Mannúð og friður Jódís Skúladóttir skrifar 23. mars 2022 07:30 Ísland er um margt sérstæður staður, við eigum okkur enga eiginlega nágranna, engin landamæri að stærri þjóð sem ógnar öryggi okkar á þann hátt sem fólk á meginlandinu þarf að búa við. Það er þess vegna fullkomlega eðlilegt, þegar þjóðríki þessa heims taka upp vopn og ráðast inn í annað land, að við finnum okkur máttvana. Við eigum ekki sprengjur eða vopn, við erum ekki með her. Það er í mínum huga fagnaðarerindi að við viljum leggja okkar á vogaskálarnar og það er mikilvægt að við finnum kröftum okkar viðnám og beinum viljanum til að hjálpa í rétta átt. Fyrir herlausa þjóð þýðir það að veita mannúðaraðstoð, taka á móti flóttafólki og aðstoða á hvern þann hátt sem við best getum. Á þann hátt nýtum við styrkleika okkar eins og við best kunnum og höfum gert þegar hörmungar hafa dunið á víðsvegar um heiminn. Stríðið sem nú geisar í Úkraínu af hálfu Rússneskra stjórnvalda hefur verið vatn á myllu hernaðarsinna hér á landi, það hefur engum dulist. Umræðan er á alla vegu, um NATÓ, um netöryggisógnir og um þjóðaröryggisstefnu Íslendinga. Allt borið fram í einum graut og engu nær en að víglínan standi hér rétt við þröskuldinn hjá okkur. Það er þessi tilhneiging að finna lægsta samnefnara, finna punktinn sem að má ýta á sem að snertir okkur öll. Þannig má fjalla um netöryggismál vegna stríðsins í Úkraínu af því að það er snertiflötur Íslendinga við stríðið, það er möguleg þjóðarógn, eða hvað? Það var á síðasta kjörtímabili að öryggishugtakið í þjóðaröryggisstefnu Íslendinga var útvíkkað, kaldhæðnislega á vakt VG. Það er þó ekki gert til að koma hér upp varnarliði eða skjóta rakettum, það var til þess að ná utan um öryggisógnir sem þessar. Það er einmitt til stefna um netöryggismál, hvernig við komum vörnum við ef innviðum landsins er raunverulega ógnað. Ógnir sem við þurfum að vera meðvituð um og viðbúin öllum stundum snúa að veðri og vindum, að jarðskjálftum og hinum ýmsu sviðsmyndum loftslagsvár. Hræðsluáróður og útúrsnúningar á stöðu stríðs í Úkraínu til þess að rökstyðja aðildarviðræður við Evrópusambandið eða gefa eftir okkar herlausa landsvæði til uppbygginga fyrir NATO á ekki að viðgangast. Við ættum heldur að klára að friðlýsa íslenska landhelgi fyrir kjarnavopnum - og alltaf og alls staðar tala fyrir mannúð og friði. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Vinstri græn Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Alþingi Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Ísland er um margt sérstæður staður, við eigum okkur enga eiginlega nágranna, engin landamæri að stærri þjóð sem ógnar öryggi okkar á þann hátt sem fólk á meginlandinu þarf að búa við. Það er þess vegna fullkomlega eðlilegt, þegar þjóðríki þessa heims taka upp vopn og ráðast inn í annað land, að við finnum okkur máttvana. Við eigum ekki sprengjur eða vopn, við erum ekki með her. Það er í mínum huga fagnaðarerindi að við viljum leggja okkar á vogaskálarnar og það er mikilvægt að við finnum kröftum okkar viðnám og beinum viljanum til að hjálpa í rétta átt. Fyrir herlausa þjóð þýðir það að veita mannúðaraðstoð, taka á móti flóttafólki og aðstoða á hvern þann hátt sem við best getum. Á þann hátt nýtum við styrkleika okkar eins og við best kunnum og höfum gert þegar hörmungar hafa dunið á víðsvegar um heiminn. Stríðið sem nú geisar í Úkraínu af hálfu Rússneskra stjórnvalda hefur verið vatn á myllu hernaðarsinna hér á landi, það hefur engum dulist. Umræðan er á alla vegu, um NATÓ, um netöryggisógnir og um þjóðaröryggisstefnu Íslendinga. Allt borið fram í einum graut og engu nær en að víglínan standi hér rétt við þröskuldinn hjá okkur. Það er þessi tilhneiging að finna lægsta samnefnara, finna punktinn sem að má ýta á sem að snertir okkur öll. Þannig má fjalla um netöryggismál vegna stríðsins í Úkraínu af því að það er snertiflötur Íslendinga við stríðið, það er möguleg þjóðarógn, eða hvað? Það var á síðasta kjörtímabili að öryggishugtakið í þjóðaröryggisstefnu Íslendinga var útvíkkað, kaldhæðnislega á vakt VG. Það er þó ekki gert til að koma hér upp varnarliði eða skjóta rakettum, það var til þess að ná utan um öryggisógnir sem þessar. Það er einmitt til stefna um netöryggismál, hvernig við komum vörnum við ef innviðum landsins er raunverulega ógnað. Ógnir sem við þurfum að vera meðvituð um og viðbúin öllum stundum snúa að veðri og vindum, að jarðskjálftum og hinum ýmsu sviðsmyndum loftslagsvár. Hræðsluáróður og útúrsnúningar á stöðu stríðs í Úkraínu til þess að rökstyðja aðildarviðræður við Evrópusambandið eða gefa eftir okkar herlausa landsvæði til uppbygginga fyrir NATO á ekki að viðgangast. Við ættum heldur að klára að friðlýsa íslenska landhelgi fyrir kjarnavopnum - og alltaf og alls staðar tala fyrir mannúð og friði. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar