Fyrir hverja er foreldrafræðsla? Hildur Inga Magnadóttir skrifar 29. mars 2022 09:00 Í heiminn kemur lítið kraftaverk - öskrandi, klístrað og dásamlegt kraftaverk. Nýbakaðir foreldrar hafa varið tíma í að undirbúa komu erfingjans. Ef til vill hafa ættingjar og vinir lagt hönd á plóg við undirbúninginn. Sett saman vöggu, útbúið barnaherbergi, prjónað heimfarasett eða hafa keypt svo lítil föt að ómögulegt er að ímynda sér að nokkur mannvera muni passa í þau. Svo kemur þessi litla mannvera í heiminn og heimurinn snýst á hvolf. Aðstæður foreldra eru misjafnar, sumir svífa um á bleiku skýi í kjölfar fæðingar, aðrir ganga í gegnum veikindi, upplifa erfiðar tilfinningar, sumir hafa stórt stuðningsnet, aðrir ekki og einhverjir fá jafnvel ekki tækifæri til þess að mynda tengingu við nýburann sinn. Það sem allir foreldrar eiga þó sameiginlegt er að lífið er breytt til frambúðar. Nú er lítil ósjálfbjarga mannvera algjörlega upp á foreldrana komin. Og hvað nú? Það er afar áhugavert að velta því fyrir sér hvers vegna það hefur ekki tíðkast hér á landi að foreldrar sækist eftir fræðslu um ýmsa þætti í tengslum við uppeldi, stærsta hlutverkið sem við fáum í lífinu. Allir vilja að börnum sínum líði vel og að þeim farnist vel í framtíðinni. Tækifæri og aðstæður foreldra eru auðvitað misjafnar og þekking og reynsla þeirra mismikil þegar í aðstæðurnar er komið. Það er því miður stundum þannig að foreldrar upplifa að það sé ,,tabú” að sækja sér fræðslu um þroska barna, uppeldi, samskipti og svo margt fleira sem foreldrar fást við. Hefur þú velt því fyrir þér hvernig viðhorfin þín eru gagnvart foreldrafræðslu? Foreldrar virðast oft á tíðum halda að með því að sækja sér fræðslu viðurkenni þeir vanmátt sinn, að þeir ráði ekki við hlutverk sitt. Þarna liggur stór misskilningur – það er einmitt merki um mikinn styrk að viða að sér þekkingu, læra um mismunandi uppeldisaðferðir, læra af fagaðilum og öðrum foreldrum. Uppeldi er nefnilega samvinnuverkefni, að því koma ekki bara foreldrar heldur líka ömmur og afar, frænkur og frændur, starfsmenn leikskóla og skóla, íþróttafélögin, vinir og vandamenn, jafnvel fagaðilar. Með tilkomu nýrrar námsleiðar hjá Háskóla Íslands, Foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf, er að stækka ný starfsstétt hér á landi. Foreldra- og uppeldisráðgjöfum fer fjölgandi og er markmið þeirra að styðja við og styrkja foreldra í krefjandi hlutverki sínu. Þessir nýju fagaðilar eru komnir til að vera og eitt af fyrstu verkefnum þeirra er að hvetja til hugarfarsbreytingar. Ef við hjálpumst að, öll sem eitt, getum við breytt þessu hugarfari, að foreldrafræðsla sé ,,tabú“. Foreldrafræðsla er fyrir alla. Alla þá sem vilja auka eigin vellíðan og vellíðan barna sinna. Kraftaverkið okkar getur verið svo nýtt að klístrið sé varla runnið af. Kraftaverkið getur líka verið að ganga í gegnum áskoranir unglingsáranna eða að feta fyrstu skref fullorðinsáranna og allt þar á milli. Innan foreldrafræðslu er pláss fyrir alla foreldra, óháð aldri barnanna. Fræðumst, lærum og ræðum saman til þess að fyrirbyggja vanda. Við þurfum ekki að bíða eftir því að áskoranirnar í uppeldinu verði svo stórar að þær virðist óyfirstíganlegar. Verum skrefinu á undan. Ákvarðanir sem við tökum núna hafa áhrif á framtíð okkar og barnanna okkar. Höfundur er foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Inga Magnadóttir Börn og uppeldi Mest lesið Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Sjá meira
Í heiminn kemur lítið kraftaverk - öskrandi, klístrað og dásamlegt kraftaverk. Nýbakaðir foreldrar hafa varið tíma í að undirbúa komu erfingjans. Ef til vill hafa ættingjar og vinir lagt hönd á plóg við undirbúninginn. Sett saman vöggu, útbúið barnaherbergi, prjónað heimfarasett eða hafa keypt svo lítil föt að ómögulegt er að ímynda sér að nokkur mannvera muni passa í þau. Svo kemur þessi litla mannvera í heiminn og heimurinn snýst á hvolf. Aðstæður foreldra eru misjafnar, sumir svífa um á bleiku skýi í kjölfar fæðingar, aðrir ganga í gegnum veikindi, upplifa erfiðar tilfinningar, sumir hafa stórt stuðningsnet, aðrir ekki og einhverjir fá jafnvel ekki tækifæri til þess að mynda tengingu við nýburann sinn. Það sem allir foreldrar eiga þó sameiginlegt er að lífið er breytt til frambúðar. Nú er lítil ósjálfbjarga mannvera algjörlega upp á foreldrana komin. Og hvað nú? Það er afar áhugavert að velta því fyrir sér hvers vegna það hefur ekki tíðkast hér á landi að foreldrar sækist eftir fræðslu um ýmsa þætti í tengslum við uppeldi, stærsta hlutverkið sem við fáum í lífinu. Allir vilja að börnum sínum líði vel og að þeim farnist vel í framtíðinni. Tækifæri og aðstæður foreldra eru auðvitað misjafnar og þekking og reynsla þeirra mismikil þegar í aðstæðurnar er komið. Það er því miður stundum þannig að foreldrar upplifa að það sé ,,tabú” að sækja sér fræðslu um þroska barna, uppeldi, samskipti og svo margt fleira sem foreldrar fást við. Hefur þú velt því fyrir þér hvernig viðhorfin þín eru gagnvart foreldrafræðslu? Foreldrar virðast oft á tíðum halda að með því að sækja sér fræðslu viðurkenni þeir vanmátt sinn, að þeir ráði ekki við hlutverk sitt. Þarna liggur stór misskilningur – það er einmitt merki um mikinn styrk að viða að sér þekkingu, læra um mismunandi uppeldisaðferðir, læra af fagaðilum og öðrum foreldrum. Uppeldi er nefnilega samvinnuverkefni, að því koma ekki bara foreldrar heldur líka ömmur og afar, frænkur og frændur, starfsmenn leikskóla og skóla, íþróttafélögin, vinir og vandamenn, jafnvel fagaðilar. Með tilkomu nýrrar námsleiðar hjá Háskóla Íslands, Foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf, er að stækka ný starfsstétt hér á landi. Foreldra- og uppeldisráðgjöfum fer fjölgandi og er markmið þeirra að styðja við og styrkja foreldra í krefjandi hlutverki sínu. Þessir nýju fagaðilar eru komnir til að vera og eitt af fyrstu verkefnum þeirra er að hvetja til hugarfarsbreytingar. Ef við hjálpumst að, öll sem eitt, getum við breytt þessu hugarfari, að foreldrafræðsla sé ,,tabú“. Foreldrafræðsla er fyrir alla. Alla þá sem vilja auka eigin vellíðan og vellíðan barna sinna. Kraftaverkið okkar getur verið svo nýtt að klístrið sé varla runnið af. Kraftaverkið getur líka verið að ganga í gegnum áskoranir unglingsáranna eða að feta fyrstu skref fullorðinsáranna og allt þar á milli. Innan foreldrafræðslu er pláss fyrir alla foreldra, óháð aldri barnanna. Fræðumst, lærum og ræðum saman til þess að fyrirbyggja vanda. Við þurfum ekki að bíða eftir því að áskoranirnar í uppeldinu verði svo stórar að þær virðist óyfirstíganlegar. Verum skrefinu á undan. Ákvarðanir sem við tökum núna hafa áhrif á framtíð okkar og barnanna okkar. Höfundur er foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun