Hlúum að vöggu skíðaíþróttarinnar! Stefán Pálsson skrifar 27. mars 2022 15:00 Það vekur oft furðu útlendinga hversu stutt saga skíðanotkunar er á Íslandi. Á meðan nágrannar okkar í Skandinavíu hafa um aldir rennt sér allra sinna ferða á skíðum voru slík farartæki sjaldséð á Íslandi og notkun þeirra lengst af nær einvörðungu á Norðurlandi. Sunnan heiða þekkti fólk skíði vart nema af afspurn og úr fornsögum. Í Reykjavík voru það einmitt Norðmenn sem kynntu skíðaíþróttina til sögunnar. Fyrsta tilraun til að stofna skíðafélag í bænum var árið 1907. Munu þar hafa haft frumkvæðið nokkrir Norðmenn búsettir í bænum og hugðust þeir renna sér í brekkunni austan við bæinn Ártún. Um svipað leyti vaknaði áhugi innfæddra á skíðamennsku. Ungmennafélagshreyfingin hugðist taka íþróttina upp á sína arma, en þar á bæ þótti fólki óþarflega langt að halda alla leið austur yfir Elliðaár og var því reynt að ryðja skíðabraut í Öskjuhlíð. Í mörg sumur var unnið að brautarlagningunni en lítið varð úr skíðaiðkun. Frumkvöðull frá Noregi Það var því ekki fyrr en árið 1914 sem segja má að Reykvíkingar hafi byrjað að skíða fyrir alvöru. Sem fyrr þurfti norskt frumkvæði til. Kaupmaðurinn Laurenz H. Müller var nýfluttur til landsins og var óþreytandi við að bera út fagnaðarerindi skauta- og skíðamennsku. Hann hóf síðar rekstur íþróttavöruverslunar og gátu bæjarbúar þá loks eignast búnað til að renna sér yfir ís og hjarn. Mikill og góður skíðasnjór var í Reykjavík í ársbyrjun 1914 og lögðu skíðaáhugamennirnir leið sína í Ártúnsbrekkuna hvenær sem færi gafst og það var einmitt í þeim ferðum sem ákveðið var að stofna Skíðafélag Reykjavíkur, sem formlega varð að veruleika þann 23. febrúar sama ár. Hið nýja félag stóð fyrir skíðaæfingum og mótum í Ártúnsbrekkunni næstu árin, þótt stundum vildi það gerast að allur snjór væri á bak og burt áður en kæmi að auglýstum keppnisdegi. Háskabrögð á skíðum Þessar fyrstu skíðakeppnir báru vott um frumleika og sumar keppnisgreinanna kæmu í dag spánskt fyrir sjónir. Þannig munu hafa verið auglýstar parakeppnir á skíðum, þar sem keppendur renndu sér niður brautina og héldust í hendur. Enn háskalegri var svo keppni í brekkuhlaupi þar sem skíðamaðurinn hélt á logandi kyndli! Þótt brekkan við Ártún sé snotur þá verður hún seint talin ógnarhá. Um leið og vegasamgöngur og aukin bílaeign gerðu skíðamönnum kleift að halda til hærri fjalla missti Ártúnsbrekkan sess sinn sem aðalskíðabraut Reykvíkinga. Þar voru þó áfram haldin ungmennamót og keppt í skíðastökki karla. Í dag eru það bara allra yngstu iðkendurnir sem leggja leið sína í Ártúnsbrekkuna á vetrum. Líkt og fyrir tæpri öld er þó snjóleysið oft vandamál í brekkunni. Æskilegt væri að hefja þar reglubundna snjóframleiðslu á vetrum og gera svæðið þannig úr garði að barnafjölskyldur í Reykjavík geti nýtt sér það sem allra stærstan hluta vetrarins. Til að svo megi verða þarf þó að ráðast í ýmsar framkvæmdir. Fyrsta skrefið væri líklega að ráðast í nákvæmar fornleifarannsóknir á vettvangi, enda má búast við því að ýmsar merkar minjar finnist í jörðu þar sem búið hefur verið á Ártúni allt frá miðöldum. Væri ekki tilvalið að stefna að því að fagna 100 ára afmæli Skíðafélagsins í Ártúnsbrekkunni í febrúar 2024 á nýuppgerðu svæði og hver veit nema hægt sé að finna einhvern ofurhuga til að renna sér niður hlíðina með kyndil í hönd? Höfundur er sagnfræðingur og frambjóðandi Vinstri grænna í komandi borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Skíðasvæði Stefán