Efasemdir um fyrirætlanir dómsmálaráðherra Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar 22. mars 2022 20:00 Nýlega bárust fréttir af áformum dómsmálaráðherra, Jóns Gunnarssonar, um að fækka sýslumannsembættum á landinu úr níu í eitt. Hvergi má finna þessar róttæku breytingar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og hef ég miklar efasemdir um ágæti þeirra. Embætti sýslumanna eru gamalgrónar og traustar stjórnsýslu- og þjónustustofnanir sem gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Alþingi hefur með lögum falið sýslumannsembættunum að fara með framkvæmdarvald ríkisins í héraði. Verkefni þeirra eru umfangsmikil en þau eru talin upp í um 100 lagabálkum og 400 stjórnvaldsfyrirmælum. Engar aðrar stofnanir starfa á jafn víðtækum grundvelli og heyra verkefni þeirra undir flest fagráðuneyti Stjórnarráðsins. Þá má nefna að árið 2018 nýtti ríflega helmingur landsmanna sér þjónustu embættanna. Það segir sig sjálft að innleiðing rafrænnar stjórnsýslu við úrlausn jafn fjölbreyttra og flókinna verkefna gæti einfaldað margt og skapað gríðarleg tækifæri til eflingar og sérhæfingar starfsstöðva sýslumannsembættanna. Árið 2015 var embættum sýslumanna fækkað úr 24 í 9. Markmið breytinganna var að búa til öflugri þjónustustofnanir sem gætu staðið betur að vígi við að sinna hlutverki sínu og tekið að sér aukin verkefni. Því miður hefur markviss vinna við tilfærslu verkefna til embættanna setið á hakanum síðustu ár þó vissulega hafi fáein verkefni verið flutt. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um samanburð á sýslumannsembættunum frá 2019 kom fram að þó áhersla Alþingis hafi verið að flytja fleiri verkefni til embættanna hafi það ekki raungerst þrátt fyrir að ráðuneytið hafi ítrekað ætlað í þá vinnu. Auk þess kom fram að ekki var nægjanlega vel staðið að fjárhagslegum undirbúningi breytinganna og af þeim ástæðum var rekstur nýrra sýslumannsembætta ekki í samræmi við fjárheimildir fyrstu rekstrarárin. Innleiðing rafrænnar stjórnsýslu hjá sýslumannsembættum hefur verið hæg en ljóst að rafræn stjórnsýsla getur leitt til sparnaðar og aukinnar skilvirkni í rekstri og þjónustu við borgarana. Þá er lýst þörf fyrir meiri samvinnu og samræmingu. Í því ljósi eiga stjórnvöld núna að leggja allt sitt púður í að innleiða rafræna stjórnsýslu, og um leið nútímavæða, í sem flestum verkefnum og fara í markvissa vinnu við flutning fleiri stjórnsýsluverkefna til embættanna. Með sérhæfingu og dreifingu verkefna væri hægt að tryggja aðlaðandi starfsumhverfi á öllum starfstöðum, þar sem staðbundinni þjónustu væri sinnt samhliða verkefnum á landsvísu. Það er jafn mikilvægt að geta hitt starfsmann sýslumannsembættis á Höfn, Vopnafirði, Stykkishólmi og í Kópavogi t.d. vegna viðkvæmra fjölskyldu- og erfðamála. Það verður þess vegna að vera forgangsverkefni stjórnvalda nú að efla embættin í samræmi við fyrri áætlanir eins hratt og mögulegt er. Byrjum á nýsköpun og þróun en ekki breytingu á lagarammanum. Það verður í fyrsta lagi eftir 4-6 ár sem Alþingi getur metið hvaða áhrif stafrænt Ísland hefur á framtíðar skipan framkvæmdarvalds og stjórnsýslu ríkisins í héraði og þá mögulega þörf fyrir lagabreytingar. Ljúkum verkefninu frá 2015, eflum sýslumannsembættin áður en stokkið er af stað í annan leiðangur. Nýsköpun í opinberri stjórnsýslu og samvinna eru leiðirnar að settu marki en ekki eitt sýslumannsembætti, staðsett á höfuðborgarsvæðinu, líkt og dómsmálaráðherra stefnir nú að. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líneik Anna Sævarsdóttir Framsóknarflokkurinn Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega bárust fréttir af áformum dómsmálaráðherra, Jóns Gunnarssonar, um að fækka sýslumannsembættum á landinu úr níu í eitt. Hvergi má finna þessar róttæku breytingar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og hef ég miklar efasemdir um ágæti þeirra. Embætti sýslumanna eru gamalgrónar og traustar stjórnsýslu- og þjónustustofnanir sem gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Alþingi hefur með lögum falið sýslumannsembættunum að fara með framkvæmdarvald ríkisins í héraði. Verkefni þeirra eru umfangsmikil en þau eru talin upp í um 100 lagabálkum og 400 stjórnvaldsfyrirmælum. Engar aðrar stofnanir starfa á jafn víðtækum grundvelli og heyra verkefni þeirra undir flest fagráðuneyti Stjórnarráðsins. Þá má nefna að árið 2018 nýtti ríflega helmingur landsmanna sér þjónustu embættanna. Það segir sig sjálft að innleiðing rafrænnar stjórnsýslu við úrlausn jafn fjölbreyttra og flókinna verkefna gæti einfaldað margt og skapað gríðarleg tækifæri til eflingar og sérhæfingar starfsstöðva sýslumannsembættanna. Árið 2015 var embættum sýslumanna fækkað úr 24 í 9. Markmið breytinganna var að búa til öflugri þjónustustofnanir sem gætu staðið betur að vígi við að sinna hlutverki sínu og tekið að sér aukin verkefni. Því miður hefur markviss vinna við tilfærslu verkefna til embættanna setið á hakanum síðustu ár þó vissulega hafi fáein verkefni verið flutt. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um samanburð á sýslumannsembættunum frá 2019 kom fram að þó áhersla Alþingis hafi verið að flytja fleiri verkefni til embættanna hafi það ekki raungerst þrátt fyrir að ráðuneytið hafi ítrekað ætlað í þá vinnu. Auk þess kom fram að ekki var nægjanlega vel staðið að fjárhagslegum undirbúningi breytinganna og af þeim ástæðum var rekstur nýrra sýslumannsembætta ekki í samræmi við fjárheimildir fyrstu rekstrarárin. Innleiðing rafrænnar stjórnsýslu hjá sýslumannsembættum hefur verið hæg en ljóst að rafræn stjórnsýsla getur leitt til sparnaðar og aukinnar skilvirkni í rekstri og þjónustu við borgarana. Þá er lýst þörf fyrir meiri samvinnu og samræmingu. Í því ljósi eiga stjórnvöld núna að leggja allt sitt púður í að innleiða rafræna stjórnsýslu, og um leið nútímavæða, í sem flestum verkefnum og fara í markvissa vinnu við flutning fleiri stjórnsýsluverkefna til embættanna. Með sérhæfingu og dreifingu verkefna væri hægt að tryggja aðlaðandi starfsumhverfi á öllum starfstöðum, þar sem staðbundinni þjónustu væri sinnt samhliða verkefnum á landsvísu. Það er jafn mikilvægt að geta hitt starfsmann sýslumannsembættis á Höfn, Vopnafirði, Stykkishólmi og í Kópavogi t.d. vegna viðkvæmra fjölskyldu- og erfðamála. Það verður þess vegna að vera forgangsverkefni stjórnvalda nú að efla embættin í samræmi við fyrri áætlanir eins hratt og mögulegt er. Byrjum á nýsköpun og þróun en ekki breytingu á lagarammanum. Það verður í fyrsta lagi eftir 4-6 ár sem Alþingi getur metið hvaða áhrif stafrænt Ísland hefur á framtíðar skipan framkvæmdarvalds og stjórnsýslu ríkisins í héraði og þá mögulega þörf fyrir lagabreytingar. Ljúkum verkefninu frá 2015, eflum sýslumannsembættin áður en stokkið er af stað í annan leiðangur. Nýsköpun í opinberri stjórnsýslu og samvinna eru leiðirnar að settu marki en ekki eitt sýslumannsembætti, staðsett á höfuðborgarsvæðinu, líkt og dómsmálaráðherra stefnir nú að. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun