Börnin vilja bæta hverfið: „Fyrsta skiptið sem að við fáum að segja eitthvað um hverfið“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. mars 2022 13:30 Nemendur við Laugalækjarskóla voru ánægðir með fyrirkomulagið þegar fréttastofa náði tali af þeim í gær. Vísir Börn í Laugardalnum fengu í dag tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri um hvað megi betur fara í þeirra hverfi. Íþróttahús og bætt umhverfi voru þar ofarlega á baugi en börnin fagna því að fá loks sæti að borðinu. Samráð um gerð hverfisskipulags fyrir Laugarneshverfi, Langholtshverfi og Vogahverfi stendur nú yfir þar sem íbúar fá að leggja sitt af mörkum til að bæta hverfið sitt. Ævar Harðarson, deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur, segir að um sé að ræða fyrsta skrefið af mörgum. „Við erum sem sagt á byrjunarreit, við erum með autt blað. Við erum að leita eftir hugmyndum frá öllum íbúum. Við höfum verið með svona verkefni í grunnskólunum, þau eru að byggja módel, og nú erum við að bjóða þeim upp á að segja sína skoðun á því hvað má betur fara í hverfunum,“ segir Ævar. Nemendur þriggja skóla í hverfinu fengu tækifæri til að koma sinni skoðun á framfæri og segir Ævar tillögur þeirra hafa verið ýmis konar. Hann bendir á að sambærilegt samráð hafi verið haft við börn í öðrum hverfum borgarinnar sem hafi reynst vel. Ævar Harðarson, deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur.Vísir/Arnar „Það er nauðsynlegt að horfa á þetta út frá sjónarhorni barna út af því að þau sjá umhverfið sitt allt öðruvísi. Á meðan fullorðnir eru uppteknir af sínum veruleika, eins og bílastæðum og umferð, þá eru krakkarnir uppteknir af þjónustu í hverfunum, leiksvæðum og grænum svæðum, göngustígum, og allt þarf þetta að fúnkera,“ segir Árni. Hanna Borg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá UNICEF, bendir á að börn eigi rétt á því að hafa áhrif á líf sitt og því sé mikilvægt að bjóða þeim sæti að borðinu. „Það er svo margt sem þau segja sem við fullorðna fólkið höfum engar forsendur til þess að láta okkur detta í hug, frábærar hugmyndir og þetta er bara algjörlega til fyrirmyndar hérna hjá þeim,“ segir Hanna. „Við hjá UNICEF viljum hvetja öll sveitarfélög til þess að bjóða börnunum svona að borðinu til að geta hlustað á raddir þeirra,“ segir Hanna Hanna Borg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá UNICEF.Vísir/Arnar Íþróttir ofarlega í huga ungmenna Það verður opið hús í Laugardalnum í dag og á morgun, frá klukkan 15 til 22, þar sem íbúar í hverfinu geta mætt og farið yfir stöðuna. Grunnskólanemendur eru búnir að leggja fram ýmsar tillögur og halda þeir áfram á morgun. Nemendur við Laugalækjarskóla sem fréttastofa ræddi við voru með nokkrar hugmyndir um hvað þau vildu sjá. „Til dæmis bara þegar það snjóar að salta stígana og moka strax,“ sagði Herdís María. „Bara til að auðvelda fyrir gangandi vegfarendum og hjólandi og alls konar,“ sagði Brynja Rán. „Við viljum fá íþróttahús hérna upp við fyrir fótboltann,“ sagði Ari Ólafsson og tóku vinir hans undir með honum. „Stóra innihöll þar sem við getum spilað fótbolta á veturna,“ sagði Jóel Fannar. Fótboltavöllur og svæði fyrir annars konar íþróttaiðkun reyndist vinsælt svar hjá nemendunum og er það í takt við kröfu margra fullorðna um nýjan þjóðarleikvang, sem þó er ekki gert ráð í nýrri fjármálaáætlun sem kynnt var í morgun og hefur verið gagnrýnt. Aðrir voru með hugmyndir að skyndibitastöðum í hverfinu og enn aðrir vildu ódýrari verslanir. Krakkarnir fögnuðu því að fá loks að segja sína skoðun en öll voru þau sammála um að þau fái of sjaldan tækifæri til þess. „Þetta er svona í fyrsta skiptið sem að við fáum að segja eitthvað um hverfið,“ sagði Brynja og bætti við að það væri mikilvægt að fá skoðanir frá börnum og unglingum. „Fá að segja hvað maður vill,“ sagði Herdís. Laugardalsvöllur Reykjavík Skipulag Börn og uppeldi Íþróttir barna Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Samráð um gerð hverfisskipulags fyrir Laugarneshverfi, Langholtshverfi og Vogahverfi stendur nú yfir þar sem íbúar fá að leggja sitt af mörkum til að bæta hverfið sitt. Ævar Harðarson, deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur, segir að um sé að ræða fyrsta skrefið af mörgum. „Við erum sem sagt á byrjunarreit, við erum með autt blað. Við erum að leita eftir hugmyndum frá öllum íbúum. Við höfum verið með svona verkefni í grunnskólunum, þau eru að byggja módel, og nú erum við að bjóða þeim upp á að segja sína skoðun á því hvað má betur fara í hverfunum,“ segir Ævar. Nemendur þriggja skóla í hverfinu fengu tækifæri til að koma sinni skoðun á framfæri og segir Ævar tillögur þeirra hafa verið ýmis konar. Hann bendir á að sambærilegt samráð hafi verið haft við börn í öðrum hverfum borgarinnar sem hafi reynst vel. Ævar Harðarson, deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur.Vísir/Arnar „Það er nauðsynlegt að horfa á þetta út frá sjónarhorni barna út af því að þau sjá umhverfið sitt allt öðruvísi. Á meðan fullorðnir eru uppteknir af sínum veruleika, eins og bílastæðum og umferð, þá eru krakkarnir uppteknir af þjónustu í hverfunum, leiksvæðum og grænum svæðum, göngustígum, og allt þarf þetta að fúnkera,“ segir Árni. Hanna Borg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá UNICEF, bendir á að börn eigi rétt á því að hafa áhrif á líf sitt og því sé mikilvægt að bjóða þeim sæti að borðinu. „Það er svo margt sem þau segja sem við fullorðna fólkið höfum engar forsendur til þess að láta okkur detta í hug, frábærar hugmyndir og þetta er bara algjörlega til fyrirmyndar hérna hjá þeim,“ segir Hanna. „Við hjá UNICEF viljum hvetja öll sveitarfélög til þess að bjóða börnunum svona að borðinu til að geta hlustað á raddir þeirra,“ segir Hanna Hanna Borg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá UNICEF.Vísir/Arnar Íþróttir ofarlega í huga ungmenna Það verður opið hús í Laugardalnum í dag og á morgun, frá klukkan 15 til 22, þar sem íbúar í hverfinu geta mætt og farið yfir stöðuna. Grunnskólanemendur eru búnir að leggja fram ýmsar tillögur og halda þeir áfram á morgun. Nemendur við Laugalækjarskóla sem fréttastofa ræddi við voru með nokkrar hugmyndir um hvað þau vildu sjá. „Til dæmis bara þegar það snjóar að salta stígana og moka strax,“ sagði Herdís María. „Bara til að auðvelda fyrir gangandi vegfarendum og hjólandi og alls konar,“ sagði Brynja Rán. „Við viljum fá íþróttahús hérna upp við fyrir fótboltann,“ sagði Ari Ólafsson og tóku vinir hans undir með honum. „Stóra innihöll þar sem við getum spilað fótbolta á veturna,“ sagði Jóel Fannar. Fótboltavöllur og svæði fyrir annars konar íþróttaiðkun reyndist vinsælt svar hjá nemendunum og er það í takt við kröfu margra fullorðna um nýjan þjóðarleikvang, sem þó er ekki gert ráð í nýrri fjármálaáætlun sem kynnt var í morgun og hefur verið gagnrýnt. Aðrir voru með hugmyndir að skyndibitastöðum í hverfinu og enn aðrir vildu ódýrari verslanir. Krakkarnir fögnuðu því að fá loks að segja sína skoðun en öll voru þau sammála um að þau fái of sjaldan tækifæri til þess. „Þetta er svona í fyrsta skiptið sem að við fáum að segja eitthvað um hverfið,“ sagði Brynja og bætti við að það væri mikilvægt að fá skoðanir frá börnum og unglingum. „Fá að segja hvað maður vill,“ sagði Herdís.
Laugardalsvöllur Reykjavík Skipulag Börn og uppeldi Íþróttir barna Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira