Vont, verra eða versta námslánakerfið? Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir skrifar 17. mars 2022 08:30 Við berum okkur ávallt saman við önnur Norðurlönd, hvort sem talað er um samgöngur, heilbrigðiskerfið eða menntakerfið. Þar ætti námslánakerfið ekki að vera undanskilið. Það hefur lengi verið í stefnu Röskvu og Stúdentaráðs Háskóla Íslands að Menntasjóður námsmanna verði styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd. Eitt af markmiðum við myndun Menntasjóðsins var að færa námslánakerfi Íslands nær því sem finna má í frændþjóðum okkar í Skandinavíu.En hægt er að spyrja sig hvort því markmiði hafi verið náð með nýjum lögum um Menntasjóð námsmanna? Þegar námslánakerfi til að mynda Danmerkur og Noregs er skoðað, sést bersýnilega að þau eru háþróuð. Því til stuðnings má nefna tvískipta frítekjumarkið í Danmörku. Frítekjumarkið segir til um hvað stúdent megi þéna mikið á einu ári áður en námslánið þeirra skerðist. Í Danmörku er tekið tillit til þess að stúdent er (oftast) ekki í námi yfir sumartímann og í mörgum tilfellum í launuðu starfi yfir þann tíma. Til einföldunar skulum við kalla frítekjumörkin í Danmörku vetrar- og sumarfrítekjumark. Sumarfrítekjumarkið er hærra en vetrarfrítekjumarkið sem þýðir að yfir sumartímann má stúdent þéna meira en yfir námsannirnar. Á Íslandi er ekki aðeins lágt frítekjumark, sem nemur rúmlega 1,4 milljónum fyrir árið, heldur dugir það varla fyrir þriggja mánaða launaðri vinnu yfir sumarfríið. Það skýtur skökku við að á móti lánar sjóðurinn aðeins fyrir 9 mánuði af árinu nema þú sért í sumarnámi. Þá er ljóst að eftir að stúdent vinnur yfir sumartímann er lítið sem ekkert svigrúm fyrir hann að vinna yfir veturinn, sem hann þarf þó líklega að gera vegna þess hve lág grunnframfærsla Menntasjóðsins er. Annað dæmi frá Noregi er niðurfelling á hluta lánsins að loknu námi, sem líkt var eftir við gerð Menntasjóð námsmanna. Í Noregi má finna 40% niðurfellingu á höfuðstól námslánsins sé námið klárað á tilsettum tíma. Á Íslandi er 30% niðurfelling. Hins vegar þurfa lántakar hjá Menntasjóði námsmanna að borga styrkinn sjálf, að ákveðnu leyti, með mun hærri vöxtum af eftirstöðvum lánsins. Má ef til vill rekja ástæðu þess til laganna þar sem það markmið var sett um að sjóðurinn yrði sjálfbær. Í stað þess að setja auka fjármuni í námslánakerfið til að styðja við námsmenn, þá var vaxtaþakið hækkað til að vega upp á móti niðurfellingunni. Við í Röskvu höfum mótmælt því, enda samræmist það ekki hugmynd okkar um námslánakerfi sem á að tryggja jafnt aðgengi fyrir öll að námi óháð efnahagsstöðu. Röskva mun áfram beita sér fyrir því að stjórnvöld fjármagni Menntasjóð námsmanna með réttu móti og að sjálfbærnishugsjón sjóðsins heyri sögunni til. Þegar í stað verður grunnframfærsla framfærslulána að hækka og frítekjumarkið samhliða því. Einnig þarf að innleiða tvískipt frítekjumark til að auka svigrúm fyrir stúdenta til að afla sér fés á meðan á námi stendur og yfir sumartímann. Það er nefnilega ljóst að Menntasjóður námsmanna er ekki að sinna sínu hlutverki sem félagslegt jöfnunartól. Á næsta ári fer fram önnur endurskoðun á námslánakerfinu og þá er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að forysta stúdenta sé sterk og með reynsluna til þess að takast á við hana. Höfundur er í 1. sæti fyrir Röskvu á félagsvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs sem fara fram á Uglu 23. og 24. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Námslán Hagsmunir stúdenta Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við berum okkur ávallt saman við önnur Norðurlönd, hvort sem talað er um samgöngur, heilbrigðiskerfið eða menntakerfið. Þar ætti námslánakerfið ekki að vera undanskilið. Það hefur lengi verið í stefnu Röskvu og Stúdentaráðs Háskóla Íslands að Menntasjóður námsmanna verði styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd. Eitt af markmiðum við myndun Menntasjóðsins var að færa námslánakerfi Íslands nær því sem finna má í frændþjóðum okkar í Skandinavíu.En hægt er að spyrja sig hvort því markmiði hafi verið náð með nýjum lögum um Menntasjóð námsmanna? Þegar námslánakerfi til að mynda Danmerkur og Noregs er skoðað, sést bersýnilega að þau eru háþróuð. Því til stuðnings má nefna tvískipta frítekjumarkið í Danmörku. Frítekjumarkið segir til um hvað stúdent megi þéna mikið á einu ári áður en námslánið þeirra skerðist. Í Danmörku er tekið tillit til þess að stúdent er (oftast) ekki í námi yfir sumartímann og í mörgum tilfellum í launuðu starfi yfir þann tíma. Til einföldunar skulum við kalla frítekjumörkin í Danmörku vetrar- og sumarfrítekjumark. Sumarfrítekjumarkið er hærra en vetrarfrítekjumarkið sem þýðir að yfir sumartímann má stúdent þéna meira en yfir námsannirnar. Á Íslandi er ekki aðeins lágt frítekjumark, sem nemur rúmlega 1,4 milljónum fyrir árið, heldur dugir það varla fyrir þriggja mánaða launaðri vinnu yfir sumarfríið. Það skýtur skökku við að á móti lánar sjóðurinn aðeins fyrir 9 mánuði af árinu nema þú sért í sumarnámi. Þá er ljóst að eftir að stúdent vinnur yfir sumartímann er lítið sem ekkert svigrúm fyrir hann að vinna yfir veturinn, sem hann þarf þó líklega að gera vegna þess hve lág grunnframfærsla Menntasjóðsins er. Annað dæmi frá Noregi er niðurfelling á hluta lánsins að loknu námi, sem líkt var eftir við gerð Menntasjóð námsmanna. Í Noregi má finna 40% niðurfellingu á höfuðstól námslánsins sé námið klárað á tilsettum tíma. Á Íslandi er 30% niðurfelling. Hins vegar þurfa lántakar hjá Menntasjóði námsmanna að borga styrkinn sjálf, að ákveðnu leyti, með mun hærri vöxtum af eftirstöðvum lánsins. Má ef til vill rekja ástæðu þess til laganna þar sem það markmið var sett um að sjóðurinn yrði sjálfbær. Í stað þess að setja auka fjármuni í námslánakerfið til að styðja við námsmenn, þá var vaxtaþakið hækkað til að vega upp á móti niðurfellingunni. Við í Röskvu höfum mótmælt því, enda samræmist það ekki hugmynd okkar um námslánakerfi sem á að tryggja jafnt aðgengi fyrir öll að námi óháð efnahagsstöðu. Röskva mun áfram beita sér fyrir því að stjórnvöld fjármagni Menntasjóð námsmanna með réttu móti og að sjálfbærnishugsjón sjóðsins heyri sögunni til. Þegar í stað verður grunnframfærsla framfærslulána að hækka og frítekjumarkið samhliða því. Einnig þarf að innleiða tvískipt frítekjumark til að auka svigrúm fyrir stúdenta til að afla sér fés á meðan á námi stendur og yfir sumartímann. Það er nefnilega ljóst að Menntasjóður námsmanna er ekki að sinna sínu hlutverki sem félagslegt jöfnunartól. Á næsta ári fer fram önnur endurskoðun á námslánakerfinu og þá er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að forysta stúdenta sé sterk og með reynsluna til þess að takast á við hana. Höfundur er í 1. sæti fyrir Röskvu á félagsvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs sem fara fram á Uglu 23. og 24. mars.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun