Við nefnum það Hrút vegna þess að við tökum ekki togið frá. Þannig að það er svona grófara og ekki fyrir þá allra viðkvæmustu,“ segir Guðrún. Þau Guðrún og Brynjar segja frá ullarvinnslunni í Gilhaga.Einar Árnason Þau hófu starfsemina sumarið 2020 og þetta varð strax fullt starf hjá Brynjari. „Guðrún er svona að koma inn í þetta hægt og rólega af því að við höfum bara ekki undan. Þurfum bara í rauninni fleiri hendur,“ segir Brynjar og Guðrún bætir við að tryllt umferð hafi verið síðastliðið sumar og brjálað að gera. En geta þau lifað á þessu? Liggur framtíðin í þessu? „Já, ég held að það sé algerlega framtíðin, að vera ullarbóndi,“ svarar Guðrún. „Já, eins og er, þá gengur þetta vel, og virðist vera að aukast. Þannig að við erum ekki smeyk,“ svarar Brynjar. Fjallað er um Öxarfjörð í þættinum Um land allt á Stöð 2 en þáttinn má einnig nálgast á Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Landbúnaður Norðurþing Byggðamál Tengdar fréttir Sænskar konur uppgötvuðu Öxarfjörð og fóru svo hvergi Tvær sænskar konur, sem stofnað hafa heimili í Öxarfirði með íslenskum eiginmönnum, eru meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2. Báðar eiga sinn þátt í því að börnum hefur farið fjölgandi í sveitinni. 14. mars 2022 12:13 Íslensk ull slær í gegn í vinsælum útivistarfatnaði Íslensk ull er heldur betur að slá í gegn á Íslandi og í útlöndum, ekki bara í lopapeysum því nú er hún líka komin í vinsælan útivistarfatnað til einangrunar. Talsmaður sauðfjárbænda segir bændur mjög stolta af vinsældum ullarinnar. 28. desember 2021 13:07 Handprjónarar bæta hag íslenskra sauðfjárbænda Sauðfjárbændur gleðjast núna yfir hærra ullarverði en íslenskt handprjónaband hefur slegið í gegn meðal prjónafólks, bæði hérlendis og erlendis. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur ekki undan við framleiðsluna. 18. nóvember 2021 22:44 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Sænskar konur uppgötvuðu Öxarfjörð og fóru svo hvergi Tvær sænskar konur, sem stofnað hafa heimili í Öxarfirði með íslenskum eiginmönnum, eru meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2. Báðar eiga sinn þátt í því að börnum hefur farið fjölgandi í sveitinni. 14. mars 2022 12:13
Íslensk ull slær í gegn í vinsælum útivistarfatnaði Íslensk ull er heldur betur að slá í gegn á Íslandi og í útlöndum, ekki bara í lopapeysum því nú er hún líka komin í vinsælan útivistarfatnað til einangrunar. Talsmaður sauðfjárbænda segir bændur mjög stolta af vinsældum ullarinnar. 28. desember 2021 13:07
Handprjónarar bæta hag íslenskra sauðfjárbænda Sauðfjárbændur gleðjast núna yfir hærra ullarverði en íslenskt handprjónaband hefur slegið í gegn meðal prjónafólks, bæði hérlendis og erlendis. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur ekki undan við framleiðsluna. 18. nóvember 2021 22:44