Pálsson Vinstri græn Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það vekur oft furðu útlendinga hversu stutt saga skíðanotkunar er á Íslandi. Á meðan nágrannar okkar í Skandinavíu hafa um aldir rennt sér allra sinna ferða á skíðum voru slík farartæki sjaldséð á Íslandi og notkun þeirra lengst af nær einvörðungu á Norðurlandi. Sunnan heiða þekkti fólk skíði vart nema af afspurn og úr fornsögum. Í Reykjavík voru það einmitt Norðmenn sem kynntu skíðaíþróttina til sögunnar. Fyrsta tilraun til að stofna skíðafélag í bænum var árið 1907. Munu þar hafa haft frumkvæðið nokkrir Norðmenn búsettir í bænum og hugðust þeir renna sér í brekkunni austan við bæinn Ártún. Um svipað leyti vaknaði áhugi innfæddra á skíðamennsku. Ungmennafélagshreyfingin hugðist taka íþróttina upp á sína arma, en þar á bæ þótti fólki óþarflega langt að halda alla leið austur yfir Elliðaár og var því reynt að ryðja skíðabraut í Öskjuhlíð. Í mörg sumur var unnið að brautarlagningunni en lítið varð úr skíðaiðkun. Frumkvöðull frá Noregi Það var því ekki fyrr en árið 1914 sem segja má að Reykvíkingar hafi byrjað að skíða fyrir alvöru. Sem fyrr þurfti norskt frumkvæði til. Kaupmaðurinn Laurenz H. Müller var nýfluttur til landsins og var óþreytandi við að bera út fagnaðarerindi skauta- og skíðamennsku. Hann hóf síðar rekstur íþróttavöruverslunar og gátu bæjarbúar þá loks eignast búnað til að renna sér yfir ís og hjarn. Mikill og góður skíðasnjór var í Reykjavík í ársbyrjun 1914 og lögðu skíðaáhugamennirnir leið sína í Ártúnsbrekkuna hvenær sem færi gafst og það var einmitt í þeim ferðum sem ákveðið var að stofna Skíðafélag Reykjavíkur, sem formlega varð að veruleika þann 23. febrúar sama ár. Hið nýja félag stóð fyrir skíðaæfingum og mótum í Ártúnsbrekkunni næstu árin, þótt stundum vildi það gerast að allur snjór væri á bak og burt áður en kæmi að auglýstum keppnisdegi. Háskabrögð á skíðum Þessar fyrstu skíðakeppnir báru vott um frumleika og sumar keppnisgreinanna kæmu í dag spánskt fyrir sjónir. Þannig munu hafa verið auglýstar parakeppnir á skíðum, þar sem keppendur renndu sér niður brautina og héldust í hendur. Enn háskalegri var svo keppni í brekkuhlaupi þar sem skíðamaðurinn hélt á logandi kyndli! Þótt brekkan við Ártún sé snotur þá verður hún seint talin ógnarhá. Um leið og vegasamgöngur og aukin bílaeign gerðu skíðamönnum kleift að halda til hærri fjalla missti Ártúnsbrekkan sess sinn sem aðalskíðabraut Reykvíkinga. Þar voru þó áfram haldin ungmennamót og keppt í skíðastökki karla. Í dag eru það bara allra yngstu iðkendurnir sem leggja leið sína í Ártúnsbrekkuna á vetrum. Líkt og fyrir tæpri öld er þó snjóleysið oft vandamál í brekkunni. Æskilegt væri að hefja þar reglubundna snjóframleiðslu á vetrum og gera svæðið þannig úr garði að barnafjölskyldur í Reykjavík geti nýtt sér það sem allra stærstan hluta vetrarins. Til að svo megi verða þarf þó að ráðast í ýmsar framkvæmdir. Fyrsta skrefið væri líklega að ráðast í nákvæmar fornleifarannsóknir á vettvangi, enda má búast við því að ýmsar merkar minjar finnist í jörðu þar sem búið hefur verið á Ártúni allt frá miðöldum. Væri ekki tilvalið að stefna að því að fagna 100 ára afmæli Skíðafélagsins í Ártúnsbrekkunni í febrúar 2024 á nýuppgerðu svæði og hver veit nema hægt sé að finna einhvern ofurhuga til að renna sér niður hlíðina með kyndil í hönd? Höfundur er sagnfræðingur og frambjóðandi Vinstri grænna í komandi borgarstjórnarkosningum.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun