Að búa við öryggi Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 22. mars 2022 11:32 Það eru allt of margir íbúar í Sveitarfélaginu Ölfusi sem hafa þurft að flytjast ótímabærum hreppaflutningum í önnur sveitarfélög síðustu árin, sumir alla leið á Kirkjubæjarklaustur. Það er þyngra en tárum taki fyrir aðstandendur að þurfa að taka þátt í þessum brottflutning sem í einhverjum tilfellum hefur ekki verið nauðsynlegur. Á samstöðu- og baráttutónleikum Tóna og Trix, tónlistarhópi eldri borgara í Ölfusi, árið 2013 varð til mikil samstaða um málefni eldri borgara og mikill hugur var í fólki að finna lausn á þessu hörmungarmáli. Afurð tónleikanna var Hollvinafélagið Höfn sem hafði það hlutverk að leita leiða til að auka öryggi eldra fólks og gera þeim kleift að vera heima eins lengi og mögulegt er. Forsprakkar félagsins lögðust í mikla vinnu þar sem þær fengu ólíka hagsmunaaðila að borðinu. Afrakstur þeirra vinnu voru útfærðar hugmyndir sem farið var í að skoða í samstarfi við fyrrum bæjarstjóra. Verkefnið strandaði í fangi nýrrar bæjarstjórnar sem sýndi þessum lausnum engan áhuga. Þeirri sömu bæjarstjórn og skipuð er meirihluta sem talaði um það fyrir síðustu kosningar að stórefla heimahjúkrun og heimaþjónustu. Það hefur ekki borið á því og varla hægt að sjá að áhugi sé yfir höfuð á málefnum eldri borgara hjá núverandi meirihluta. Málefni eldra fólks upphafin til vegs og virðingar Við á Íbúalistanum viljum taka málefni eldra fólks í fangið og upphefja þau til vegs og virðingar. Fólkið okkar sem nú tilheyrir þessum hópi er fólkið sem byggði upp þéttbýlið Þorlákshöfn. Þau sem unnu ómælda vinnu þannig að ég, þú og börnin okkar getum notið þess að búa hér í vel grónum bæ, með fallega Skrúðgarðinn sem var byggður af hugsjónakonunum í Kvenfélagi Þorlákshafnar. Við getum notið hvers konar menningarviðburða í Þorlákskirkju, sem var byggð og fjármögnuð af íbúum Þorlákshafnar í sjálfboðavinnu, við eigum eina bestu sundlaug á landinu og glæsileg íþróttamannvirki sem hefðu ekki orðið til nema fyrir stórhuga einstaklinga sem lögðu allt sitt í að efla íþróttastarf í sveitarfélaginu. Allir eiga skilið að eldast með reisn vitandi að það verður ekki flutt hreppaflutningum ef það missir heilsuna. Þú, kæri íbúi, átt skilið að búa við öryggi hér í þinni heimabyggð eins lengi og þú mögulega getur áður en þú þarf á fullri þjónustu að halda inni á hjúkrunarheimili. Málefni aldraðra er ekki einangraður málaflokkur, hann snertir okkur öll, mig og þig, einn daginn verðum við öll á þessum stað, eldumst öll og viljum öll áhuggjulaust ævikvöld. Við á Íbúalistanum viljum móta heildstæða stefnu um þjónustu við eldra fólk sem tekur mið af samþættri og persónumiðaðri heilbrigðis- og félagsþjónustu og miðar að því að auka öryggi og vellíðan eldra fólks og gera því kleift að búa sem lengst í heimabyggð. Við viljum efla félagsstarfið og stórauka þá þjónustu sem nú er í boði þegar kemur að umönnun þeirra sem þurfa aukna þjónustu. Opinn fundur um málefni eldri borgara Miðvikudaginn 23. mars kl. 17 á 9unni bjóða frambjóðendur á Íbúalistanum eldri borgurum og öðrum áhugasömum í Ölfusi í opið samtal um málefni eldri borgara í Sveitarfélaginu. Það er von okkar að sem flestir sem láta sig þessi mál varða komi og taki þátt í umræðum og láti í ljós skoðanir sínar. Við viljum hlusta, við erum hér fyrir ykkur. Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti á Íbúalistanum í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Ölfus Eldri borgarar Ása Berglind Hjálmarsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það eru allt of margir íbúar í Sveitarfélaginu Ölfusi sem hafa þurft að flytjast ótímabærum hreppaflutningum í önnur sveitarfélög síðustu árin, sumir alla leið á Kirkjubæjarklaustur. Það er þyngra en tárum taki fyrir aðstandendur að þurfa að taka þátt í þessum brottflutning sem í einhverjum tilfellum hefur ekki verið nauðsynlegur. Á samstöðu- og baráttutónleikum Tóna og Trix, tónlistarhópi eldri borgara í Ölfusi, árið 2013 varð til mikil samstaða um málefni eldri borgara og mikill hugur var í fólki að finna lausn á þessu hörmungarmáli. Afurð tónleikanna var Hollvinafélagið Höfn sem hafði það hlutverk að leita leiða til að auka öryggi eldra fólks og gera þeim kleift að vera heima eins lengi og mögulegt er. Forsprakkar félagsins lögðust í mikla vinnu þar sem þær fengu ólíka hagsmunaaðila að borðinu. Afrakstur þeirra vinnu voru útfærðar hugmyndir sem farið var í að skoða í samstarfi við fyrrum bæjarstjóra. Verkefnið strandaði í fangi nýrrar bæjarstjórnar sem sýndi þessum lausnum engan áhuga. Þeirri sömu bæjarstjórn og skipuð er meirihluta sem talaði um það fyrir síðustu kosningar að stórefla heimahjúkrun og heimaþjónustu. Það hefur ekki borið á því og varla hægt að sjá að áhugi sé yfir höfuð á málefnum eldri borgara hjá núverandi meirihluta. Málefni eldra fólks upphafin til vegs og virðingar Við á Íbúalistanum viljum taka málefni eldra fólks í fangið og upphefja þau til vegs og virðingar. Fólkið okkar sem nú tilheyrir þessum hópi er fólkið sem byggði upp þéttbýlið Þorlákshöfn. Þau sem unnu ómælda vinnu þannig að ég, þú og börnin okkar getum notið þess að búa hér í vel grónum bæ, með fallega Skrúðgarðinn sem var byggður af hugsjónakonunum í Kvenfélagi Þorlákshafnar. Við getum notið hvers konar menningarviðburða í Þorlákskirkju, sem var byggð og fjármögnuð af íbúum Þorlákshafnar í sjálfboðavinnu, við eigum eina bestu sundlaug á landinu og glæsileg íþróttamannvirki sem hefðu ekki orðið til nema fyrir stórhuga einstaklinga sem lögðu allt sitt í að efla íþróttastarf í sveitarfélaginu. Allir eiga skilið að eldast með reisn vitandi að það verður ekki flutt hreppaflutningum ef það missir heilsuna. Þú, kæri íbúi, átt skilið að búa við öryggi hér í þinni heimabyggð eins lengi og þú mögulega getur áður en þú þarf á fullri þjónustu að halda inni á hjúkrunarheimili. Málefni aldraðra er ekki einangraður málaflokkur, hann snertir okkur öll, mig og þig, einn daginn verðum við öll á þessum stað, eldumst öll og viljum öll áhuggjulaust ævikvöld. Við á Íbúalistanum viljum móta heildstæða stefnu um þjónustu við eldra fólk sem tekur mið af samþættri og persónumiðaðri heilbrigðis- og félagsþjónustu og miðar að því að auka öryggi og vellíðan eldra fólks og gera því kleift að búa sem lengst í heimabyggð. Við viljum efla félagsstarfið og stórauka þá þjónustu sem nú er í boði þegar kemur að umönnun þeirra sem þurfa aukna þjónustu. Opinn fundur um málefni eldri borgara Miðvikudaginn 23. mars kl. 17 á 9unni bjóða frambjóðendur á Íbúalistanum eldri borgurum og öðrum áhugasömum í Ölfusi í opið samtal um málefni eldri borgara í Sveitarfélaginu. Það er von okkar að sem flestir sem láta sig þessi mál varða komi og taki þátt í umræðum og láti í ljós skoðanir sínar. Við viljum hlusta, við erum hér fyrir ykkur. Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti á Íbúalistanum í Ölfusi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun