Hver á að gæta varðanna? Indriði Stefánsson skrifar 18. mars 2022 07:00 Á Íslandi sinnir lögreglan því hlutverki að tryggja lög og reglu. Til að hún geti sinnt þessu hlutverki fær hún miklar heimildir meðal annars til valdbeitingar, rannsóknar mála og svo mætti lengi telja. Fyrir vikið er mikilvægt að um störf lögreglunnar ríki bæði traust og sátt og hún ræki störf sín af ábyrgð og kostgæfni. Áhrif nýrra kosningalaga Því voru það mikil vonbrigði og nokkuð áfall þegar lögreglan felldi niður kæru Karls Gauta Hjaltasonar gegn Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis sem varðaði meðal annars brot á meðferð kjörgagna. Þetta var gert eftir að lögreglan hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að brot hafi verið framin og boðið meðlimum kjörstjórnar að greiða sekt. Ekki vegna vafa um að brotið hafi verið framið heldur vegna þess að í millitíðinni hafi tekið gildi ný lög. Skert traust almennings Það er erfitt að skilja hvernig lögreglan kemst að þessari niðurstöðu. Kæran varðaði kosningar til Alþingis og nauðsynlegt að tryggja að rétt hafi verið staðið að talningu. Þó ný lög hafi tekið gildi er skýrt að þau lög giltu ekki um síðustu kosningar. Enn fremur heldur lögreglan því fram að í nýju lögunum sé ekki jafn skýrt að innsigla eigi kjörgögn að talningu lokinni. Þetta er furðuleg niðurstaða því ætlunin er að ráðherra geri því grein í reglugerð. Sú reglugerð hefur ekki verið sett og ef ætlun lögreglustjórans væri að miða við nýju lögin, þyrfti niðurfellingin að bíða þess að reglugerðin hafi verið sett. Ljóst er að í báðum lögunum er gert ráð fyrir að það varði í það minnsta sektum að haga framkvæmd vísvitandi gegn lögunum. Þess fyrir utan er ljóst að þegar kæra Karls Gauta er lögð fram giltu fyrri lögin ennþá. Heilindi kosninga Framkvæmd kosninga þarf að vera hafin yfir vafa og sé leitað til lögreglu er brýnt að rétt sé brugðist við. Tiltrú almennings á kosningum er verulega skert í kjölfar þeirra atburða sem áttu sér stað að lokinni talningu í Norðvestur. Nú er viðbúið að sú tiltrú skerðist enn frekar sem og traust og sátt um störf lögreglunnar. Það er óþægilegt að upplifa að lögreglan bregðist í þessu máli og að embættismenn við kosningar sleppi með að hafa vísvitandi og upplýst farið gegn kosningalögum. Yfirheyrslur yfir blaðamönnum Nýlega rannsakaði annað lögregluembætti þátt blaðamanna í broti sem átti að hafa varðað friðhelgi einkalífsins, á grundvelli ákvæðis sem skýrt er að gildi ekki um blaðamenn. Það var gert án þess að nein raunveruleg merki væru um að brotið hafi verið gegn friðhelgi einkalífsins. Hér var því ekki sama virðing fyrir málefninu og, þrátt fyrir að engar líkur væru á sakfellingu, fengu blaðamenn réttarstöðu sakbornings. Sú framkvæmd var úrskurðuð ólögleg eins og er vel þekkt og bíður nú niðurstöðu Landsréttar án þess að nokkur merki séu um að einhver innan stjórnkerfisins ætli að axla ábyrgð á framkvæmdinni. Ósamræmi milli embætta Hér er hrópandi ósamræmi í meðferð lögreglunnar á sakborningum. Annars vegar embættismenn við kosningar og hins vegar blaðamenn sem fjölluðu um alvarleg brot stórfyrirtækis. Í ljósi þessa ósamræmis er furðulegt til þess að hugsa að nú er í samráðsgátt frumvarp um breytingu á lögreglulögum þar sem lögreglu eru gefnar heimildir til þess að að ganga á grundvallarréttindi borgarana um friðhelgi einkalífs, á matskenndum forsendum einum, sem vill svo til að er sama brot og blaðamönnunum var gefið að sök að hafa framið og auknar heimildir til valdbeitingar. Áður en við förum í að veita lögreglu auknar heimildir til valdbeitingar og að ganga á grundvallarmannréttindi borgarana skulum við byrja á að endurreisa traust almennings á lögreglunni. Á meðan við höfum slæm dæmi um það að lögreglan hundsi skýr lagafyrirmæli ætti ekki að koma til greina að leyfa henni að á grundvelli matskenndra forsenda að brjóta á friðhelgi einkalífs almennings. Við verðum að tryggja það að öll séu jöfn fyrir lögum, hvort sem um ræðir blaða- eða embættismenn. Höfundur er varaþingmaður Pírata og á lista Pírata í kosningum til bæjarstjórnar Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Lögreglan Indriði Stefánsson Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi sinnir lögreglan því hlutverki að tryggja lög og reglu. Til að hún geti sinnt þessu hlutverki fær hún miklar heimildir meðal annars til valdbeitingar, rannsóknar mála og svo mætti lengi telja. Fyrir vikið er mikilvægt að um störf lögreglunnar ríki bæði traust og sátt og hún ræki störf sín af ábyrgð og kostgæfni. Áhrif nýrra kosningalaga Því voru það mikil vonbrigði og nokkuð áfall þegar lögreglan felldi niður kæru Karls Gauta Hjaltasonar gegn Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis sem varðaði meðal annars brot á meðferð kjörgagna. Þetta var gert eftir að lögreglan hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að brot hafi verið framin og boðið meðlimum kjörstjórnar að greiða sekt. Ekki vegna vafa um að brotið hafi verið framið heldur vegna þess að í millitíðinni hafi tekið gildi ný lög. Skert traust almennings Það er erfitt að skilja hvernig lögreglan kemst að þessari niðurstöðu. Kæran varðaði kosningar til Alþingis og nauðsynlegt að tryggja að rétt hafi verið staðið að talningu. Þó ný lög hafi tekið gildi er skýrt að þau lög giltu ekki um síðustu kosningar. Enn fremur heldur lögreglan því fram að í nýju lögunum sé ekki jafn skýrt að innsigla eigi kjörgögn að talningu lokinni. Þetta er furðuleg niðurstaða því ætlunin er að ráðherra geri því grein í reglugerð. Sú reglugerð hefur ekki verið sett og ef ætlun lögreglustjórans væri að miða við nýju lögin, þyrfti niðurfellingin að bíða þess að reglugerðin hafi verið sett. Ljóst er að í báðum lögunum er gert ráð fyrir að það varði í það minnsta sektum að haga framkvæmd vísvitandi gegn lögunum. Þess fyrir utan er ljóst að þegar kæra Karls Gauta er lögð fram giltu fyrri lögin ennþá. Heilindi kosninga Framkvæmd kosninga þarf að vera hafin yfir vafa og sé leitað til lögreglu er brýnt að rétt sé brugðist við. Tiltrú almennings á kosningum er verulega skert í kjölfar þeirra atburða sem áttu sér stað að lokinni talningu í Norðvestur. Nú er viðbúið að sú tiltrú skerðist enn frekar sem og traust og sátt um störf lögreglunnar. Það er óþægilegt að upplifa að lögreglan bregðist í þessu máli og að embættismenn við kosningar sleppi með að hafa vísvitandi og upplýst farið gegn kosningalögum. Yfirheyrslur yfir blaðamönnum Nýlega rannsakaði annað lögregluembætti þátt blaðamanna í broti sem átti að hafa varðað friðhelgi einkalífsins, á grundvelli ákvæðis sem skýrt er að gildi ekki um blaðamenn. Það var gert án þess að nein raunveruleg merki væru um að brotið hafi verið gegn friðhelgi einkalífsins. Hér var því ekki sama virðing fyrir málefninu og, þrátt fyrir að engar líkur væru á sakfellingu, fengu blaðamenn réttarstöðu sakbornings. Sú framkvæmd var úrskurðuð ólögleg eins og er vel þekkt og bíður nú niðurstöðu Landsréttar án þess að nokkur merki séu um að einhver innan stjórnkerfisins ætli að axla ábyrgð á framkvæmdinni. Ósamræmi milli embætta Hér er hrópandi ósamræmi í meðferð lögreglunnar á sakborningum. Annars vegar embættismenn við kosningar og hins vegar blaðamenn sem fjölluðu um alvarleg brot stórfyrirtækis. Í ljósi þessa ósamræmis er furðulegt til þess að hugsa að nú er í samráðsgátt frumvarp um breytingu á lögreglulögum þar sem lögreglu eru gefnar heimildir til þess að að ganga á grundvallarréttindi borgarana um friðhelgi einkalífs, á matskenndum forsendum einum, sem vill svo til að er sama brot og blaðamönnunum var gefið að sök að hafa framið og auknar heimildir til valdbeitingar. Áður en við förum í að veita lögreglu auknar heimildir til valdbeitingar og að ganga á grundvallarmannréttindi borgarana skulum við byrja á að endurreisa traust almennings á lögreglunni. Á meðan við höfum slæm dæmi um það að lögreglan hundsi skýr lagafyrirmæli ætti ekki að koma til greina að leyfa henni að á grundvelli matskenndra forsenda að brjóta á friðhelgi einkalífs almennings. Við verðum að tryggja það að öll séu jöfn fyrir lögum, hvort sem um ræðir blaða- eða embættismenn. Höfundur er varaþingmaður Pírata og á lista Pírata í kosningum til bæjarstjórnar Kópavogs.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun