Veltir því fyrir sér hvort Ólafur Ragnar afsaki gjörðir Pútíns Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. mars 2022 12:00 Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði veltir því fyrir sér hvort að afsökun fyrir gjörðir Pútíns felist í ummælum Ólafs Ragnars Grímssonar, þess efnis að stækkun Atlantshafsbandalagsins hafi leitt til stríðsins í Úkraínu. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands sagði í Silfrinu á RÚV í gær að stækkun Atlantshafsbandalagsins til austurs hefði leitt til stærsta stríðs í Vestur-Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. „Það að stækka NATO og stækka NATO hefur leitt til mestu styrjaldar í Evrópu, það hefur alla vega ekki komið í veg fyrir það, og svo höfum við talið okkur sjálf trú um það að Rússland væri svo veikt efnahagslega,“ sagði forsetinn fyrrverandi. Hlutum sé snúið á hvolf Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur segir að með þessum ummælum sé hlutunum snúið algjörlega á hvolf. „Ástæðan fyrir því að þjóðir í Mið- og Austur Evrópu hafa sóst eftir aðild að NATO er að þær telja að þeim standi ógn af ráðamönnum í Kreml. Eitt það fyrsta verk nýfrjálsra ríkja þegar þau losnuðu undan járnhæl kommúnismans var að sækja sér aðild að Atlantshafsbandalaginu og þessi ríki drógu ekki úr útgjöldum til hermála vegna þess að þau töldu m.a. að þegar það var friðsamlegt á milli vestursins og Rússlands að þeim myndi standa hætta og ógn af Rússlandi í framtíðinni. Og við sjáum einfaldlega hvernig hefur farið fyrir þeim ríkjum sem ekki hafa fengið aðild að Atlantshafsbandalaginu. Georgíu og nú síðast Úkraínu.“ Rússlandi standi engin ógn af NATO Hann segir að með ummælunum sé verið að kenna gömlum aðildarríkjum um innrás Rússa í Úkraínu. „Þar á meðal íslenskum stjórnvöldum. En íslensk stjórnvöld á tíunda áratugnum töluðu mjög fyrir inngöngu þessara ríkja. Þau eru ein af fáum ríkjum innan Atlantshafsbandalagsins sem gerðu það frá upphafi.“ Vladimír Pútín á íþróttaleikvangi í Moskvu á föstudaginn. AP/Ramil Sitdikov Finnst þér stuðningur við Pútín falinn í þessum ummælum? „Maður veltir því fyrir sér hvort það sé ekki verið að afsaka gjörðir hans. Og það er verið að varpa ábyrgðinni yfir á Nató ríkin og þar á meðal Íslendinga. En manni finnst ekki þurfa að minna á það að það eru rússnesk stjórnvöld sem ráðast í Úkraínu og NATO er ekki að sækja að Rússlandi með vopnum. Rússlandi stendur engin ógn af NATO ríkjunum. Þau ætla sér ekki að skipta sér af innanlandsmálum Rússlands eða ráðast á Rússland.“ Röng mynd máluð af Rússlandi Ólafur Ragnar fór um víðan völl í Silfrinu á sunnudag. „Við erum að búa okkur til einhverja mynd af Rússlandi sem er einfaldlega ekki rétt. Og það er hættuspil að halda áfram að byggja utanríkisstefnu Evrópu og Bandaríkjanna á einhverri mynd af Rússlandi,“ sagði Ólafur Ragnar. „Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá búum við í ljótri veröld. Við búum í veröld þar sem ríki eru með hagsmuni og þar sem að valdhafar geta verið vondir og grimmir og svo framvegis. Og alveg eins og á tímum kalda stríðsins þegar ógnarjafnvægið kom í veg fyrir styrjaldir þá þurfum við að finna leiðir og aðferðir sem búa til þannig aðhald að það leiði ekki til þessa hörmunga sem við erum að upplifa núna,“ sagði Ólafur Ragnar. Vill opna umræðuna Forsetin fyrrverandi sagði í viðtalinu að hvort sem fólki líkaði betur eða verr væri ljóst að þær aðferðir sem beitt hefði verið undanfarin tuttugu ár hefðu ekki virkað til að halda Pútín í skefjum. „Og það sem ég er í rauninni að segja núna er: „Eigum við ekki að opna umræðuna og finna einhverjar nýjar aðferðir til þess að geta haldið honum í skefjum?“,“ sagði Ólafur Ragnar. Ólafur Ragnar og Vladimír Pútín á fundi Norðurslóða í september 2013.Sasha Mordovets/Getty Images „Hann er hins vegar að reka miskunnarlaus og af ótrúlegri hörku það sem hann telur vera geopólitíska hagsmuni Rússlands – þessa stóra mikla lands með þetta gríðarlega vopnabúr. Og það er miklu líklegra að við náum árangri að horfa á hann þannig heldur en að segja bara: „Já, hann er klikkaður. Hann er bara klikkaður.““ Ólafur Ragnar rifjaði í viðtalinu upp fyrstu kynni hans af Pútín, fyrir tuttugu árum í opinberri heimsókn til Rússlands. Egill Helgason sagðist minnast þess að Ólafur Ragnar hefði látið vel af Pútín á þessum tíma. Lýsti Pútín sem hógværum og tillitsömum „Já, hann hefur á öllum þessum fundum sem ég hef átt við hann verið tiltölulega hógvær, tiltölulega skynsamur, hlustað á öll rök, aldrei reynt að ýta mér eða Íslandi í einhverja óþægilega stöðu og ég hef nú rætt við marga forystumenn í veröldinni. Og meira segja á fyrstu árunum þá fannst mér margt af því sem hann sagði mjög merkilegt. Hann sagði til dæmis við mig á þessum fyrstu fundum að hann hefði varað Bandaríkin gagnvart íslamistunum, að þeir myndu ráðast á Bandaríkin fyrr eða síðar eins og þeir hefðu ráðist inn í Rússland. En það hefði enginn vilja hlusta á hann. Og á öllum þessum árum sem ég átti samskipti við hann – og ég var líka með honum í opinberum samkvæmum og öðru slíku – þá kom hann mér ekki fyrir sjónir sem kolruglaður öfgamaður eða fantur. En hann er náttúrulega í landi sem hefur engar lýðræðishefðir.“ Þó hefði breytinga orðið vart fyrir fimm til sex árum. Rússarnir væru komnir með „bunker mentality“ eins og þeir væru að lokast inni vegna þess að veröldin væri á móti þeim, bæði Evrópu og Bandaríkin. Þannig virtist honum sem Rússarnir ætluðu aðeins að hugsa um sjálfa sig. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands sagði í Silfrinu á RÚV í gær að stækkun Atlantshafsbandalagsins til austurs hefði leitt til stærsta stríðs í Vestur-Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. „Það að stækka NATO og stækka NATO hefur leitt til mestu styrjaldar í Evrópu, það hefur alla vega ekki komið í veg fyrir það, og svo höfum við talið okkur sjálf trú um það að Rússland væri svo veikt efnahagslega,“ sagði forsetinn fyrrverandi. Hlutum sé snúið á hvolf Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur segir að með þessum ummælum sé hlutunum snúið algjörlega á hvolf. „Ástæðan fyrir því að þjóðir í Mið- og Austur Evrópu hafa sóst eftir aðild að NATO er að þær telja að þeim standi ógn af ráðamönnum í Kreml. Eitt það fyrsta verk nýfrjálsra ríkja þegar þau losnuðu undan járnhæl kommúnismans var að sækja sér aðild að Atlantshafsbandalaginu og þessi ríki drógu ekki úr útgjöldum til hermála vegna þess að þau töldu m.a. að þegar það var friðsamlegt á milli vestursins og Rússlands að þeim myndi standa hætta og ógn af Rússlandi í framtíðinni. Og við sjáum einfaldlega hvernig hefur farið fyrir þeim ríkjum sem ekki hafa fengið aðild að Atlantshafsbandalaginu. Georgíu og nú síðast Úkraínu.“ Rússlandi standi engin ógn af NATO Hann segir að með ummælunum sé verið að kenna gömlum aðildarríkjum um innrás Rússa í Úkraínu. „Þar á meðal íslenskum stjórnvöldum. En íslensk stjórnvöld á tíunda áratugnum töluðu mjög fyrir inngöngu þessara ríkja. Þau eru ein af fáum ríkjum innan Atlantshafsbandalagsins sem gerðu það frá upphafi.“ Vladimír Pútín á íþróttaleikvangi í Moskvu á föstudaginn. AP/Ramil Sitdikov Finnst þér stuðningur við Pútín falinn í þessum ummælum? „Maður veltir því fyrir sér hvort það sé ekki verið að afsaka gjörðir hans. Og það er verið að varpa ábyrgðinni yfir á Nató ríkin og þar á meðal Íslendinga. En manni finnst ekki þurfa að minna á það að það eru rússnesk stjórnvöld sem ráðast í Úkraínu og NATO er ekki að sækja að Rússlandi með vopnum. Rússlandi stendur engin ógn af NATO ríkjunum. Þau ætla sér ekki að skipta sér af innanlandsmálum Rússlands eða ráðast á Rússland.“ Röng mynd máluð af Rússlandi Ólafur Ragnar fór um víðan völl í Silfrinu á sunnudag. „Við erum að búa okkur til einhverja mynd af Rússlandi sem er einfaldlega ekki rétt. Og það er hættuspil að halda áfram að byggja utanríkisstefnu Evrópu og Bandaríkjanna á einhverri mynd af Rússlandi,“ sagði Ólafur Ragnar. „Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá búum við í ljótri veröld. Við búum í veröld þar sem ríki eru með hagsmuni og þar sem að valdhafar geta verið vondir og grimmir og svo framvegis. Og alveg eins og á tímum kalda stríðsins þegar ógnarjafnvægið kom í veg fyrir styrjaldir þá þurfum við að finna leiðir og aðferðir sem búa til þannig aðhald að það leiði ekki til þessa hörmunga sem við erum að upplifa núna,“ sagði Ólafur Ragnar. Vill opna umræðuna Forsetin fyrrverandi sagði í viðtalinu að hvort sem fólki líkaði betur eða verr væri ljóst að þær aðferðir sem beitt hefði verið undanfarin tuttugu ár hefðu ekki virkað til að halda Pútín í skefjum. „Og það sem ég er í rauninni að segja núna er: „Eigum við ekki að opna umræðuna og finna einhverjar nýjar aðferðir til þess að geta haldið honum í skefjum?“,“ sagði Ólafur Ragnar. Ólafur Ragnar og Vladimír Pútín á fundi Norðurslóða í september 2013.Sasha Mordovets/Getty Images „Hann er hins vegar að reka miskunnarlaus og af ótrúlegri hörku það sem hann telur vera geopólitíska hagsmuni Rússlands – þessa stóra mikla lands með þetta gríðarlega vopnabúr. Og það er miklu líklegra að við náum árangri að horfa á hann þannig heldur en að segja bara: „Já, hann er klikkaður. Hann er bara klikkaður.““ Ólafur Ragnar rifjaði í viðtalinu upp fyrstu kynni hans af Pútín, fyrir tuttugu árum í opinberri heimsókn til Rússlands. Egill Helgason sagðist minnast þess að Ólafur Ragnar hefði látið vel af Pútín á þessum tíma. Lýsti Pútín sem hógværum og tillitsömum „Já, hann hefur á öllum þessum fundum sem ég hef átt við hann verið tiltölulega hógvær, tiltölulega skynsamur, hlustað á öll rök, aldrei reynt að ýta mér eða Íslandi í einhverja óþægilega stöðu og ég hef nú rætt við marga forystumenn í veröldinni. Og meira segja á fyrstu árunum þá fannst mér margt af því sem hann sagði mjög merkilegt. Hann sagði til dæmis við mig á þessum fyrstu fundum að hann hefði varað Bandaríkin gagnvart íslamistunum, að þeir myndu ráðast á Bandaríkin fyrr eða síðar eins og þeir hefðu ráðist inn í Rússland. En það hefði enginn vilja hlusta á hann. Og á öllum þessum árum sem ég átti samskipti við hann – og ég var líka með honum í opinberum samkvæmum og öðru slíku – þá kom hann mér ekki fyrir sjónir sem kolruglaður öfgamaður eða fantur. En hann er náttúrulega í landi sem hefur engar lýðræðishefðir.“ Þó hefði breytinga orðið vart fyrir fimm til sex árum. Rússarnir væru komnir með „bunker mentality“ eins og þeir væru að lokast inni vegna þess að veröldin væri á móti þeim, bæði Evrópu og Bandaríkin. Þannig virtist honum sem Rússarnir ætluðu aðeins að hugsa um sjálfa sig.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Sjá meira