Eru foreldrar vannýtt auðlind í íslensku skólakerfi? Arnar Ævarsson skrifar 16. mars 2022 16:00 Nú sígur á seinni hluta þessa skólaárs og eflaust margir farnir að hugsa til vorsins með betri tíð og blóm í haga. Undanfarin tvö ár hafa verið krefjandi, svo ekki sé meira sagt, þar sem skólasamfélagið allt hefur þurft að aðlaga sig að síbreytilegum aðstæðum og finna skapandi lausnir í skólastarfinu. Það hefur tekist vel til á mörgum sviðum og eiga allir hrós skilið, starfsfólk skóla, nemendur og foreldrar. Það er margt sem heimsfaraldur dregur fram m.a. veikleika og styrkleika, ógnir og tækifæri. Viðbrögðin núna eru þau sem stýra hvort og hvernig við komum til með að vaxa eftir þessa áskorun sem heild, skólasamfélagið, starfsfólk skóla, nemendur og foreldrar. Þátttaka foreldra skiptir máli Foreldrastarf hefur ekki farið varhluta af þessum áskorunum og víða hefur verið erfitt eða jafnvel ómögulegt að halda uppi virku foreldrastarfi, þó víða hafi verið reynt hvað hægt var. Skólar voru lokaðir lengi vel fyrir öðrum en starfsfólki og nemendum og eðlilega skapaði það ákveðna fjarlægð milli hagaðila, þ.m.t. foreldra og skóla, aðila sem eru hvað mikilvægastir er kemur að því að stuðla að velferð nemenda. Rannsóknir sýna að foreldrar eru auðlind fyrir skólastarf og áhrifin af markvissu samstarfi þar sem skólinn og foreldrar vinna þétt saman eru veruleg og skipta sköpum. Jákvæð áhrif má sjá í betri skólabrag, betri líðan nemenda, betri námsárangri og ekki síður eru áhrifin jákvæð á starf kennara. Samstarf kennara og foreldra - skóla og heimila - á að vera næring fyrir alla og liðka fyrir góðu skólastarfi með fjölbreyttum hætti. Það að skólinn taki foreldrum sem samstarfsaðilum með það sameiginlega markmið að stuðla að betra umhverfi fyrir nemendur skiptir meginmáli. Það að vinna markvisst að þátttöku foreldra leiðir af sér ákveðna skuldbindingu foreldra gangvart námi barnanna og það skilar sér í betri líðan og árangri nemenda. Endurreisnin er ábyrgð okkar allra Endurreisn foreldrafélaga er brýnt verkefni og í því ljósi þá erum við hjá Heimili og skóla að fara af stað með átak til að virkja starf foreldrafélaga um allt land á nýjan leik. Svo að vel takist til er mikilvægt að skólasamfélagið sem heild komi þar að, allir hafa hlutverk. Hlutverk skólastjórnenda og kennara vegur þungt í þessu verkefni. Án aðkomu og stuðnings þeirra má vænta þess að endurreisn foreldrafélaga verði erfið og sú mikilvæga auðlind sem foreldrar eru fyrir skólastarf fer út um gluggann á kostnað framgangs nemenda, það má hreinlega ekki. Í grunnskólalögum og aðalnámskrá er skýrt dregin fram sú ábyrgð sem skólastjórnendur og kennarar hafa að halda uppi virku samstarfi við foreldra. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun foreldrafélags og að félagið fái aðstoð eftir þörfum eins og segir í 9. gr. grunnskólalaga. Staða og virkni foreldrafélaga víða um land er með þeim hætti nú að við þurfum öll að taka höndum saman. Þessari stöðu fylgja þó tækifæri sem er mikilvægt að horfa til. Í allri endurreisn gefst tækifæri til að bæta það sem vantaði áður, að forma samstarf foreldra og skóla með markvissum hætti, setja markmið og skapa sýn, skilgreina hver á hvaða hlutverk og móta samskiptaleiðir svo dæmi séu tekin. Allt þetta styrkir og eflir skólasamfélagið. Stuðningur til staðar Við hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra veitum allan þann stuðning sem til þarf fyrir foreldrafélög, foreldra og ekki síður skólastjórnendur og kennara til að efla foreldrastarf og styrkja samstarf heimila og skóla. Við bjóðum upp á fræðslu um leiðir og ávinning sem skapast af öflugu samstarfi, góðum ráðum um skipulag og utanumhald foreldrastarfs. Við veitum ráðgjöf til skólastjórnenda og fagfólks varðandi leiðir, áskoranir, ávinning og tækifæri í samstarfi við foreldra. Það er von okkar og trú að sameiginlega náum við enn lengra og sú auðlind sem gott samstarf foreldra og skóla er varðandi velferð nemenda sé nýtt að fullu, börnin okkar eiga þann rétt að svo sé gert. Vinnum saman með allar auðlindir til að gera skólastarf betra fyrir börnin. Höfundur er framkvæmdastjóri Heimili og skóla – landssamtaka foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Nú sígur á seinni hluta þessa skólaárs og eflaust margir farnir að hugsa til vorsins með betri tíð og blóm í haga. Undanfarin tvö ár hafa verið krefjandi, svo ekki sé meira sagt, þar sem skólasamfélagið allt hefur þurft að aðlaga sig að síbreytilegum aðstæðum og finna skapandi lausnir í skólastarfinu. Það hefur tekist vel til á mörgum sviðum og eiga allir hrós skilið, starfsfólk skóla, nemendur og foreldrar. Það er margt sem heimsfaraldur dregur fram m.a. veikleika og styrkleika, ógnir og tækifæri. Viðbrögðin núna eru þau sem stýra hvort og hvernig við komum til með að vaxa eftir þessa áskorun sem heild, skólasamfélagið, starfsfólk skóla, nemendur og foreldrar. Þátttaka foreldra skiptir máli Foreldrastarf hefur ekki farið varhluta af þessum áskorunum og víða hefur verið erfitt eða jafnvel ómögulegt að halda uppi virku foreldrastarfi, þó víða hafi verið reynt hvað hægt var. Skólar voru lokaðir lengi vel fyrir öðrum en starfsfólki og nemendum og eðlilega skapaði það ákveðna fjarlægð milli hagaðila, þ.m.t. foreldra og skóla, aðila sem eru hvað mikilvægastir er kemur að því að stuðla að velferð nemenda. Rannsóknir sýna að foreldrar eru auðlind fyrir skólastarf og áhrifin af markvissu samstarfi þar sem skólinn og foreldrar vinna þétt saman eru veruleg og skipta sköpum. Jákvæð áhrif má sjá í betri skólabrag, betri líðan nemenda, betri námsárangri og ekki síður eru áhrifin jákvæð á starf kennara. Samstarf kennara og foreldra - skóla og heimila - á að vera næring fyrir alla og liðka fyrir góðu skólastarfi með fjölbreyttum hætti. Það að skólinn taki foreldrum sem samstarfsaðilum með það sameiginlega markmið að stuðla að betra umhverfi fyrir nemendur skiptir meginmáli. Það að vinna markvisst að þátttöku foreldra leiðir af sér ákveðna skuldbindingu foreldra gangvart námi barnanna og það skilar sér í betri líðan og árangri nemenda. Endurreisnin er ábyrgð okkar allra Endurreisn foreldrafélaga er brýnt verkefni og í því ljósi þá erum við hjá Heimili og skóla að fara af stað með átak til að virkja starf foreldrafélaga um allt land á nýjan leik. Svo að vel takist til er mikilvægt að skólasamfélagið sem heild komi þar að, allir hafa hlutverk. Hlutverk skólastjórnenda og kennara vegur þungt í þessu verkefni. Án aðkomu og stuðnings þeirra má vænta þess að endurreisn foreldrafélaga verði erfið og sú mikilvæga auðlind sem foreldrar eru fyrir skólastarf fer út um gluggann á kostnað framgangs nemenda, það má hreinlega ekki. Í grunnskólalögum og aðalnámskrá er skýrt dregin fram sú ábyrgð sem skólastjórnendur og kennarar hafa að halda uppi virku samstarfi við foreldra. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun foreldrafélags og að félagið fái aðstoð eftir þörfum eins og segir í 9. gr. grunnskólalaga. Staða og virkni foreldrafélaga víða um land er með þeim hætti nú að við þurfum öll að taka höndum saman. Þessari stöðu fylgja þó tækifæri sem er mikilvægt að horfa til. Í allri endurreisn gefst tækifæri til að bæta það sem vantaði áður, að forma samstarf foreldra og skóla með markvissum hætti, setja markmið og skapa sýn, skilgreina hver á hvaða hlutverk og móta samskiptaleiðir svo dæmi séu tekin. Allt þetta styrkir og eflir skólasamfélagið. Stuðningur til staðar Við hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra veitum allan þann stuðning sem til þarf fyrir foreldrafélög, foreldra og ekki síður skólastjórnendur og kennara til að efla foreldrastarf og styrkja samstarf heimila og skóla. Við bjóðum upp á fræðslu um leiðir og ávinning sem skapast af öflugu samstarfi, góðum ráðum um skipulag og utanumhald foreldrastarfs. Við veitum ráðgjöf til skólastjórnenda og fagfólks varðandi leiðir, áskoranir, ávinning og tækifæri í samstarfi við foreldra. Það er von okkar og trú að sameiginlega náum við enn lengra og sú auðlind sem gott samstarf foreldra og skóla er varðandi velferð nemenda sé nýtt að fullu, börnin okkar eiga þann rétt að svo sé gert. Vinnum saman með allar auðlindir til að gera skólastarf betra fyrir börnin. Höfundur er framkvæmdastjóri Heimili og skóla – landssamtaka foreldra.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar