Friðarviðræður báru engan árangur og óljóst hvort haldið verði áfram á morgun Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. mars 2022 12:00 Viðræðurnar voru haldnar í Istanbúl í Tyrklandi í morgun. Erdogan Tyrklandsforseti ávarpaði sendinefndirnar í upphafi fundarins. ap Friðarviðræður milli Rússa og Úkraínumanna í Tyrklandi stóðu stutt í morgun. Þar var möguleikinn á vopnahléi ræddur og öryggistryggingar Úkraínu ræddar. Ekkert kom út úr fundinum og er óljóst hvort sendinefndir landanna haldi áfram að funda á morgun. Það andaði köldu milli sendinefnda Rússa og Úkraínumanna og tókst meðlimir þeirra ekki í hendur þegar þeir mættu til fundar í Istanbúl í Tyrklandi í morgun. Þetta er í fyrsta skipti í tæpar þrjár vikur sem sendinefndirnar hittast í persónu til að reyna að semja um frið. Erdogan Tyrklandsforseti tók á móti og bauð þær velkomnar á fundinn. Hann sagði það í þeirra höndum að stöðva hörmungar stríðsins. „Það er öllum í hag að koma á vopnahléi og friði eins fljótt og auðið er. Við teljum að við séum komin að þeim tímapunkti þar sem við verðum að ná fram raunverulegum árangri með viðræðunum,“ sagði Erdogan þegar hann ávarpaði sendinefndirnar. Rússneski auðjöfurinn Roman Abramovich, sem er einna þekktastur fyrir að eiga enska knattspyrnuliðið Chelsea, var mættur á fundinn í morgun en hlutverk hans í viðræðunum er óljóst. Í gær var greint frá því að bæði Abramovich og þrír meðlimir Úkraínsku sendinefndarinnar sem mættu til friðarviðræðna í byrjun mánaðarins teldu að eitrað hefði verið fyrir sér þar. Hlutverk Abramovich í viðræðunum er óljóst en hann virðist áfjáður í að koma á friði. EPA-EFE/ANTHONY ANEX Eftir fundinn urðu þeir veikir, fór að svíða í augun og húðin að flagna af andliti og höndum þeirra. Áður en viðræðurnar hófust í dag beindi utanríkisráðherra Úkraínu því til allra viðstaddra að forðast það að drekka og borða þar og reyna að sleppa því að snerta yfirborð hluta. Enn langt í land Þrátt fyrir bjartsýni Erdogans Tyrklandsforseta við upphaf fundarins eru vestrænir stjórnmálagreinendur ekki eins vongóðir um að nefndirnar nái saman á næstunni. Enn er langt á milli þeirra; Pútín Rússlandsforseti er sagður fastur á því að bakka ekki með herlið sitt án þess að fá nokkuð af landsvæði Úkraínumanna í staðinn en Úkraínumenn segjast staðráðnir í því að láta ekkert af landi sínu af hendi. Peter Ricketts, fyrrum fulltrúi Breta í NATO, ræddi við erlenda fjölmiðla um viðræðurnar í morgun. Hann sagði afstöðu Úkraínumanna til NATO eða Evrópusambandsins ekki lykilmál í viðræðunum nú. „Aðalatriðið er hvað verði um svæðin sem rússneski herinn hefur þegar náð stjórn á. Ég hef ekki trú á því að Pútín sé tilbúinn að láta af hendi svæði eins og Mariupol þegar hann hefur náð tökum á þeim,“ sagði Ricketts. Peter Ricketts sagðist mjög skeptískur á að Pútín myndi sætta sig við að láta það landsvæði sem hann hefur unnið aftur af hendi.ap Pattstaða í stríðinu Borgin Mariupol hefur verið umsetin af Rússum nánast frá upphafi innrásarinnar og virðist nú við það að falla. Að öðru leyti virðist alger pattstaða komin upp í stríðinu. Rússar hafa lítið sem ekkert náð að sækja fram síðustu daga og Úkraínumenn náð einhverju af svæði sínu til baka. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tyrkland Hernaður Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Það andaði köldu milli sendinefnda Rússa og Úkraínumanna og tókst meðlimir þeirra ekki í hendur þegar þeir mættu til fundar í Istanbúl í Tyrklandi í morgun. Þetta er í fyrsta skipti í tæpar þrjár vikur sem sendinefndirnar hittast í persónu til að reyna að semja um frið. Erdogan Tyrklandsforseti tók á móti og bauð þær velkomnar á fundinn. Hann sagði það í þeirra höndum að stöðva hörmungar stríðsins. „Það er öllum í hag að koma á vopnahléi og friði eins fljótt og auðið er. Við teljum að við séum komin að þeim tímapunkti þar sem við verðum að ná fram raunverulegum árangri með viðræðunum,“ sagði Erdogan þegar hann ávarpaði sendinefndirnar. Rússneski auðjöfurinn Roman Abramovich, sem er einna þekktastur fyrir að eiga enska knattspyrnuliðið Chelsea, var mættur á fundinn í morgun en hlutverk hans í viðræðunum er óljóst. Í gær var greint frá því að bæði Abramovich og þrír meðlimir Úkraínsku sendinefndarinnar sem mættu til friðarviðræðna í byrjun mánaðarins teldu að eitrað hefði verið fyrir sér þar. Hlutverk Abramovich í viðræðunum er óljóst en hann virðist áfjáður í að koma á friði. EPA-EFE/ANTHONY ANEX Eftir fundinn urðu þeir veikir, fór að svíða í augun og húðin að flagna af andliti og höndum þeirra. Áður en viðræðurnar hófust í dag beindi utanríkisráðherra Úkraínu því til allra viðstaddra að forðast það að drekka og borða þar og reyna að sleppa því að snerta yfirborð hluta. Enn langt í land Þrátt fyrir bjartsýni Erdogans Tyrklandsforseta við upphaf fundarins eru vestrænir stjórnmálagreinendur ekki eins vongóðir um að nefndirnar nái saman á næstunni. Enn er langt á milli þeirra; Pútín Rússlandsforseti er sagður fastur á því að bakka ekki með herlið sitt án þess að fá nokkuð af landsvæði Úkraínumanna í staðinn en Úkraínumenn segjast staðráðnir í því að láta ekkert af landi sínu af hendi. Peter Ricketts, fyrrum fulltrúi Breta í NATO, ræddi við erlenda fjölmiðla um viðræðurnar í morgun. Hann sagði afstöðu Úkraínumanna til NATO eða Evrópusambandsins ekki lykilmál í viðræðunum nú. „Aðalatriðið er hvað verði um svæðin sem rússneski herinn hefur þegar náð stjórn á. Ég hef ekki trú á því að Pútín sé tilbúinn að láta af hendi svæði eins og Mariupol þegar hann hefur náð tökum á þeim,“ sagði Ricketts. Peter Ricketts sagðist mjög skeptískur á að Pútín myndi sætta sig við að láta það landsvæði sem hann hefur unnið aftur af hendi.ap Pattstaða í stríðinu Borgin Mariupol hefur verið umsetin af Rússum nánast frá upphafi innrásarinnar og virðist nú við það að falla. Að öðru leyti virðist alger pattstaða komin upp í stríðinu. Rússar hafa lítið sem ekkert náð að sækja fram síðustu daga og Úkraínumenn náð einhverju af svæði sínu til baka.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tyrkland Hernaður Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira